Mun Alþingi fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar 7. október 2024 14:31 Ég hef í dag sent Forseta Íslands bréf þar sem athygli hennar er vakin á umsögn um Fjárlagafrumvarp 2025 sem Alþjóðastofnunin Friður 2000 hefur sent Alþingi vegna ráðgerðs stuðnings við vopnakaup og hernað uppá nær 7 milljarða króna. Umsögnin er birt í heild á síðunni www.austurvollur.is Forsetin er hvött til að kynna sér þessa umsögn vel sem unnin var í samstarfi fleiri aðila sem komust að þeirri niðurstöðu að hver sá þingmaður sem styður slík vopnakaup myndi um leið að fremja landráð þar sem vopnakaupin eru til stuðnings við styrjöld erlends ríkis á erlendri grund sem hefur ekkert með varnir Íslands að gera og sem í raun grefur undan öryggi þjóðarinnar. Slíkt athæfi fellur undir landráð samkvæmt almennum hegningarlögum. Undirriti forseti Íslands frumvarpið og veiti þannig heimild til slíkra vopnakaupa er forsetinn að svíkja sína kjósendur með afgerandi hætti og vísvitandi að fremja landráð. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er á móti vopnakaupum Vopnakaupin eru þvert á þjóðarvilja og þá yfirlýstu friðarstefnu sem Halla Tómasdóttir boðaði framboði sínu til forseta Íslands. Í umsögninni til Alþingis segir: Forsetinn lýsti því yfir í sínu framboði fyrir aðeins örfáum mánuðum síðan að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar sé á móti þátttöku í stríði og vopnakaupum. Frú forseti lýsti því jafnframt yfir að vopnakaup væru stórt mál sem varðar hagsmuni þjóðarinnar og næstu kynslóða og það væri eitt af grunngildum þjóðarinnar að vera friðsöm. Hún sagði að taka þátt í vopnakaupum væri hættulegasta öryggisstefnan sem þjóðin gæti tekið og öruggasta stefnan væri að taka ekki þátt í þessum átökum. Sjá má myndband á síðunni www.austurvollur.is þar sem Halla talar fyrir friði og gegn vopnakaupum og lýsir því að hún hafi talað við fólk og hlustað við fólk úr öllum samfélagshópum og kynslóðum um allt land sem hafi tekið undir með henni að vilja frið og hafni vopnakaupum. Malsskotsréttur „Hvað mig varðar myndi ég vilja hlusta vel á þjóðina. Og ef ég skynjaði að um stór mál væri að ræða sem varða hagsmuni þjóðarinnar og næstu kynslóða, myndi ég vilja gefa þjóðinni úrslitaatkvæði ef svo virtist sem þingið væri að ganga úr takti við gildi og vilja þjóðarinnar.“ sagði Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi í forystusæti RÚV. Forseti Íslands sem öryggisventill þjóðarinnar á Bessastöðum hefur ekki annað val en að vísa vopnakaupum í þjóðaratkvæðagreiðslu Það er því ljóst að forseti Íslands hefur ekkert val um annað en hafna fjárlögum með vopnakaupum ætli forsetinn ekki að svíkja sína kjósendur og fremja landráð. Forsetinn þarf einnig að taka tillit til þess að gjá hefur nú myndast á milli þings og þjóðar þegar sú staða er komin upp að meirihluti alþingismanna hefur ekki stuðning þjóðarinnar samanber ítrekaðar kannanir við fylgi ríkisstjórnarflokkana að undanförnu.Ljóst má vera að þjóðin mun hafna vopnakaupum í þjóðaratkvæðagreiðslu því slíkar aðgerðir grafa undan öryggi þjóðarinnar og fjármunum okkar er betur varið í annað eins og forseti Íslands kynnti þjóðinni í forsetaframboði sínu fyrr á árinu. Tafarlausar friðarviðræður við Rússland Við vonum að alþingismenn sjái að sér og fjarlægi vopnakaup og stuðning við hernað úr fjárlagafrumvarpinu áður en það er sent friðarforsetanum á Bessastöðum og þess í stað að setja á fót átak undir forystu forseta Íslands til að hefja tafarlaust friðarviðræður við Rússland. Umsögnin er hægt að lesa í heild á vefnum austurvollur.is https://austurvollur.is/frettir/mun-althingi-fremja-landrad/ Höfundur er stofnandi Friðar 2000. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Magnússon Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Ég hef í dag sent Forseta Íslands bréf þar sem athygli hennar er vakin á umsögn um Fjárlagafrumvarp 2025 sem Alþjóðastofnunin Friður 2000 hefur sent Alþingi vegna ráðgerðs stuðnings við vopnakaup og hernað uppá nær 7 milljarða króna. Umsögnin er birt í heild á síðunni www.austurvollur.is Forsetin er hvött til að kynna sér þessa umsögn vel sem unnin var í samstarfi fleiri aðila sem komust að þeirri niðurstöðu að hver sá þingmaður sem styður slík vopnakaup myndi um leið að fremja landráð þar sem vopnakaupin eru til stuðnings við styrjöld erlends ríkis á erlendri grund sem hefur ekkert með varnir Íslands að gera og sem í raun grefur undan öryggi þjóðarinnar. Slíkt athæfi fellur undir landráð samkvæmt almennum hegningarlögum. Undirriti forseti Íslands frumvarpið og veiti þannig heimild til slíkra vopnakaupa er forsetinn að svíkja sína kjósendur með afgerandi hætti og vísvitandi að fremja landráð. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er á móti vopnakaupum Vopnakaupin eru þvert á þjóðarvilja og þá yfirlýstu friðarstefnu sem Halla Tómasdóttir boðaði framboði sínu til forseta Íslands. Í umsögninni til Alþingis segir: Forsetinn lýsti því yfir í sínu framboði fyrir aðeins örfáum mánuðum síðan að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar sé á móti þátttöku í stríði og vopnakaupum. Frú forseti lýsti því jafnframt yfir að vopnakaup væru stórt mál sem varðar hagsmuni þjóðarinnar og næstu kynslóða og það væri eitt af grunngildum þjóðarinnar að vera friðsöm. Hún sagði að taka þátt í vopnakaupum væri hættulegasta öryggisstefnan sem þjóðin gæti tekið og öruggasta stefnan væri að taka ekki þátt í þessum átökum. Sjá má myndband á síðunni www.austurvollur.is þar sem Halla talar fyrir friði og gegn vopnakaupum og lýsir því að hún hafi talað við fólk og hlustað við fólk úr öllum samfélagshópum og kynslóðum um allt land sem hafi tekið undir með henni að vilja frið og hafni vopnakaupum. Malsskotsréttur „Hvað mig varðar myndi ég vilja hlusta vel á þjóðina. Og ef ég skynjaði að um stór mál væri að ræða sem varða hagsmuni þjóðarinnar og næstu kynslóða, myndi ég vilja gefa þjóðinni úrslitaatkvæði ef svo virtist sem þingið væri að ganga úr takti við gildi og vilja þjóðarinnar.“ sagði Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi í forystusæti RÚV. Forseti Íslands sem öryggisventill þjóðarinnar á Bessastöðum hefur ekki annað val en að vísa vopnakaupum í þjóðaratkvæðagreiðslu Það er því ljóst að forseti Íslands hefur ekkert val um annað en hafna fjárlögum með vopnakaupum ætli forsetinn ekki að svíkja sína kjósendur og fremja landráð. Forsetinn þarf einnig að taka tillit til þess að gjá hefur nú myndast á milli þings og þjóðar þegar sú staða er komin upp að meirihluti alþingismanna hefur ekki stuðning þjóðarinnar samanber ítrekaðar kannanir við fylgi ríkisstjórnarflokkana að undanförnu.Ljóst má vera að þjóðin mun hafna vopnakaupum í þjóðaratkvæðagreiðslu því slíkar aðgerðir grafa undan öryggi þjóðarinnar og fjármunum okkar er betur varið í annað eins og forseti Íslands kynnti þjóðinni í forsetaframboði sínu fyrr á árinu. Tafarlausar friðarviðræður við Rússland Við vonum að alþingismenn sjái að sér og fjarlægi vopnakaup og stuðning við hernað úr fjárlagafrumvarpinu áður en það er sent friðarforsetanum á Bessastöðum og þess í stað að setja á fót átak undir forystu forseta Íslands til að hefja tafarlaust friðarviðræður við Rússland. Umsögnin er hægt að lesa í heild á vefnum austurvollur.is https://austurvollur.is/frettir/mun-althingi-fremja-landrad/ Höfundur er stofnandi Friðar 2000.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar