Innlent

Þrettán fengið sam­tals 512 eldri or­lofs­daga greidda við starfs­lok

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Heildarfjöldi orlofsdaga sem starfsmennirnir þrettán fengu greidda var 750.
Heildarfjöldi orlofsdaga sem starfsmennirnir þrettán fengu greidda var 750.

Þrettán embættismenn Reykjavíkurborgar sem létu af störfum frá 2014 og til dagsins í dag fengu allir greitt eldra ótekið orlof við starfslok, allt að 824 orlofsstundir eða 103 daga.

Samtals var um að ræða jafngildi 512 orlofsdaga uppsafnaða á árunum áður en fólkið hætti.

Þetta kemur fram í svörum Reykjavíkurborgar við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um orlofsuppgjör embættismanna.

Óskað var upplýsinga um það með hvaða hætti uppgjörinu hefði verið háttað hjá þeim embættismönnum borgarinnar sem hefðu látið af störfum á síðustu tíu árum. 

Í svarinu segir að líkt og hjá öðrum starfsfólki Reykjavíkurborgar þá hafi áunnið orlof og ótekið orlof embættismanna verið gert upp við starfslok.

Reykjavíkurborg

Flestar orlofsstundir fékk greiddar Ómar Einarsson, þáverandi sviðsstjóri Íþrótta- og tómstundasviðs, samtals 922 orlofsstundir, þar af 722 eldri óteknar orlofsstundir og 200 áunnar á árinu sem hann lét af störfum.

Þetta jafngildir 115 dögum.

Birgir Björn Sigurjónsson, fyrrverandi fjármálastjóri borgarinnar, fékk greiddar samtals 844 orlofsstundir, þar af 824 eldri óteknar orlofsstundir og 20 stundir áunnar á árinu sem hann hætti. Umreiknað jafngildir þetta 105 dögum.

Stefán Eiríksson, sem starfaði bæði sem sviðsstjóri Velferðarsviðs og borgarritari, fékk greiddar samtals 632 orlofsstundir við starfslok, Svanhildur Konráðsdóttir, fráfarandi sviðsstjóri Menningar- og ferðamálasviðs, 577 orlofsstundir og Stella K. Víðisdóttir, fráfarandi sviðsstjóri Velferðarsviðs, 442 stundir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×