Koma sér í skjól undan fellibylnum Milton Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2024 12:39 Drengur með hund býr sig undir að yfirgefa heimili sitt í Port Richey í Flórída vegna fellibyljarins Miltons. Á hlera fyrir glugga er letrað „Burt með þig, Milton“. AP/Mike Carlson Meira en þrjár milljónir manna búa á Tampa-svæðinu á vesturströnd Flórída þangað sem fellibylurinn stefnir nú. Fólk er byrjað að koma sér undan þar en innan við tvær vikur eru frá því að fellibylurinn Helena olli eyðileggingu í Flórída og víðar. Milton breyttist úr hitabeltislægð í fimmta stigs fellibyl á aðeins sólarhring í gær. Hann var færður niður á fjórða stig í nýjustu uppfærslu Fellibyljastofnunar Bandaríkjanna í morgun. Reuters-fréttastofan segir að þó að búist sé við áframhaldandi sveiflum í styrkleika Miltons sé enn varað við hamfarakenndum afleiðingum hans fyrir byggð í Flórída. Vindhraði hefur mælst um sjötíu metrar á sekúndu yfir Mexíkóflóa. Búist er við allt að þriggja til fjögurra og hálfs metra sjávarfloðum meðfram hundruðum kílómetra af strandlengjunni norðan og sunnan við Tampa-flóa á vesturströnd Flórída. Þá má reikna með því að rafmagni slái út þar sem fellibylurinn fer yfir, jafnvel í fleiri daga. Bylurinn er þegar byrjaður að láta til sín taka á Júkatanskaga í Mexíkó. Milljón manns hefur verið sagt að yfirgefa heimili sín þar. Gröfumaður hreinsar upp brak eftir fellibylinn Helenu í bænum Clearwater Beach í Flórída í gær. Brakið gæti skapað hættu þegar fellibylurinn Milton gengur yfir í vikunni.AP/Chris O'Meara Ekki hægt að ná til þeirra sem halda kyrru fyrir Íbúum í sýslum á láglendi á vesturströnd Flórída hefur verið sagt að leita sér skjóls hærra yfir sjávarmáli. Í Pinellas-sýslu, sem borgin St. Petersburg tilheyrir, hefur hálfri milljón manna verið sagt að flýja og 416.000 manns til viðbótar í Lee-sýslu. Skipað hefur verið fyrir um rýmingar í að minnsta kosti sex sýslum til viðbótar, þar á meðal í Hillsborough-sýslu þar sem Tampa-borg er. „Tíminn fer að renna út mjög fljótt,“ sagði Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, þegar hann hvatti fólk til þess að flýja undan fellibylnum í morgun. Ekki væri hægt að ná í fólk sem héldi kyrru fyrir. Á fjórða tug neyðarskýla hafa verið opnaðir fyrir fólk á flótta. Veðurfræðingar búast við því að Milton verði af fellibylsstyrk allan tímann sem hann gengur yfir Flórídaskagann. Hann á að koma á land annað kvöld. Afar fátítt er að fellibyljir sem myndast á Mexíkóflóa gangi til austurs og fari yfir vesturströnd Flórída. Þá á stigmögnun fellibyljarins sér fá fordæmi. Íbúar í vestanverðu Flórída sleikja enn sár sín eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir fyrir innan við tveimur vikum. Varað hefur verið við því að brak sem Helena skyldi eftir sér geti skapað stórhættu þegar það tekst á loft í ofsaveðrinu sem stefnir á svæðið. Á þriðja hundrað manns fórust í Flórída og fleiri ríkjum í suðaustanverðum Bandaríkjunum þegar Helena gekk yfir. Bandaríkin Náttúruhamfarir Loftslagsmál Fellibylurinn Milton Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Milton breyttist úr hitabeltislægð í fimmta stigs fellibyl á aðeins sólarhring í gær. Hann var færður niður á fjórða stig í nýjustu uppfærslu Fellibyljastofnunar Bandaríkjanna í morgun. Reuters-fréttastofan segir að þó að búist sé við áframhaldandi sveiflum í styrkleika Miltons sé enn varað við hamfarakenndum afleiðingum hans fyrir byggð í Flórída. Vindhraði hefur mælst um sjötíu metrar á sekúndu yfir Mexíkóflóa. Búist er við allt að þriggja til fjögurra og hálfs metra sjávarfloðum meðfram hundruðum kílómetra af strandlengjunni norðan og sunnan við Tampa-flóa á vesturströnd Flórída. Þá má reikna með því að rafmagni slái út þar sem fellibylurinn fer yfir, jafnvel í fleiri daga. Bylurinn er þegar byrjaður að láta til sín taka á Júkatanskaga í Mexíkó. Milljón manns hefur verið sagt að yfirgefa heimili sín þar. Gröfumaður hreinsar upp brak eftir fellibylinn Helenu í bænum Clearwater Beach í Flórída í gær. Brakið gæti skapað hættu þegar fellibylurinn Milton gengur yfir í vikunni.AP/Chris O'Meara Ekki hægt að ná til þeirra sem halda kyrru fyrir Íbúum í sýslum á láglendi á vesturströnd Flórída hefur verið sagt að leita sér skjóls hærra yfir sjávarmáli. Í Pinellas-sýslu, sem borgin St. Petersburg tilheyrir, hefur hálfri milljón manna verið sagt að flýja og 416.000 manns til viðbótar í Lee-sýslu. Skipað hefur verið fyrir um rýmingar í að minnsta kosti sex sýslum til viðbótar, þar á meðal í Hillsborough-sýslu þar sem Tampa-borg er. „Tíminn fer að renna út mjög fljótt,“ sagði Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, þegar hann hvatti fólk til þess að flýja undan fellibylnum í morgun. Ekki væri hægt að ná í fólk sem héldi kyrru fyrir. Á fjórða tug neyðarskýla hafa verið opnaðir fyrir fólk á flótta. Veðurfræðingar búast við því að Milton verði af fellibylsstyrk allan tímann sem hann gengur yfir Flórídaskagann. Hann á að koma á land annað kvöld. Afar fátítt er að fellibyljir sem myndast á Mexíkóflóa gangi til austurs og fari yfir vesturströnd Flórída. Þá á stigmögnun fellibyljarins sér fá fordæmi. Íbúar í vestanverðu Flórída sleikja enn sár sín eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir fyrir innan við tveimur vikum. Varað hefur verið við því að brak sem Helena skyldi eftir sér geti skapað stórhættu þegar það tekst á loft í ofsaveðrinu sem stefnir á svæðið. Á þriðja hundrað manns fórust í Flórída og fleiri ríkjum í suðaustanverðum Bandaríkjunum þegar Helena gekk yfir.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Loftslagsmál Fellibylurinn Milton Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira