Bera hefndaraðgerðir undir Bandaríkin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. október 2024 10:25 Ísraelsmenn berjast nú á mörgum vígstöðvum en auk þess að hafa mikinn viðbúnað við landamærin að Líbanon, berjast þeir enn við Hamas á Gaza og undirbúa hefndaraðgerðir gegn Íran. Getty/Erik Marmor Bandaríska fréttavefsíðan Axios hefur eftir háttsettum embættismanni í Ísrael að þarlend yfirvöld kunni að hefna fyrir umfangsmikla árás Íran í gær með árás á olíuframleiðslu Írana og aðra mikilvæga innviði. Stjórnvöld í Ísrael eru sögð eiga í samráði við Bandaríkjamenn um viðbrögðin, þar sem þau gætu kallað á aðra árás af hálfu Írana og inngrip Bandaríkjanna og bandamanna til að verjast slíkri árás. Samkvæmt Guardian hafa greinendur ekki útilokað þann möguleika að Ísrael muni grípa til aðgerða gegn kjarnorkuinnviðum Írana en yfirvöldum í Bandaríkjunum mun þykja sá kostur síður fýsilegur þar sem hann myndi stórauka hættuna á enn frekari stigmögnun átaka á svæðinu. „Þessi árás mun hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér og við munum vinna með Ísrael til að láta það raungerast,“ sagði Jake Sullivan, ráðgjafi Joe Biden Bandaríkjaforseta í þjóðaröryggismálum, í gær. Benjamin Netanyahu er sagður hafa boðað til öryggisráðsfundar í gærkvöldi til að ræða möguleg viðbrögð en samkvæmt Axios var ekkert ákveðið hvað það varðar vegna þarfarinnar á samráði við Bandaríkjamenn. Opinberlega hét forsætisráðherrann hins vegar hefndum. Nokkrir þingmenn í Bandaríkjunum, þeirra á meðal Repúblikaninn Lindsey Graham, hafa kallað eftir árásum á olíuhreinsistöðvar Írana. Greint hefur verið frá átökum milli innrásarhers Ísrael og Hezbollah-liða í suðurhluta Líbanon í dag og þá hafa fjölmiðlar í Ísrael sagt að um 100 eldflaugum hafi verið skotið í átt að norðurhluta Ísrael frá Líbanon það sem af er degi. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íran Líbanon Bandaríkin Hernaður Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira
Stjórnvöld í Ísrael eru sögð eiga í samráði við Bandaríkjamenn um viðbrögðin, þar sem þau gætu kallað á aðra árás af hálfu Írana og inngrip Bandaríkjanna og bandamanna til að verjast slíkri árás. Samkvæmt Guardian hafa greinendur ekki útilokað þann möguleika að Ísrael muni grípa til aðgerða gegn kjarnorkuinnviðum Írana en yfirvöldum í Bandaríkjunum mun þykja sá kostur síður fýsilegur þar sem hann myndi stórauka hættuna á enn frekari stigmögnun átaka á svæðinu. „Þessi árás mun hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér og við munum vinna með Ísrael til að láta það raungerast,“ sagði Jake Sullivan, ráðgjafi Joe Biden Bandaríkjaforseta í þjóðaröryggismálum, í gær. Benjamin Netanyahu er sagður hafa boðað til öryggisráðsfundar í gærkvöldi til að ræða möguleg viðbrögð en samkvæmt Axios var ekkert ákveðið hvað það varðar vegna þarfarinnar á samráði við Bandaríkjamenn. Opinberlega hét forsætisráðherrann hins vegar hefndum. Nokkrir þingmenn í Bandaríkjunum, þeirra á meðal Repúblikaninn Lindsey Graham, hafa kallað eftir árásum á olíuhreinsistöðvar Írana. Greint hefur verið frá átökum milli innrásarhers Ísrael og Hezbollah-liða í suðurhluta Líbanon í dag og þá hafa fjölmiðlar í Ísrael sagt að um 100 eldflaugum hafi verið skotið í átt að norðurhluta Ísrael frá Líbanon það sem af er degi.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íran Líbanon Bandaríkin Hernaður Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira