Er fólk ungt eða gamalt? Halldór S. Guðmundsson, Sigurveig H. Sigurðardóttir og Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifa 9. október 2024 08:03 Viðhorf og flokkun fólks í unga og gamla, endurspeglast í daglegum samskiptum fólks og líka hvernig við lítum á okkur sjálf. Eitt af því áhugaverða við almenn viðhorf gagnvart aldri, er að þau lýsa ekki aðeins afstöðu til einhvers annars – heldur gjarnan líka óttanum sem við sjálf erum að kljást við gagnvart öldrun og eldra fólki. Niðurstöður evrópskra rannsókna benda til að almenningur í Evrópu telji að yngri hluta æviskeiðsins ljúki milli þrítugs og fimmtugs og að gamals - aldur hefjist einhvern tíma á milli 51-66 ára. Upp úr fimmtugu verður fólk svo oftlega vart við aldursfordóma sem endurspeglast í aðgreiningu sem kemur fram í hugsun, væntingum, orðum og framkomu. Sérstaða aldurstengdra fordóma er að þeir snúa ekki bara að „öðru fólki eða hinum“, heldur varða okkur sjálf. Afstaðan byggir gjarnan á undirliggjandi ótta við að verða gamall, þó svo allflestir sjái fyrir sér eða óski sér þess að lifa lengi og helst til hárrar og heilbrigðrar elli. Þessar tvær hliðar aldursfordóma eru sérstakar, því iðulega snúast fordómar okkar og staðalmyndir um að aðgreina okkur frá tilteknum hópi eða samfélagi sem við sjáum ekki fyrir okkur að tilheyra eða verða hluti af. En það á ekki við um aldur og aldursfordóma – við eldumst og verðum því innan tíðar hluti af hópnum sem aldursfordómarnir beinast að. Í dag 9. október er dagur vitundarvakningar um aldurfordóma og hvatt er til að hvert og eitt og við sem samfélag, veitum staðalímyndum og aldurstengdum fordómum okkar sérstaka athygli. Aldursfordómar eða það sem líka er kallað aldurshyggja, vísar til staðalímynda (hvernig við hugsum), fordóma (hvernig okkur líður) og mismununar (hvernig við hegðum okkur) gagnvart öðrum eða sjálfum okkur á grundvelli aldurs. Hvers vegna að vinna gegn aldursfordómum? Jú af því aldursfordómar eru meiðandi og skaðlegir fyrir líkamlega, andlega og félagslega heilsu fólks, hafa neikvæð áhrif á sjálfsmynd þess, auka útgjöld samfélagsins til heilbrigðis- og félagsmála, ýta undir einmanaleika og skerða lífsgæði og líftíma einstaklinga. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar er eitt af fjórum áhersluatriðum áratugarins um heilbrigða öldrun 2020-2030, að vinna gegn aldursfordómum. Hér á landi felur það meðal annars í sér breyttar samfélagslegar áherslur í þjónustu við eldra fólk, aldursvænna samfélag og jafnvel afnám ýmissa lagaákvæða og reglna sem skerða réttindi og mannvirðingu eldra fólks. Í stað umræðu út frá veikleikum og kostnaði, þarf að tala út frá styrkleikum og heilbrigði eldra fólks og framlags þess til samfélagsins og menningarlífs og stuðnings milli kynslóðanna. Horfa skuli til styrkleika, og þátttöku, endurmeta hugsun og hegðun okkar og hvetja til virkni og samfélagslegs ávinnings af reynslumiklu fólki sem býr flest við góða heilsu. Ágæti lesandi, hvort sem þú er ungur eða gamall – vandaðu orð þín, hugsun og athafnir - því allt snýst það um hvernig þér líður og muni líða í framtíðinni. Halldór S. GuðmundssonSigurveig H. SigurðardóttirSirrý Sif Sigurlaugardóttir Höfundar er allir félagsráðgjafar og starfandi við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Viðhorf og flokkun fólks í unga og gamla, endurspeglast í daglegum samskiptum fólks og líka hvernig við lítum á okkur sjálf. Eitt af því áhugaverða við almenn viðhorf gagnvart aldri, er að þau lýsa ekki aðeins afstöðu til einhvers annars – heldur gjarnan líka óttanum sem við sjálf erum að kljást við gagnvart öldrun og eldra fólki. Niðurstöður evrópskra rannsókna benda til að almenningur í Evrópu telji að yngri hluta æviskeiðsins ljúki milli þrítugs og fimmtugs og að gamals - aldur hefjist einhvern tíma á milli 51-66 ára. Upp úr fimmtugu verður fólk svo oftlega vart við aldursfordóma sem endurspeglast í aðgreiningu sem kemur fram í hugsun, væntingum, orðum og framkomu. Sérstaða aldurstengdra fordóma er að þeir snúa ekki bara að „öðru fólki eða hinum“, heldur varða okkur sjálf. Afstaðan byggir gjarnan á undirliggjandi ótta við að verða gamall, þó svo allflestir sjái fyrir sér eða óski sér þess að lifa lengi og helst til hárrar og heilbrigðrar elli. Þessar tvær hliðar aldursfordóma eru sérstakar, því iðulega snúast fordómar okkar og staðalmyndir um að aðgreina okkur frá tilteknum hópi eða samfélagi sem við sjáum ekki fyrir okkur að tilheyra eða verða hluti af. En það á ekki við um aldur og aldursfordóma – við eldumst og verðum því innan tíðar hluti af hópnum sem aldursfordómarnir beinast að. Í dag 9. október er dagur vitundarvakningar um aldurfordóma og hvatt er til að hvert og eitt og við sem samfélag, veitum staðalímyndum og aldurstengdum fordómum okkar sérstaka athygli. Aldursfordómar eða það sem líka er kallað aldurshyggja, vísar til staðalímynda (hvernig við hugsum), fordóma (hvernig okkur líður) og mismununar (hvernig við hegðum okkur) gagnvart öðrum eða sjálfum okkur á grundvelli aldurs. Hvers vegna að vinna gegn aldursfordómum? Jú af því aldursfordómar eru meiðandi og skaðlegir fyrir líkamlega, andlega og félagslega heilsu fólks, hafa neikvæð áhrif á sjálfsmynd þess, auka útgjöld samfélagsins til heilbrigðis- og félagsmála, ýta undir einmanaleika og skerða lífsgæði og líftíma einstaklinga. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar er eitt af fjórum áhersluatriðum áratugarins um heilbrigða öldrun 2020-2030, að vinna gegn aldursfordómum. Hér á landi felur það meðal annars í sér breyttar samfélagslegar áherslur í þjónustu við eldra fólk, aldursvænna samfélag og jafnvel afnám ýmissa lagaákvæða og reglna sem skerða réttindi og mannvirðingu eldra fólks. Í stað umræðu út frá veikleikum og kostnaði, þarf að tala út frá styrkleikum og heilbrigði eldra fólks og framlags þess til samfélagsins og menningarlífs og stuðnings milli kynslóðanna. Horfa skuli til styrkleika, og þátttöku, endurmeta hugsun og hegðun okkar og hvetja til virkni og samfélagslegs ávinnings af reynslumiklu fólki sem býr flest við góða heilsu. Ágæti lesandi, hvort sem þú er ungur eða gamall – vandaðu orð þín, hugsun og athafnir - því allt snýst það um hvernig þér líður og muni líða í framtíðinni. Halldór S. GuðmundssonSigurveig H. SigurðardóttirSirrý Sif Sigurlaugardóttir Höfundar er allir félagsráðgjafar og starfandi við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands.
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun