Kveðja frá Heimssýn til landsfundar VG 2024 Haraldur Ólafsson skrifar 3. október 2024 12:31 Fáir voru eins öflugir stuðningsmenn fullveldis og lýðveldis á Íslandi og félgshyggjumenn. Allir gerðu þeir sér glögga grein fyrir mikilvægi þess að landinu væri stjórnað í umboði þeirra sem það byggðu og að valdamenn stæðu fyrst og fremst til ábyrgðar gagnvart þjóðinni, en ekki gagnvart embættismönnum í fjarlægum borgum, sem væri sama um hvort Ísland flyti eða sykki. Það á ekki síður við nú en í sjálfstæðisbaráttunni, sem er í raun sífelluverkefni. Ýmsir hafa komið við í forystusveit Heimssýnar og þar hafa framverðir félagshyggju og hernaðarandstöðu verið áberandi. Ragnar Arnalds, þingmaður og ráðherra Alþýðubandalagsins, var einn helsti forgöngumaður að stofnun félagsins og hafði forystu í Heimssýn um árabil. Af trúnaðarmönnum VG í forystusveit Heimssýnar verður ekki hjá því komist að nefna Jón Bjarnason, þingmann og ráðherra, sem stóð eins og klettur gegn valdaásælni Evrópusambandsins á erfiðum tímum í kjölfari bankahruns. Fjöldi annarra félagshyggjumanna í forystusveit Heimssýnar hefur tekið til varna fyrir náttúruna, umhverfið, lýðræði og gegn hernaði. Enginn vafi er á að traust lýðræði og fullveldi þjóðarinnar er vænlegast til að efla félagshyggju og styrkja umhverfisvernd. Enn sem fyrr ásælast stórveldi Evrópu auðlindir á Íslandi og víst er að ýmsum erlendum embættismönnum þætti ekki tiltökumál að fórna bút af náttúru Íslands fyrir vænan skammt af hreinni orku handa iðnaði suður í Evrópu. Þá fara menn ekki í grafgötur með að stefna Evrópusambandsins er að orkuframleiðsla og orkusala fari fram á frjálsum markaði, óháð því hversu vel það fyrirkomulag kann að henta á hverjum stað. Þegar stofnað var til Heimssýnar fyrir rúmum tveimur áratugum trúðu margir því að Evrópusambandið væri allt annað en hernaðarbandalag, að það væri aðeins félag um staðla og almennt hjálpræði. Það er nú liðin tíð. Evrópusambandið kaupir sprengjur og byssur eins og enginn sé morgundagurinn og sendir allt saman austur í blóðugt stríð sem engan enda ætlar að taka og bannar í leiðinni fjölmiðla sem tala á þann veg að það hugnast ekki valdamönnum sambandsins. Þetta sama Evrópusamband vill nú meiri völd á Íslandi. Að þessu sinni heitir sendingin Bókun 35 og gistir þessa dagana á borðum þingflokka. Hún verður væntanlega afþökkuð að afloknum landsfundi, af vígreifum þingmönnum sem eru tilbúnir að vinna landi og þjóð gagn með bros á vör Heimssýn færir VG bestu óskir um vel heppnaðan landsfund árið 2024. Höfundur er formaður Heimssýnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Ólafsson Vinstri græn Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Fáir voru eins öflugir stuðningsmenn fullveldis og lýðveldis á Íslandi og félgshyggjumenn. Allir gerðu þeir sér glögga grein fyrir mikilvægi þess að landinu væri stjórnað í umboði þeirra sem það byggðu og að valdamenn stæðu fyrst og fremst til ábyrgðar gagnvart þjóðinni, en ekki gagnvart embættismönnum í fjarlægum borgum, sem væri sama um hvort Ísland flyti eða sykki. Það á ekki síður við nú en í sjálfstæðisbaráttunni, sem er í raun sífelluverkefni. Ýmsir hafa komið við í forystusveit Heimssýnar og þar hafa framverðir félagshyggju og hernaðarandstöðu verið áberandi. Ragnar Arnalds, þingmaður og ráðherra Alþýðubandalagsins, var einn helsti forgöngumaður að stofnun félagsins og hafði forystu í Heimssýn um árabil. Af trúnaðarmönnum VG í forystusveit Heimssýnar verður ekki hjá því komist að nefna Jón Bjarnason, þingmann og ráðherra, sem stóð eins og klettur gegn valdaásælni Evrópusambandsins á erfiðum tímum í kjölfari bankahruns. Fjöldi annarra félagshyggjumanna í forystusveit Heimssýnar hefur tekið til varna fyrir náttúruna, umhverfið, lýðræði og gegn hernaði. Enginn vafi er á að traust lýðræði og fullveldi þjóðarinnar er vænlegast til að efla félagshyggju og styrkja umhverfisvernd. Enn sem fyrr ásælast stórveldi Evrópu auðlindir á Íslandi og víst er að ýmsum erlendum embættismönnum þætti ekki tiltökumál að fórna bút af náttúru Íslands fyrir vænan skammt af hreinni orku handa iðnaði suður í Evrópu. Þá fara menn ekki í grafgötur með að stefna Evrópusambandsins er að orkuframleiðsla og orkusala fari fram á frjálsum markaði, óháð því hversu vel það fyrirkomulag kann að henta á hverjum stað. Þegar stofnað var til Heimssýnar fyrir rúmum tveimur áratugum trúðu margir því að Evrópusambandið væri allt annað en hernaðarbandalag, að það væri aðeins félag um staðla og almennt hjálpræði. Það er nú liðin tíð. Evrópusambandið kaupir sprengjur og byssur eins og enginn sé morgundagurinn og sendir allt saman austur í blóðugt stríð sem engan enda ætlar að taka og bannar í leiðinni fjölmiðla sem tala á þann veg að það hugnast ekki valdamönnum sambandsins. Þetta sama Evrópusamband vill nú meiri völd á Íslandi. Að þessu sinni heitir sendingin Bókun 35 og gistir þessa dagana á borðum þingflokka. Hún verður væntanlega afþökkuð að afloknum landsfundi, af vígreifum þingmönnum sem eru tilbúnir að vinna landi og þjóð gagn með bros á vör Heimssýn færir VG bestu óskir um vel heppnaðan landsfund árið 2024. Höfundur er formaður Heimssýnar.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun