Samfélagslögregla á „sterum“ Davíð Bergmann skrifar 3. október 2024 08:31 Nú þegar allt er að róast og við erum að ná aftur áttum eftir hryllilega atburði sem hafa verið að herja á okkar litla samfélag finnst mér tímabært að minnast aðferða sem ég tel að myndu koma að gagni í vinnu í tengslum við unga afbrotamenn til betrunar hér á landi. Enn og aftur hamra ég á mikilvægi þess að nálgast unga afbrotamenn með nýrri nálgun. Það eru margar leiðir til þess og möguleikarnir eru margir að teknu tilliti til mannauðs og náttúru sem við búum yfir. Við búum sem betur fer hér á landi af því að hér þarf engum lögum að breyta heldur þarf fyrst og fremst að skapa hefð fyrir svona vinnubrögðum og í alvarlegri málum ættu dómstólar að dæma til meðferðar og fræðslu líkt og Bretinn og Ástralinn hafa gert. Í því samhengi er hægt að minnast á YOT eða youth offending team sem er hugsuð sem uppbyggileg réttvísi. Í þessari grein langar mig að skjóta inn hugmynd sem ég sá þegar ég fór til Danmerkur ásamt starfsfélaga mínum til að kynna samsamstarf lögreglu og félagsmálayfirvalda fyrir 30 árum síðan. Það starf kallaðist PUK eða politiest ungdomsklub. Ég hef á mínum starfsferli kynnst mörgu í þessum efnum en þetta starf finnst mér einna flottast ásamt YOT í Bretlandi. Ég tel jafnframt ekkert því til fyrirstöðu að innleiða þetta hér á landi strax á morgun en til að það sé hægt þarf að skapa hefð fyrir svona vinnu og vilja og þetta er ekki kostnaðarsamt. Ef við hugsum til lengri tíma þá er ég með það í huga að við nýtum þá stoðþjónustu sem fyrir er í samfélaginu. Tilsjón PUK myndi ég kalla samfélagslögreglu á „sterum“ og ég er sannfærður um að þannig vinna myndi skila margföldu til baka til samfélagsins. PUK er í rauninni ekkert annað en tilsjónarvinna með ungmennum í áhættu. Ég er þeirrar skoðunar að enginn lögreglumaður ætti ekki að útskrifast úr lögregluskólanum nema að hafa verið að minnsta kosti með einn svona „wanna be krimma“ að lágmarki í þrjá mánuði í tilsjón til að kynnast hugarheimi þessara barna. Þannig myndum við fá betri lögreglumenn til starfa og betur undirbúna. Þetta kalla ég forvarnarstarf og alvöru fræðslu. Það var magnað að fylgjast með þessu á sínum tíma, lögreglumenn leika íþróttir og meira segja keyra mótorhjól á braut með þessum drengjum sem voru taldir í hvað mestri áhættu að leiðast í afbrot. Þarna var verið að sá fræjum allan daginn og reyna að koma inn vírus í afbrotaforritið. Gleymum því ekki að jafningjafræðsla fer fram í afbrotaheimum og þessir gaurar taka mark á henni. Í þetta sinn langar mig að koma inn á það hvernig ég held að lögreglan geti komið að góðu gagni í því að vinna með krökkum sem eru að feta sig inn á afbrotabraut og tileinka sér neikvætt atferli sem getur leitt til andfélagslegrar hegðunar. Það er ekki þannig að ég sé að finna upp hjólið heldur hafa aðrar þjóðir tíðkað þessi vinnubrögð eins og Danir, Bretar og Ástralir. Eins hef ég sjálfur reynt þetta hér á landi í samvinnu með aðilum eins og lögreglu, slökkviliði, læknum, björgunarsveitum, Landhelgisgæslunni, tryggingarfélagi og síðast en ekki síst Fangelsismálastofnun og fyrrverandi föngum. Þegar ég stofnaði þetta hópstarf á sínum tíma þá var ég með PUK í huga m.a. og margt annað, það þarf ekkert að fara yfir lækinn til að sækja vatnið. Það að stofna enn eina nefndina eða starfshóp og dreifa fjármunum út um allt til allra er ekki svarið. Það þarf markviss vinnubrögð, þetta er viðfangsefni ekki átak, það er búið að finna upp hjólið og við þurfum ekki að gera það aftur. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Nú þegar allt er að róast og við erum að ná aftur áttum eftir hryllilega atburði sem hafa verið að herja á okkar litla samfélag finnst mér tímabært að minnast aðferða sem ég tel að myndu koma að gagni í vinnu í tengslum við unga afbrotamenn til betrunar hér á landi. Enn og aftur hamra ég á mikilvægi þess að nálgast unga afbrotamenn með nýrri nálgun. Það eru margar leiðir til þess og möguleikarnir eru margir að teknu tilliti til mannauðs og náttúru sem við búum yfir. Við búum sem betur fer hér á landi af því að hér þarf engum lögum að breyta heldur þarf fyrst og fremst að skapa hefð fyrir svona vinnubrögðum og í alvarlegri málum ættu dómstólar að dæma til meðferðar og fræðslu líkt og Bretinn og Ástralinn hafa gert. Í því samhengi er hægt að minnast á YOT eða youth offending team sem er hugsuð sem uppbyggileg réttvísi. Í þessari grein langar mig að skjóta inn hugmynd sem ég sá þegar ég fór til Danmerkur ásamt starfsfélaga mínum til að kynna samsamstarf lögreglu og félagsmálayfirvalda fyrir 30 árum síðan. Það starf kallaðist PUK eða politiest ungdomsklub. Ég hef á mínum starfsferli kynnst mörgu í þessum efnum en þetta starf finnst mér einna flottast ásamt YOT í Bretlandi. Ég tel jafnframt ekkert því til fyrirstöðu að innleiða þetta hér á landi strax á morgun en til að það sé hægt þarf að skapa hefð fyrir svona vinnu og vilja og þetta er ekki kostnaðarsamt. Ef við hugsum til lengri tíma þá er ég með það í huga að við nýtum þá stoðþjónustu sem fyrir er í samfélaginu. Tilsjón PUK myndi ég kalla samfélagslögreglu á „sterum“ og ég er sannfærður um að þannig vinna myndi skila margföldu til baka til samfélagsins. PUK er í rauninni ekkert annað en tilsjónarvinna með ungmennum í áhættu. Ég er þeirrar skoðunar að enginn lögreglumaður ætti ekki að útskrifast úr lögregluskólanum nema að hafa verið að minnsta kosti með einn svona „wanna be krimma“ að lágmarki í þrjá mánuði í tilsjón til að kynnast hugarheimi þessara barna. Þannig myndum við fá betri lögreglumenn til starfa og betur undirbúna. Þetta kalla ég forvarnarstarf og alvöru fræðslu. Það var magnað að fylgjast með þessu á sínum tíma, lögreglumenn leika íþróttir og meira segja keyra mótorhjól á braut með þessum drengjum sem voru taldir í hvað mestri áhættu að leiðast í afbrot. Þarna var verið að sá fræjum allan daginn og reyna að koma inn vírus í afbrotaforritið. Gleymum því ekki að jafningjafræðsla fer fram í afbrotaheimum og þessir gaurar taka mark á henni. Í þetta sinn langar mig að koma inn á það hvernig ég held að lögreglan geti komið að góðu gagni í því að vinna með krökkum sem eru að feta sig inn á afbrotabraut og tileinka sér neikvætt atferli sem getur leitt til andfélagslegrar hegðunar. Það er ekki þannig að ég sé að finna upp hjólið heldur hafa aðrar þjóðir tíðkað þessi vinnubrögð eins og Danir, Bretar og Ástralir. Eins hef ég sjálfur reynt þetta hér á landi í samvinnu með aðilum eins og lögreglu, slökkviliði, læknum, björgunarsveitum, Landhelgisgæslunni, tryggingarfélagi og síðast en ekki síst Fangelsismálastofnun og fyrrverandi föngum. Þegar ég stofnaði þetta hópstarf á sínum tíma þá var ég með PUK í huga m.a. og margt annað, það þarf ekkert að fara yfir lækinn til að sækja vatnið. Það að stofna enn eina nefndina eða starfshóp og dreifa fjármunum út um allt til allra er ekki svarið. Það þarf markviss vinnubrögð, þetta er viðfangsefni ekki átak, það er búið að finna upp hjólið og við þurfum ekki að gera það aftur. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun