Sjáðu markaflóðið úr Meistaradeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. október 2024 11:31 Karim Adeyemi skoraði þrennu fyrir Borussia Dortmund gegn Celtic og fékk að sjálfsögðu að eiga boltann eftir leikinn. getty/Geert van Erven Alls voru 32 mörk skoruð í leikjunum níu í Meistaradeild Evrópu í gær. Öll mörkin má sjá í fréttinni. Arsenal vann góðan 2-0 sigur á Paris Saint-Germain á Emirates. Kai Havertz og Bukayo Saka skoruðu mörk enska liðsins sem er með fjögur stig en frönsku meistararnir eru með þrjú stig. Klippa: Arsenal 2-0 PSG Englandsmeistarar Manchester City áttu ekki í miklum vandræðum með að leggja Slovan Bratislava að velli. Lokatölur 0-4, City í vil sem vann þarna sinn fyrsta sigur í Meistaradeildinni í vetur. Ilkay Gündogan, Phil Foden, Erling Haaland og James McAtee skoruðu mörk ensku meistaranna. Klippa: Slovan Bratislava 0-4 Man City Bayer Leverkusen er með fullt hús stiga eftir 1-0 sigur á AC Milan á BayArena. Victor Boniface skoraði eina mark leiksins í upphafi seinni hálfleiks. Klippa: Leverkusen 1-0 Milan Karim Adeyemi skoraði þrennu þegar Borussia Dortmund rústaði Celtic, 7-1, á heimavelli. Serhou Guirassy skoraði tvö mörk og Emre Can og Felix Nmecha sitt markið hvor. Daizen Maeda gerði mark Celtic. Klippa: Dortmund 7-1 Celtic Barcelona vann sinn fyrsta sigur í Meistaradeildinni í vetur þegar liðið rúllaði yfir Young Boys á Nývangi, 5-0. Robert Lewandowski skoraði tvö mörk fyrir Börsunga og Raphinha, Inigo Martínez og Mohamed Camara (sjálfsmark) sitt markið hver. Klippa: Barcelona 5-0 Young Boys Hakan Calhanoglu skoraði stórglæsilegt mark með skoti beint úr aukaspyrnu þegar Inter sigraði Rauðu stjörnuna á San Siro, 4-0. Marko Arnautovic, Lautaro Martínez og Mehdi Taremi skoruðu einnig fyrir Ítalíumeistaranna. Klippa: Inter 4-0 Rauða stjarnan Brest er með fullt hús stiga eftir stórsigur á Red Bull Salzburg á útivelli, 0-4. Abdallah Sima skoraði tvö mörk fyrir franska liðið og Mahdi Camara og Mathias Pereira Lage voru einnig á skotskónum. Klippa: Salzburg 0-4 Brest PSV Eindhoven og Sporting gerðu 1-1 jafntefli. Jerdy Schouten kom Hollendingunum yfir en Daniel Braganca jafnaði fyrir Portúgalina þegar sex mínútur voru eftir. Klippa: PSV 1-1 Sporting Stuttgart og Slavia Prag gerðu einnig 1-1 jafntefli. Enzo Millot kom Þjóðverjunum yfir en Kaan Kairinen jafnaði fyrir Tékkana með marki beint úr aukaspyrnu. Klippa: Stuttgart 1-1 Slavia Prag Öll mörkin úr Meistaradeildinni í gær má sjá hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Sonur Sterlings leiddi Saka út á völlinn Alþekkt er að börn leiði leikmenn inn á völlinn fyrir íþróttaleiki. Það er þó sjaldgæfara að þau séu tengd leikmönnum liðanna. En það gerðist í Meistaradeildarleik Arsenal og Paris Saint-Germain. 2. október 2024 10:01 Dortmund í sjöunda himni | Stórsigrar hjá Barcelona og Inter Það var sannkölluð markaveisla í Meistaradeild Evrópu karla í dag þar sem 32 mörk litu dagsins ljós í níu leikjum. 1. október 2024 21:30 Þægilegt í Slóvakíu Englandsmeistarar Manchester City lentu ekki í miklum vandræðum í Bratislava. Færa má rök fyrir því að leikurinn hafi verið búinn eftir stundarfjórðung en staðan var þá orðin 2-0 Man City í vil. Lokatölur 4-0 í leik þar sem lærisveinar Pep Guardiola fóru aldrei úr öðrum gír. 1. október 2024 21:00 Öruggt hjá Skyttunum Arsenal lagði París Saint-Germain nokkuð örugglega 2-0 á Emirates-vellinum í Lundúnum þegar liðin mættust í Meistaradeild Evrópu. 1. október 2024 21:00 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Sjá meira
Arsenal vann góðan 2-0 sigur á Paris Saint-Germain á Emirates. Kai Havertz og Bukayo Saka skoruðu mörk enska liðsins sem er með fjögur stig en frönsku meistararnir eru með þrjú stig. Klippa: Arsenal 2-0 PSG Englandsmeistarar Manchester City áttu ekki í miklum vandræðum með að leggja Slovan Bratislava að velli. Lokatölur 0-4, City í vil sem vann þarna sinn fyrsta sigur í Meistaradeildinni í vetur. Ilkay Gündogan, Phil Foden, Erling Haaland og James McAtee skoruðu mörk ensku meistaranna. Klippa: Slovan Bratislava 0-4 Man City Bayer Leverkusen er með fullt hús stiga eftir 1-0 sigur á AC Milan á BayArena. Victor Boniface skoraði eina mark leiksins í upphafi seinni hálfleiks. Klippa: Leverkusen 1-0 Milan Karim Adeyemi skoraði þrennu þegar Borussia Dortmund rústaði Celtic, 7-1, á heimavelli. Serhou Guirassy skoraði tvö mörk og Emre Can og Felix Nmecha sitt markið hvor. Daizen Maeda gerði mark Celtic. Klippa: Dortmund 7-1 Celtic Barcelona vann sinn fyrsta sigur í Meistaradeildinni í vetur þegar liðið rúllaði yfir Young Boys á Nývangi, 5-0. Robert Lewandowski skoraði tvö mörk fyrir Börsunga og Raphinha, Inigo Martínez og Mohamed Camara (sjálfsmark) sitt markið hver. Klippa: Barcelona 5-0 Young Boys Hakan Calhanoglu skoraði stórglæsilegt mark með skoti beint úr aukaspyrnu þegar Inter sigraði Rauðu stjörnuna á San Siro, 4-0. Marko Arnautovic, Lautaro Martínez og Mehdi Taremi skoruðu einnig fyrir Ítalíumeistaranna. Klippa: Inter 4-0 Rauða stjarnan Brest er með fullt hús stiga eftir stórsigur á Red Bull Salzburg á útivelli, 0-4. Abdallah Sima skoraði tvö mörk fyrir franska liðið og Mahdi Camara og Mathias Pereira Lage voru einnig á skotskónum. Klippa: Salzburg 0-4 Brest PSV Eindhoven og Sporting gerðu 1-1 jafntefli. Jerdy Schouten kom Hollendingunum yfir en Daniel Braganca jafnaði fyrir Portúgalina þegar sex mínútur voru eftir. Klippa: PSV 1-1 Sporting Stuttgart og Slavia Prag gerðu einnig 1-1 jafntefli. Enzo Millot kom Þjóðverjunum yfir en Kaan Kairinen jafnaði fyrir Tékkana með marki beint úr aukaspyrnu. Klippa: Stuttgart 1-1 Slavia Prag Öll mörkin úr Meistaradeildinni í gær má sjá hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Sonur Sterlings leiddi Saka út á völlinn Alþekkt er að börn leiði leikmenn inn á völlinn fyrir íþróttaleiki. Það er þó sjaldgæfara að þau séu tengd leikmönnum liðanna. En það gerðist í Meistaradeildarleik Arsenal og Paris Saint-Germain. 2. október 2024 10:01 Dortmund í sjöunda himni | Stórsigrar hjá Barcelona og Inter Það var sannkölluð markaveisla í Meistaradeild Evrópu karla í dag þar sem 32 mörk litu dagsins ljós í níu leikjum. 1. október 2024 21:30 Þægilegt í Slóvakíu Englandsmeistarar Manchester City lentu ekki í miklum vandræðum í Bratislava. Færa má rök fyrir því að leikurinn hafi verið búinn eftir stundarfjórðung en staðan var þá orðin 2-0 Man City í vil. Lokatölur 4-0 í leik þar sem lærisveinar Pep Guardiola fóru aldrei úr öðrum gír. 1. október 2024 21:00 Öruggt hjá Skyttunum Arsenal lagði París Saint-Germain nokkuð örugglega 2-0 á Emirates-vellinum í Lundúnum þegar liðin mættust í Meistaradeild Evrópu. 1. október 2024 21:00 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Sjá meira
Sonur Sterlings leiddi Saka út á völlinn Alþekkt er að börn leiði leikmenn inn á völlinn fyrir íþróttaleiki. Það er þó sjaldgæfara að þau séu tengd leikmönnum liðanna. En það gerðist í Meistaradeildarleik Arsenal og Paris Saint-Germain. 2. október 2024 10:01
Dortmund í sjöunda himni | Stórsigrar hjá Barcelona og Inter Það var sannkölluð markaveisla í Meistaradeild Evrópu karla í dag þar sem 32 mörk litu dagsins ljós í níu leikjum. 1. október 2024 21:30
Þægilegt í Slóvakíu Englandsmeistarar Manchester City lentu ekki í miklum vandræðum í Bratislava. Færa má rök fyrir því að leikurinn hafi verið búinn eftir stundarfjórðung en staðan var þá orðin 2-0 Man City í vil. Lokatölur 4-0 í leik þar sem lærisveinar Pep Guardiola fóru aldrei úr öðrum gír. 1. október 2024 21:00
Öruggt hjá Skyttunum Arsenal lagði París Saint-Germain nokkuð örugglega 2-0 á Emirates-vellinum í Lundúnum þegar liðin mættust í Meistaradeild Evrópu. 1. október 2024 21:00