Sigmundur birtist fyrirvaralaust Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. október 2024 13:39 Þingmennirnir hafa svo sannarlega brugðið á leik í kjördæmaviku. Nokkrir þingmenn Norðausturkjördæmis hafa staðið fyrir þverpólitískum gauragangi og gríni í ferð sinni um landshlutann í kjördæmaviku í myndböndum sem vakið hafa athygli á samfélagsmiðlum. Myndböndin birtast á reikningi Loga Einarssonar þingmanns Samfylkingarinnar þó Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins taki þau upp. Eins og flestir vita stendur nú yfir kjördæmavika á Alþingi. Þá ferðast þingmenn til sinna kjördæma, heimsækja hina ýmsu staði og heyra í ólíku fólki. Allajafna ferðast þinghópar saman sér í lagi í sínum kjördæmum en sú er ekki raunin í Norðausturkjördæmi. Þar ferðast þingmenn saman þvert á þingflokka, enda um stórt kjördæmi að ræða. „Við höfum alltaf haldið hópinn í kjördæmaviku, þetta er hefðin hjá okkur í Norðausturkjördæmi, það er mikið prógram hjá okkur, við erum að keyra um fimm hundruð kílómetra á dag og höfum nýtt tímann vel þó við tökum okkur ekki of hátíðlega,“ segir Njáll Trausti í samtali við Vísi. Klippa: Þingmenn bregða á leik í kjördæmaviku í Norðausturkjördæmi Var Logi að líkja Sigmundi við hval? Í einu myndbandanna eru þeir Þórarinn Ingi Pétursson þingmaður Framsóknarflokksins og Logi Einarsson staddir á Vopnafirði og ræða sín á milli að það sé synd að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sé ekki með þeim. Í ljós kemur að hann er svo sannarlega með þeim, í fyndnu myndbandi. Í næstu klippu sést hvernig Njáll leikstýrir sínum mönnum þeim Loga, Þórarni og Sigmundi í aðdraganda klippunnar. Logi skrifar við myndbandið: Njáll von Trier og vísar til eins þekktasta leikstjóra allra tíma Lars von Trier. „Góð myndataka skiptir höfuðmáli, það er ekki öllum gefið, enda lítur þetta allt saman mjög fagmannlega út,“ segir Njáll léttur í bragði. Ekki sjást allir þingmenn kjördæmisins í myndböndunum, en þeir eru tíu talsins. Njáll segir um ákveðinn einkahúmor að ræða í hópnum, fleiri séu og hafi verið með í för. Þeir séu nú staddir í Eyjafirði. Nóg ferðalag sé eftir. Í öðru myndbandinu ræða þeir félagar um hvali við höfnina í Húsavík og spyr Sigmundur hvort Logi hafi verið að líkja honum við hval? Alþingi Grín og gaman Norðausturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Fleiri fréttir Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Sjá meira
Eins og flestir vita stendur nú yfir kjördæmavika á Alþingi. Þá ferðast þingmenn til sinna kjördæma, heimsækja hina ýmsu staði og heyra í ólíku fólki. Allajafna ferðast þinghópar saman sér í lagi í sínum kjördæmum en sú er ekki raunin í Norðausturkjördæmi. Þar ferðast þingmenn saman þvert á þingflokka, enda um stórt kjördæmi að ræða. „Við höfum alltaf haldið hópinn í kjördæmaviku, þetta er hefðin hjá okkur í Norðausturkjördæmi, það er mikið prógram hjá okkur, við erum að keyra um fimm hundruð kílómetra á dag og höfum nýtt tímann vel þó við tökum okkur ekki of hátíðlega,“ segir Njáll Trausti í samtali við Vísi. Klippa: Þingmenn bregða á leik í kjördæmaviku í Norðausturkjördæmi Var Logi að líkja Sigmundi við hval? Í einu myndbandanna eru þeir Þórarinn Ingi Pétursson þingmaður Framsóknarflokksins og Logi Einarsson staddir á Vopnafirði og ræða sín á milli að það sé synd að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sé ekki með þeim. Í ljós kemur að hann er svo sannarlega með þeim, í fyndnu myndbandi. Í næstu klippu sést hvernig Njáll leikstýrir sínum mönnum þeim Loga, Þórarni og Sigmundi í aðdraganda klippunnar. Logi skrifar við myndbandið: Njáll von Trier og vísar til eins þekktasta leikstjóra allra tíma Lars von Trier. „Góð myndataka skiptir höfuðmáli, það er ekki öllum gefið, enda lítur þetta allt saman mjög fagmannlega út,“ segir Njáll léttur í bragði. Ekki sjást allir þingmenn kjördæmisins í myndböndunum, en þeir eru tíu talsins. Njáll segir um ákveðinn einkahúmor að ræða í hópnum, fleiri séu og hafi verið með í för. Þeir séu nú staddir í Eyjafirði. Nóg ferðalag sé eftir. Í öðru myndbandinu ræða þeir félagar um hvali við höfnina í Húsavík og spyr Sigmundur hvort Logi hafi verið að líkja honum við hval?
Alþingi Grín og gaman Norðausturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Fleiri fréttir Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Sjá meira