Samfélagslögregla á „sterum“ Davíð Bergmann skrifar 3. október 2024 08:31 Nú þegar allt er að róast og við erum að ná aftur áttum eftir hryllilega atburði sem hafa verið að herja á okkar litla samfélag finnst mér tímabært að minnast aðferða sem ég tel að myndu koma að gagni í vinnu í tengslum við unga afbrotamenn til betrunar hér á landi. Enn og aftur hamra ég á mikilvægi þess að nálgast unga afbrotamenn með nýrri nálgun. Það eru margar leiðir til þess og möguleikarnir eru margir að teknu tilliti til mannauðs og náttúru sem við búum yfir. Við búum sem betur fer hér á landi af því að hér þarf engum lögum að breyta heldur þarf fyrst og fremst að skapa hefð fyrir svona vinnubrögðum og í alvarlegri málum ættu dómstólar að dæma til meðferðar og fræðslu líkt og Bretinn og Ástralinn hafa gert. Í því samhengi er hægt að minnast á YOT eða youth offending team sem er hugsuð sem uppbyggileg réttvísi. Í þessari grein langar mig að skjóta inn hugmynd sem ég sá þegar ég fór til Danmerkur ásamt starfsfélaga mínum til að kynna samsamstarf lögreglu og félagsmálayfirvalda fyrir 30 árum síðan. Það starf kallaðist PUK eða politiest ungdomsklub. Ég hef á mínum starfsferli kynnst mörgu í þessum efnum en þetta starf finnst mér einna flottast ásamt YOT í Bretlandi. Ég tel jafnframt ekkert því til fyrirstöðu að innleiða þetta hér á landi strax á morgun en til að það sé hægt þarf að skapa hefð fyrir svona vinnu og vilja og þetta er ekki kostnaðarsamt. Ef við hugsum til lengri tíma þá er ég með það í huga að við nýtum þá stoðþjónustu sem fyrir er í samfélaginu. Tilsjón PUK myndi ég kalla samfélagslögreglu á „sterum“ og ég er sannfærður um að þannig vinna myndi skila margföldu til baka til samfélagsins. PUK er í rauninni ekkert annað en tilsjónarvinna með ungmennum í áhættu. Ég er þeirrar skoðunar að enginn lögreglumaður ætti ekki að útskrifast úr lögregluskólanum nema að hafa verið að minnsta kosti með einn svona „wanna be krimma“ að lágmarki í þrjá mánuði í tilsjón til að kynnast hugarheimi þessara barna. Þannig myndum við fá betri lögreglumenn til starfa og betur undirbúna. Þetta kalla ég forvarnarstarf og alvöru fræðslu. Það var magnað að fylgjast með þessu á sínum tíma, lögreglumenn leika íþróttir og meira segja keyra mótorhjól á braut með þessum drengjum sem voru taldir í hvað mestri áhættu að leiðast í afbrot. Þarna var verið að sá fræjum allan daginn og reyna að koma inn vírus í afbrotaforritið. Gleymum því ekki að jafningjafræðsla fer fram í afbrotaheimum og þessir gaurar taka mark á henni. Í þetta sinn langar mig að koma inn á það hvernig ég held að lögreglan geti komið að góðu gagni í því að vinna með krökkum sem eru að feta sig inn á afbrotabraut og tileinka sér neikvætt atferli sem getur leitt til andfélagslegrar hegðunar. Það er ekki þannig að ég sé að finna upp hjólið heldur hafa aðrar þjóðir tíðkað þessi vinnubrögð eins og Danir, Bretar og Ástralir. Eins hef ég sjálfur reynt þetta hér á landi í samvinnu með aðilum eins og lögreglu, slökkviliði, læknum, björgunarsveitum, Landhelgisgæslunni, tryggingarfélagi og síðast en ekki síst Fangelsismálastofnun og fyrrverandi föngum. Þegar ég stofnaði þetta hópstarf á sínum tíma þá var ég með PUK í huga m.a. og margt annað, það þarf ekkert að fara yfir lækinn til að sækja vatnið. Það að stofna enn eina nefndina eða starfshóp og dreifa fjármunum út um allt til allra er ekki svarið. Það þarf markviss vinnubrögð, þetta er viðfangsefni ekki átak, það er búið að finna upp hjólið og við þurfum ekki að gera það aftur. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar allt er að róast og við erum að ná aftur áttum eftir hryllilega atburði sem hafa verið að herja á okkar litla samfélag finnst mér tímabært að minnast aðferða sem ég tel að myndu koma að gagni í vinnu í tengslum við unga afbrotamenn til betrunar hér á landi. Enn og aftur hamra ég á mikilvægi þess að nálgast unga afbrotamenn með nýrri nálgun. Það eru margar leiðir til þess og möguleikarnir eru margir að teknu tilliti til mannauðs og náttúru sem við búum yfir. Við búum sem betur fer hér á landi af því að hér þarf engum lögum að breyta heldur þarf fyrst og fremst að skapa hefð fyrir svona vinnubrögðum og í alvarlegri málum ættu dómstólar að dæma til meðferðar og fræðslu líkt og Bretinn og Ástralinn hafa gert. Í því samhengi er hægt að minnast á YOT eða youth offending team sem er hugsuð sem uppbyggileg réttvísi. Í þessari grein langar mig að skjóta inn hugmynd sem ég sá þegar ég fór til Danmerkur ásamt starfsfélaga mínum til að kynna samsamstarf lögreglu og félagsmálayfirvalda fyrir 30 árum síðan. Það starf kallaðist PUK eða politiest ungdomsklub. Ég hef á mínum starfsferli kynnst mörgu í þessum efnum en þetta starf finnst mér einna flottast ásamt YOT í Bretlandi. Ég tel jafnframt ekkert því til fyrirstöðu að innleiða þetta hér á landi strax á morgun en til að það sé hægt þarf að skapa hefð fyrir svona vinnu og vilja og þetta er ekki kostnaðarsamt. Ef við hugsum til lengri tíma þá er ég með það í huga að við nýtum þá stoðþjónustu sem fyrir er í samfélaginu. Tilsjón PUK myndi ég kalla samfélagslögreglu á „sterum“ og ég er sannfærður um að þannig vinna myndi skila margföldu til baka til samfélagsins. PUK er í rauninni ekkert annað en tilsjónarvinna með ungmennum í áhættu. Ég er þeirrar skoðunar að enginn lögreglumaður ætti ekki að útskrifast úr lögregluskólanum nema að hafa verið að minnsta kosti með einn svona „wanna be krimma“ að lágmarki í þrjá mánuði í tilsjón til að kynnast hugarheimi þessara barna. Þannig myndum við fá betri lögreglumenn til starfa og betur undirbúna. Þetta kalla ég forvarnarstarf og alvöru fræðslu. Það var magnað að fylgjast með þessu á sínum tíma, lögreglumenn leika íþróttir og meira segja keyra mótorhjól á braut með þessum drengjum sem voru taldir í hvað mestri áhættu að leiðast í afbrot. Þarna var verið að sá fræjum allan daginn og reyna að koma inn vírus í afbrotaforritið. Gleymum því ekki að jafningjafræðsla fer fram í afbrotaheimum og þessir gaurar taka mark á henni. Í þetta sinn langar mig að koma inn á það hvernig ég held að lögreglan geti komið að góðu gagni í því að vinna með krökkum sem eru að feta sig inn á afbrotabraut og tileinka sér neikvætt atferli sem getur leitt til andfélagslegrar hegðunar. Það er ekki þannig að ég sé að finna upp hjólið heldur hafa aðrar þjóðir tíðkað þessi vinnubrögð eins og Danir, Bretar og Ástralir. Eins hef ég sjálfur reynt þetta hér á landi í samvinnu með aðilum eins og lögreglu, slökkviliði, læknum, björgunarsveitum, Landhelgisgæslunni, tryggingarfélagi og síðast en ekki síst Fangelsismálastofnun og fyrrverandi föngum. Þegar ég stofnaði þetta hópstarf á sínum tíma þá var ég með PUK í huga m.a. og margt annað, það þarf ekkert að fara yfir lækinn til að sækja vatnið. Það að stofna enn eina nefndina eða starfshóp og dreifa fjármunum út um allt til allra er ekki svarið. Það þarf markviss vinnubrögð, þetta er viðfangsefni ekki átak, það er búið að finna upp hjólið og við þurfum ekki að gera það aftur. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun