Vance með yfirhöndina í kurteisum kappræðum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. október 2024 07:36 Varaforsetaefnin voru kurteis og hófstillt í svörum sínum. AP/Matt Rourke Varaforsetaefnin J.D. Vance og Tim Walz mættust í kappræðum í New York í gær, sem stjórnmálaskýrendur virðast sammála um að hafi verið óvenju kurteisar og fremur óspennandi. Walz virtist óöruggur framan af og er Vance almennt talinn hafa staðið sig örlítið betur en hann varði stórum hluta kappræðanna í að verja Donald Trump og reyna að setja stefnumál framboðsins í samhengi. Vance talaði um fjölskyldu sína, eiginkonu sína og börn, og uppvaxtarár sín; fátækt og móður í neyslu. Þá freistaði hann þess að endurtúlka ár Trump í Hvíta húsinu og sagði hann meðal annars hafa „bjargað“ Obamacare, þegar hið rétta er að forsetinn gerði ítrekaðar tilraunir til að grafa undan lögunum. Kamala Harris var skotspónn Vance, sem sagði varaforsetann hefðu betur nýtt tíma sinn í embætti til að knýja fram breytingar. Óöld í innflytjendamálum, verðbólga og jafnvel eiturlyfjafaraldurinn væru henni að kenna. "I've been extremely open about how I was wrong about Donald Trump," JD Vance says, when asked why Americans should trust Vance to give Donald Trump the advice he needs to hear. pic.twitter.com/rbiJ9ALekd— NBC News (@NBCNews) October 2, 2024 Vandræðalegasta augnablikið fyrir Vance var ef til vill þegar Walz spurði hann hvort Trump hefði tapað forsetakosningunum 2020. Vance svaraði hvorki nei né já en sagði Demókrata hina raunverulegu ógn við lýðræðið. Walz varð heldur vandræðalegur þegar hann var spurður út í fullyrðingar þess efnis að hann hefði verið í Hong Kong 4. júní 1989, þegar fjöldamorðið á Torgi hins himneska friðar átti sér stað. Á dögunum var uppljóstrað að hann var heima í Nebraska í júní og fór ekki til Hong Kong fyrr en í ágúst. Gekkst hann við því að vera stundum „kjánaprik“ og að hafa farið rangt með. Walz var sterkastur þegar kom að heilbrigðismálum og ekki síst þungunarrofi og sagði gríðarlega mikilvægt að standa vörð um rétt kvenna til að velja. Þegar Vance talaði um að aðgengi að þungunarrofi ætti að vera á forræði ríkjanna, vísaði Walz til þess hvernig konur hefðu dáið eða borið skaða af lögum í sínu ríki. „Staðreyndin er þessi; hvernig getum við sem þjóð sagt að líf þitt og réttur, grundvallar réttur á borð við það að stjórna eigin líkama, eigi að ákvarðast af landafræði?“ sagði Walz. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Walz virtist óöruggur framan af og er Vance almennt talinn hafa staðið sig örlítið betur en hann varði stórum hluta kappræðanna í að verja Donald Trump og reyna að setja stefnumál framboðsins í samhengi. Vance talaði um fjölskyldu sína, eiginkonu sína og börn, og uppvaxtarár sín; fátækt og móður í neyslu. Þá freistaði hann þess að endurtúlka ár Trump í Hvíta húsinu og sagði hann meðal annars hafa „bjargað“ Obamacare, þegar hið rétta er að forsetinn gerði ítrekaðar tilraunir til að grafa undan lögunum. Kamala Harris var skotspónn Vance, sem sagði varaforsetann hefðu betur nýtt tíma sinn í embætti til að knýja fram breytingar. Óöld í innflytjendamálum, verðbólga og jafnvel eiturlyfjafaraldurinn væru henni að kenna. "I've been extremely open about how I was wrong about Donald Trump," JD Vance says, when asked why Americans should trust Vance to give Donald Trump the advice he needs to hear. pic.twitter.com/rbiJ9ALekd— NBC News (@NBCNews) October 2, 2024 Vandræðalegasta augnablikið fyrir Vance var ef til vill þegar Walz spurði hann hvort Trump hefði tapað forsetakosningunum 2020. Vance svaraði hvorki nei né já en sagði Demókrata hina raunverulegu ógn við lýðræðið. Walz varð heldur vandræðalegur þegar hann var spurður út í fullyrðingar þess efnis að hann hefði verið í Hong Kong 4. júní 1989, þegar fjöldamorðið á Torgi hins himneska friðar átti sér stað. Á dögunum var uppljóstrað að hann var heima í Nebraska í júní og fór ekki til Hong Kong fyrr en í ágúst. Gekkst hann við því að vera stundum „kjánaprik“ og að hafa farið rangt með. Walz var sterkastur þegar kom að heilbrigðismálum og ekki síst þungunarrofi og sagði gríðarlega mikilvægt að standa vörð um rétt kvenna til að velja. Þegar Vance talaði um að aðgengi að þungunarrofi ætti að vera á forræði ríkjanna, vísaði Walz til þess hvernig konur hefðu dáið eða borið skaða af lögum í sínu ríki. „Staðreyndin er þessi; hvernig getum við sem þjóð sagt að líf þitt og réttur, grundvallar réttur á borð við það að stjórna eigin líkama, eigi að ákvarðast af landafræði?“ sagði Walz.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira