Drottningin baðst afsökunar á því að geta ekki boðið betra veður Lovísa Arnardóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 8. október 2024 08:50 Forseta- og konungshjónin hittust á að gömlu tollbryggjunni í Kaupmannahöfn í morgun. Vísir/AP Ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Danmerkur hófst í dag. Forsetahjónin komu siglandi að gömlu tollbryggjunni í Kaupmannahöfn klukkan tíu að staðartíma þar sem konungshjónin, Friðrik X og kona hans Mary, tóku á móti þeim. Almenningi var boðið að fylgjast með komu þeirra við bryggjuna. Skömmu en forsetahjónin komu siglandi voru mættir tugir úr hirð konungs á hestum. Sendinefndir frá Íslandi og Danmörku tóku á móti þeim við rauðan dregil og konungshjónin sjálf. Þau heilsuðust og virtist fara vel á með þeim. Mary drottning baðst afsökunar á því að geta ekki beðið þeim upp á betra veður.Í Kaupmannahöfn er þokukennt veður, rakt og von á rigningu. Þau spjölluðu í dálitla stund, heilsuðu sendinefndunum og settust svo upp í hestakerruna. Með kerrunni fóru þau svo til formlegrar móttökuathafnar við Amalíuborgarhöll, með stuttri viðkomu í borgarvirkinu, Kastellet, þar sem blóm verða lögð að minnisvarða. Mikill fjöldi er samankominn til að fylgjast með.Vísir/Elín Margrét Fjallað er um heimsóknina á vef danska ríkisútvarpsins í dag. Þar segir að konungshjónin fái það hlutverk að viðhalda góðu sambandi Íslendinga og Dana. Margréti Danadrottningu hafi tekist að milda sambandið eftir að Íslendingar lýstu yfir sjálfstæði 1944 þegar Íslendingar sögðu skilið við konunginn. Í frétt DR er meðal annars fjallað um heimsókn Vigdísar Finnbogadóttur til Danmerkur árið 1981. Sameiginlegur blaðamannafundur Vigdísar og Margrétar Þórhildar hafi endað í einskonar uppistandi þar sem blaðamenn skiptust á að hlæja að leiðtogunum tveimur. Friðrik X Danakonungur tók vel á móti Höllu á gömu tollbryggjunni í morgun.Vísir/AP Konungs- og forsetahjónin fái það hlutverk í dag að fylgja eftir þessum fundi og stemningunni á honum. Í tilkynningu um heimsóknina kom fram að eftir heimsóknina í borgarvirkið fari forsetahjónin ásamt konungshjónunum í Jónshús. Það verður í fyrsta sinn sem þjóðhöfðingi Danmerkur sækir menningarmiðstöð Íslands í Kaupmannahöfn heim. Heimsóknin er fyrsta ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur en hefð er fyrir því að fyrsta heimsókn nýs forseta í embætti sé til Danmerkur. Þetta er jafnframt fyrsta ríkisheimsókn Friðriks X Danakonungs í hlutverki gestgjafa eftir að hann varð konungur í janúar á þessu ári. Markmið heimsóknarinnar er að styrkja söguleg tengsl Íslands og Danmerkur og efla enn frekar hið nána samband þjóðanna að því er segir í tilkynningu frá embætti forseta Íslands. Danmörk Forseti Íslands Kóngafólk Friðrik X Danakonungur Halla Tómasdóttir Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Sjá meira
Almenningi var boðið að fylgjast með komu þeirra við bryggjuna. Skömmu en forsetahjónin komu siglandi voru mættir tugir úr hirð konungs á hestum. Sendinefndir frá Íslandi og Danmörku tóku á móti þeim við rauðan dregil og konungshjónin sjálf. Þau heilsuðust og virtist fara vel á með þeim. Mary drottning baðst afsökunar á því að geta ekki beðið þeim upp á betra veður.Í Kaupmannahöfn er þokukennt veður, rakt og von á rigningu. Þau spjölluðu í dálitla stund, heilsuðu sendinefndunum og settust svo upp í hestakerruna. Með kerrunni fóru þau svo til formlegrar móttökuathafnar við Amalíuborgarhöll, með stuttri viðkomu í borgarvirkinu, Kastellet, þar sem blóm verða lögð að minnisvarða. Mikill fjöldi er samankominn til að fylgjast með.Vísir/Elín Margrét Fjallað er um heimsóknina á vef danska ríkisútvarpsins í dag. Þar segir að konungshjónin fái það hlutverk að viðhalda góðu sambandi Íslendinga og Dana. Margréti Danadrottningu hafi tekist að milda sambandið eftir að Íslendingar lýstu yfir sjálfstæði 1944 þegar Íslendingar sögðu skilið við konunginn. Í frétt DR er meðal annars fjallað um heimsókn Vigdísar Finnbogadóttur til Danmerkur árið 1981. Sameiginlegur blaðamannafundur Vigdísar og Margrétar Þórhildar hafi endað í einskonar uppistandi þar sem blaðamenn skiptust á að hlæja að leiðtogunum tveimur. Friðrik X Danakonungur tók vel á móti Höllu á gömu tollbryggjunni í morgun.Vísir/AP Konungs- og forsetahjónin fái það hlutverk í dag að fylgja eftir þessum fundi og stemningunni á honum. Í tilkynningu um heimsóknina kom fram að eftir heimsóknina í borgarvirkið fari forsetahjónin ásamt konungshjónunum í Jónshús. Það verður í fyrsta sinn sem þjóðhöfðingi Danmerkur sækir menningarmiðstöð Íslands í Kaupmannahöfn heim. Heimsóknin er fyrsta ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur en hefð er fyrir því að fyrsta heimsókn nýs forseta í embætti sé til Danmerkur. Þetta er jafnframt fyrsta ríkisheimsókn Friðriks X Danakonungs í hlutverki gestgjafa eftir að hann varð konungur í janúar á þessu ári. Markmið heimsóknarinnar er að styrkja söguleg tengsl Íslands og Danmerkur og efla enn frekar hið nána samband þjóðanna að því er segir í tilkynningu frá embætti forseta Íslands.
Danmörk Forseti Íslands Kóngafólk Friðrik X Danakonungur Halla Tómasdóttir Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Sjá meira