Bera hefndaraðgerðir undir Bandaríkin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. október 2024 10:25 Ísraelsmenn berjast nú á mörgum vígstöðvum en auk þess að hafa mikinn viðbúnað við landamærin að Líbanon, berjast þeir enn við Hamas á Gaza og undirbúa hefndaraðgerðir gegn Íran. Getty/Erik Marmor Bandaríska fréttavefsíðan Axios hefur eftir háttsettum embættismanni í Ísrael að þarlend yfirvöld kunni að hefna fyrir umfangsmikla árás Íran í gær með árás á olíuframleiðslu Írana og aðra mikilvæga innviði. Stjórnvöld í Ísrael eru sögð eiga í samráði við Bandaríkjamenn um viðbrögðin, þar sem þau gætu kallað á aðra árás af hálfu Írana og inngrip Bandaríkjanna og bandamanna til að verjast slíkri árás. Samkvæmt Guardian hafa greinendur ekki útilokað þann möguleika að Ísrael muni grípa til aðgerða gegn kjarnorkuinnviðum Írana en yfirvöldum í Bandaríkjunum mun þykja sá kostur síður fýsilegur þar sem hann myndi stórauka hættuna á enn frekari stigmögnun átaka á svæðinu. „Þessi árás mun hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér og við munum vinna með Ísrael til að láta það raungerast,“ sagði Jake Sullivan, ráðgjafi Joe Biden Bandaríkjaforseta í þjóðaröryggismálum, í gær. Benjamin Netanyahu er sagður hafa boðað til öryggisráðsfundar í gærkvöldi til að ræða möguleg viðbrögð en samkvæmt Axios var ekkert ákveðið hvað það varðar vegna þarfarinnar á samráði við Bandaríkjamenn. Opinberlega hét forsætisráðherrann hins vegar hefndum. Nokkrir þingmenn í Bandaríkjunum, þeirra á meðal Repúblikaninn Lindsey Graham, hafa kallað eftir árásum á olíuhreinsistöðvar Írana. Greint hefur verið frá átökum milli innrásarhers Ísrael og Hezbollah-liða í suðurhluta Líbanon í dag og þá hafa fjölmiðlar í Ísrael sagt að um 100 eldflaugum hafi verið skotið í átt að norðurhluta Ísrael frá Líbanon það sem af er degi. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íran Líbanon Bandaríkin Hernaður Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Sjá meira
Stjórnvöld í Ísrael eru sögð eiga í samráði við Bandaríkjamenn um viðbrögðin, þar sem þau gætu kallað á aðra árás af hálfu Írana og inngrip Bandaríkjanna og bandamanna til að verjast slíkri árás. Samkvæmt Guardian hafa greinendur ekki útilokað þann möguleika að Ísrael muni grípa til aðgerða gegn kjarnorkuinnviðum Írana en yfirvöldum í Bandaríkjunum mun þykja sá kostur síður fýsilegur þar sem hann myndi stórauka hættuna á enn frekari stigmögnun átaka á svæðinu. „Þessi árás mun hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér og við munum vinna með Ísrael til að láta það raungerast,“ sagði Jake Sullivan, ráðgjafi Joe Biden Bandaríkjaforseta í þjóðaröryggismálum, í gær. Benjamin Netanyahu er sagður hafa boðað til öryggisráðsfundar í gærkvöldi til að ræða möguleg viðbrögð en samkvæmt Axios var ekkert ákveðið hvað það varðar vegna þarfarinnar á samráði við Bandaríkjamenn. Opinberlega hét forsætisráðherrann hins vegar hefndum. Nokkrir þingmenn í Bandaríkjunum, þeirra á meðal Repúblikaninn Lindsey Graham, hafa kallað eftir árásum á olíuhreinsistöðvar Írana. Greint hefur verið frá átökum milli innrásarhers Ísrael og Hezbollah-liða í suðurhluta Líbanon í dag og þá hafa fjölmiðlar í Ísrael sagt að um 100 eldflaugum hafi verið skotið í átt að norðurhluta Ísrael frá Líbanon það sem af er degi.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íran Líbanon Bandaríkin Hernaður Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Sjá meira