Gylfi Þór ekki í hóp Vals í gær en á landsliðsæfingu í dag Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. október 2024 20:16 Gylfi Þór á æfingu dagsins. KSÍ Gylfi Þór Sigurðsson var ekki með Val í leiknum gegn Breiðabliki í Bestu deild karla í fótbolta á sunnudag en var hins vegar mættur á æfingu A-landsliðs Íslands sem undirbýr sig nú fyrir leik gegn Wales í Þjóðadeildinni síðar í vikunni. Gylfi Þór var ekki í leikmannahóp Vals sem mætti á Kópavogsvöll í gær. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli sem þýddi staðan er óbreytt á toppi Bestu deildarinnar. Víkingur og Breiðablik eru jöfn á toppnum á meðan Valur er með stigi meira en Stjarnan í baráttunni um Evrópusæti. Fyrir leik var Túfa (Srdjan Tufegdzic), þjálfari Vals, spurður út í fjarveru Gylfa Þórs. Þjálfarinn sagði hann vera að glíma við bakmeiðsli og játti því svo þegar hann var spurður hvort landsliðsvikan hjá Gylfa Þór væri í hættu. „Okkur vantar fullt af mönnum í dag, en það er mikil samstaða, mikið stolt og mikil vinnusemi í liðinu. Það er jákvætt að fá lendsleikjapásu núna. Þetta eru tvær vikur þar sem ég vona að við munum endurheimta einhverja leikmenn,“ sagði Túfa eftir leik. Fyrr í dag, mánudag, birti Knattspyrnusamband Íslands myndir af landsliðsæfingu frá því í dag og þar var Gylfi Þór mættur. Hversu mikið hann var með á æfingunni er ekki ljóst þegar þetta er skrifað. https://www.visir.is/g/20242630541d/uppgjorid-breidablik-valur-2-2-obreytt-stada-a-toppnum-eftir-jafntefli-a-kopavogsvelli Hinn 35 ára gamli Gylfi Þór hefur spilað 82 A-landsleiki og skorað í þeim 27 mörk, er hann markahæsti leikmaður í sögu íslenska karlalandsliðsins. Miðjumaðurinn var í byrjunarliði Íslands í 2-0 sigrinum á Svartfjallalandi í síðasta mánuði sem og tapinu gegn Tyrklandi. Hvað Val varðar hefur Gylfi Þór spilað 20 leiki í sumar og skorað 10 mörk. Íslands mætir Wales á föstudaginn kemur, 18. október. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst 18.15. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Landslið karla í fótbolta Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Körfubolti Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Sjá meira
Gylfi Þór var ekki í leikmannahóp Vals sem mætti á Kópavogsvöll í gær. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli sem þýddi staðan er óbreytt á toppi Bestu deildarinnar. Víkingur og Breiðablik eru jöfn á toppnum á meðan Valur er með stigi meira en Stjarnan í baráttunni um Evrópusæti. Fyrir leik var Túfa (Srdjan Tufegdzic), þjálfari Vals, spurður út í fjarveru Gylfa Þórs. Þjálfarinn sagði hann vera að glíma við bakmeiðsli og játti því svo þegar hann var spurður hvort landsliðsvikan hjá Gylfa Þór væri í hættu. „Okkur vantar fullt af mönnum í dag, en það er mikil samstaða, mikið stolt og mikil vinnusemi í liðinu. Það er jákvætt að fá lendsleikjapásu núna. Þetta eru tvær vikur þar sem ég vona að við munum endurheimta einhverja leikmenn,“ sagði Túfa eftir leik. Fyrr í dag, mánudag, birti Knattspyrnusamband Íslands myndir af landsliðsæfingu frá því í dag og þar var Gylfi Þór mættur. Hversu mikið hann var með á æfingunni er ekki ljóst þegar þetta er skrifað. https://www.visir.is/g/20242630541d/uppgjorid-breidablik-valur-2-2-obreytt-stada-a-toppnum-eftir-jafntefli-a-kopavogsvelli Hinn 35 ára gamli Gylfi Þór hefur spilað 82 A-landsleiki og skorað í þeim 27 mörk, er hann markahæsti leikmaður í sögu íslenska karlalandsliðsins. Miðjumaðurinn var í byrjunarliði Íslands í 2-0 sigrinum á Svartfjallalandi í síðasta mánuði sem og tapinu gegn Tyrklandi. Hvað Val varðar hefur Gylfi Þór spilað 20 leiki í sumar og skorað 10 mörk. Íslands mætir Wales á föstudaginn kemur, 18. október. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst 18.15.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Landslið karla í fótbolta Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Körfubolti Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Sjá meira