Tekst Samfylkingunni að virkja lýðræðið - Tekst henni að færa kjósendum aukið vald Birgir Dýrfjörð skrifar 6. október 2024 19:10 Sá viðsnúningur hefur nú orðið hjá Samfylkingunni, að í skoðanakönnun sögðust 30% kjósenda ætla að kjósa Samfylkinguna. Í ræðu Kristrúnar Frostadóttur á fundi flokksstjórnar á Laugabakka sagði hún flokkinn hafa skyldur við það fólk. Hún sagði: „Það er mikið í húfi. Fólkið í landinu er að horfa til okkar. Væntingarnar eru miklar, væntingar sem við viljum og verðum að standa undir, kæru félagar. Við megum ekki bregðast þessu fólki núna. Þjóðin gerir kröfu um árangur. Höldum áfram, sameinuð, fyrir fólkið í landinu!“ Tillaga um aukið lýðræði í Samfylkingunni Formaður, varaformaður og fleiri stjórnarmenn lögðu síðan fram tillögu og greinargerð á fundinum á Laugabakka. Þar segir orðrétt: „lagt er til að heimila opið prófkjör, þar sem allir íbúar í viðkomandi kjördæmi, sem munu geta kosið í þeim kosningum sem framboðslisti er ætlaður, geti greitt atkvæði.“ Þessi tillaga sýnir víðsýni og kjark stjórnar Samfylkingarinnar. Hún er afturhvarf til þess tíma þegar samfylkingin virkjaði lýðræðið og fékk 20 þingmenn. Hún náði þó ekki fram að ganga á fundinum. Helstu rökin gegn henni er ótti um, að með samþykkt hennar geti andstæðingar flokksins unnið skemmdarverk. Þeir geti ráðið of miklu um frambjóðendur hans. Talsmenn þessa sjónarmiðs töldu því rangt að styðja tillögu Kristrúnar og stjórnar fokksins, þeir töldu hana of hættulega. 100% hættulaust prófkjör Til að eyða skiljanlegum ótta þessara flokksmanna er til einföld og örugg aðferð. Hún er sú, að kjördæmaráð eða fulltrúaráð megi skipa uppstillingarnefnd fyrir sitt kjördæmi. Sú nefnd á að tilnefna flokksfólk á framboðslista, þó aldrei færri en þingmannatölu viðkomandi kjördæmis. Nefndin á einnig að upplýsa, að kjósa þurfi tiltekinn lágmarksfjölda frambjóðenda. Um þann lista uppstillingarnefndar yrði svo opið kjósendaval (prófkjör). Þó allur sjálfstæðisflokkurinn og fleiri kæmu í það prófkjör, þá gæti það fólk ekkert annað gert en raða á framboðslista því fólki, sem uppstillingarnefndir kjördæmaráða hafa valið sem vel hæfa frambjóðendur. Þar með þarf enginn að óttast utanaðkomandi skemmdarverk. Það er styrkur stjórnmálaflokka, að sýna í verki að þeir þori að treysta fólki. Besta aðferðin til að öðlast þann styrk er, að flokkar opni faðminn og sýni í verki, - að þeir treysti kjósendum, - að þeir þori að veita þeim aðild að þeirri ákvörðun, að raða fólki á framboðslista - að þeir þori að veita fólki vald til að hafa áhrif í flokknum sem það ætlar að kjósa. Nái tillaga formanns Samfylkingarinnar og stjórnar hennar um opið prófkjör fram að ganga, þá væri komin svipuð staða og var þegar Samfylkingin fékk 20 þingmenn. Í prédikaranum segir: „Öllu er afmörkuð stund og sérhver hlutur undir sólinni hefur sinn tíma,“ „Að rífa niður hefur sinn tíma , að byggja upp hefur sinn tíma.“ Nú er tími til að byggja upp. Ekki að rífa niður. Nú er tími jafnaðarflokka að safna fólki í öflugar umbótahreyfingar undir merkjum lýðræðis og jafnaðarstefnu. „Fólkið horfir til okkar við megum ekki bregðast því núna.“ Sagði formaður Samfylkingarinnar. Höfundur er jafnaðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Samfylkingin Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Sjá meira
Sá viðsnúningur hefur nú orðið hjá Samfylkingunni, að í skoðanakönnun sögðust 30% kjósenda ætla að kjósa Samfylkinguna. Í ræðu Kristrúnar Frostadóttur á fundi flokksstjórnar á Laugabakka sagði hún flokkinn hafa skyldur við það fólk. Hún sagði: „Það er mikið í húfi. Fólkið í landinu er að horfa til okkar. Væntingarnar eru miklar, væntingar sem við viljum og verðum að standa undir, kæru félagar. Við megum ekki bregðast þessu fólki núna. Þjóðin gerir kröfu um árangur. Höldum áfram, sameinuð, fyrir fólkið í landinu!“ Tillaga um aukið lýðræði í Samfylkingunni Formaður, varaformaður og fleiri stjórnarmenn lögðu síðan fram tillögu og greinargerð á fundinum á Laugabakka. Þar segir orðrétt: „lagt er til að heimila opið prófkjör, þar sem allir íbúar í viðkomandi kjördæmi, sem munu geta kosið í þeim kosningum sem framboðslisti er ætlaður, geti greitt atkvæði.“ Þessi tillaga sýnir víðsýni og kjark stjórnar Samfylkingarinnar. Hún er afturhvarf til þess tíma þegar samfylkingin virkjaði lýðræðið og fékk 20 þingmenn. Hún náði þó ekki fram að ganga á fundinum. Helstu rökin gegn henni er ótti um, að með samþykkt hennar geti andstæðingar flokksins unnið skemmdarverk. Þeir geti ráðið of miklu um frambjóðendur hans. Talsmenn þessa sjónarmiðs töldu því rangt að styðja tillögu Kristrúnar og stjórnar fokksins, þeir töldu hana of hættulega. 100% hættulaust prófkjör Til að eyða skiljanlegum ótta þessara flokksmanna er til einföld og örugg aðferð. Hún er sú, að kjördæmaráð eða fulltrúaráð megi skipa uppstillingarnefnd fyrir sitt kjördæmi. Sú nefnd á að tilnefna flokksfólk á framboðslista, þó aldrei færri en þingmannatölu viðkomandi kjördæmis. Nefndin á einnig að upplýsa, að kjósa þurfi tiltekinn lágmarksfjölda frambjóðenda. Um þann lista uppstillingarnefndar yrði svo opið kjósendaval (prófkjör). Þó allur sjálfstæðisflokkurinn og fleiri kæmu í það prófkjör, þá gæti það fólk ekkert annað gert en raða á framboðslista því fólki, sem uppstillingarnefndir kjördæmaráða hafa valið sem vel hæfa frambjóðendur. Þar með þarf enginn að óttast utanaðkomandi skemmdarverk. Það er styrkur stjórnmálaflokka, að sýna í verki að þeir þori að treysta fólki. Besta aðferðin til að öðlast þann styrk er, að flokkar opni faðminn og sýni í verki, - að þeir treysti kjósendum, - að þeir þori að veita þeim aðild að þeirri ákvörðun, að raða fólki á framboðslista - að þeir þori að veita fólki vald til að hafa áhrif í flokknum sem það ætlar að kjósa. Nái tillaga formanns Samfylkingarinnar og stjórnar hennar um opið prófkjör fram að ganga, þá væri komin svipuð staða og var þegar Samfylkingin fékk 20 þingmenn. Í prédikaranum segir: „Öllu er afmörkuð stund og sérhver hlutur undir sólinni hefur sinn tíma,“ „Að rífa niður hefur sinn tíma , að byggja upp hefur sinn tíma.“ Nú er tími til að byggja upp. Ekki að rífa niður. Nú er tími jafnaðarflokka að safna fólki í öflugar umbótahreyfingar undir merkjum lýðræðis og jafnaðarstefnu. „Fólkið horfir til okkar við megum ekki bregðast því núna.“ Sagði formaður Samfylkingarinnar. Höfundur er jafnaðarmaður.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun