Af hverju erum við að þessu? Kjartan Sveinn Guðmundsson skrifar 4. október 2024 07:31 Það liggur lítill vafi á að mikilvægustu menntastofnanir landsins eru leikskólarnir. Þar er kennt að hafa samkennd, auðmýkt, skilning, virðingu fyrir öðru fólki og vinna saman. Þetta veitir mikilvægan grunn að seinni lexíum um lýðræði og mannréttindi. En hvaða gagn gerir það? Af hverju erum við að birta þennan texta? Hví fylgjum við ekki ráðum félagsmiðstöðvarstarfsmannsins úr Fóstbræðrum og “höldum bara fokking kjafti?” Í aðalnámskrá framhaldsskóla er lagt jafn mikið upp úr getu nemenda til þess að taka þátt í lýðræðissamfélagi og atvinnulífinu. Ef þátttaka í samfélaginu er jafn mikilvæg og þátttaka í atvinnulífinu, má ætla að skortur á þátttöku í einu sé jafn skaðandi og í hinu. Hvernig væri ef atvinnuþátttaka ungs fólks myndi byggjast á einum tveimur krökkum í hverjum bekk? Sjáum við ekki með eigin augum hversu ömurlegt er, þegar ungt fólk ber takmarkaðan skilning á samfélaginu í kringum sig? Undanfarið hafa vinsældir viðskiptafræði, nýsköpunar, sprotafyrirtækja og fjármálalæsis aukist allverulega í menntastofnunum, en áhugi á hinu er því miður enn fremur aðstæðubundinn. Það má rifja upp að þegar loftslagsverkfall ungmenna átti sér stað, reyndu sumir skólar að halda nemendum frá þáttöku, t.d. með pizzapartíum eða hótunum um að veita fjarvist. Hvaða lexíu draga krakkar frá svoleiðis framkomu? Við erum ekki að dæma kennara, þetta er frekar dæmi um hugarfarsskekkju stjórnvalda en starfsmanna á plani. Við höfum í sama ranni komist að því undanfarið ár, að háskólar á Íslandi vilja ekki taka afstöðu gegn Ísrael og hafa raunar sýnt sterkari afstöðu gegn okkur, Stúdentaráði, Landssamtökum íslenskra stúdenta, Háskólafólki fyrir Palestínu og nemendum, bæði héðan og frá Palestínu, en gegn þjóðarmorði og hryðjuverkum Ísraelskra yfirvalda. Titill pistilsins er “af hverju erum við að þessu?” þ.e. að taka þátt í félagastarfi sem styggir skólastjórn, tekur tíma frá námi og skerðir jafnvel atvinnumöguleika í farmtíðnni? Jú, við viljum að allar stofnanir geri sitt til þess að fordæma og vinna gegn öllum mögulegum glæpum gegn mannkyni. Við teljum þetta vera ákveðna lágmarkskröfu sem flestallir ættu að skilja og bera virðingu fyrir. Ergo eiga háskólar á Íslandi eiga ekki að vera meðvirkir vargríkjum. Áhrifin sem hlytust af tengslaslitum við Ísraelska háskóla yrðu líklega meiri en við búumst við, því oft veltir lítil þúfa þungu hlassi og sú ákvörðun myndi vafalaust hafa áhrif t.d. aðrar menntastofnanir í norrænu ríkjunum eða evrópu, sem eru núþegar undir pressu systurfélaga okkar ytra. Við erum að þessu, því í hinum allrabesta heimi, þyrftum við ekki að vera að þessu, eða í það minnsta væri jafn mikil virðing borin fyrir mannréttindum á borði og í orði. Höfundur er Kjartan Sveinn Guðmundsson og skrifar f.h Stúdenta fyrir Palestínu við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Það liggur lítill vafi á að mikilvægustu menntastofnanir landsins eru leikskólarnir. Þar er kennt að hafa samkennd, auðmýkt, skilning, virðingu fyrir öðru fólki og vinna saman. Þetta veitir mikilvægan grunn að seinni lexíum um lýðræði og mannréttindi. En hvaða gagn gerir það? Af hverju erum við að birta þennan texta? Hví fylgjum við ekki ráðum félagsmiðstöðvarstarfsmannsins úr Fóstbræðrum og “höldum bara fokking kjafti?” Í aðalnámskrá framhaldsskóla er lagt jafn mikið upp úr getu nemenda til þess að taka þátt í lýðræðissamfélagi og atvinnulífinu. Ef þátttaka í samfélaginu er jafn mikilvæg og þátttaka í atvinnulífinu, má ætla að skortur á þátttöku í einu sé jafn skaðandi og í hinu. Hvernig væri ef atvinnuþátttaka ungs fólks myndi byggjast á einum tveimur krökkum í hverjum bekk? Sjáum við ekki með eigin augum hversu ömurlegt er, þegar ungt fólk ber takmarkaðan skilning á samfélaginu í kringum sig? Undanfarið hafa vinsældir viðskiptafræði, nýsköpunar, sprotafyrirtækja og fjármálalæsis aukist allverulega í menntastofnunum, en áhugi á hinu er því miður enn fremur aðstæðubundinn. Það má rifja upp að þegar loftslagsverkfall ungmenna átti sér stað, reyndu sumir skólar að halda nemendum frá þáttöku, t.d. með pizzapartíum eða hótunum um að veita fjarvist. Hvaða lexíu draga krakkar frá svoleiðis framkomu? Við erum ekki að dæma kennara, þetta er frekar dæmi um hugarfarsskekkju stjórnvalda en starfsmanna á plani. Við höfum í sama ranni komist að því undanfarið ár, að háskólar á Íslandi vilja ekki taka afstöðu gegn Ísrael og hafa raunar sýnt sterkari afstöðu gegn okkur, Stúdentaráði, Landssamtökum íslenskra stúdenta, Háskólafólki fyrir Palestínu og nemendum, bæði héðan og frá Palestínu, en gegn þjóðarmorði og hryðjuverkum Ísraelskra yfirvalda. Titill pistilsins er “af hverju erum við að þessu?” þ.e. að taka þátt í félagastarfi sem styggir skólastjórn, tekur tíma frá námi og skerðir jafnvel atvinnumöguleika í farmtíðnni? Jú, við viljum að allar stofnanir geri sitt til þess að fordæma og vinna gegn öllum mögulegum glæpum gegn mannkyni. Við teljum þetta vera ákveðna lágmarkskröfu sem flestallir ættu að skilja og bera virðingu fyrir. Ergo eiga háskólar á Íslandi eiga ekki að vera meðvirkir vargríkjum. Áhrifin sem hlytust af tengslaslitum við Ísraelska háskóla yrðu líklega meiri en við búumst við, því oft veltir lítil þúfa þungu hlassi og sú ákvörðun myndi vafalaust hafa áhrif t.d. aðrar menntastofnanir í norrænu ríkjunum eða evrópu, sem eru núþegar undir pressu systurfélaga okkar ytra. Við erum að þessu, því í hinum allrabesta heimi, þyrftum við ekki að vera að þessu, eða í það minnsta væri jafn mikil virðing borin fyrir mannréttindum á borði og í orði. Höfundur er Kjartan Sveinn Guðmundsson og skrifar f.h Stúdenta fyrir Palestínu við Háskóla Íslands.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun