Trump sendi Pútín kóvidpróf á laun Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2024 15:10 Trump tekur í hönd Pútín á alræmdum fundi þeirra í Helsinki árið 2018. Á sameiginlegum blaðamannafundi sagðist Trump taka orð Pútín fram yfir bandarísku leyniþjónustunnar. Vísir/EPA Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, sendi Vladímír Pútín, forseta Rússlands, tæki til þess að greina kórónuveirusmit þegar skortur var á þeim í heiminum árið 2020. Pútín bað Trump um að halda sendingunni leyndri. Þetta kemur fram í „Stríði“, nýrri bók Bobs Woodward, bandaríska blaðamannsins sem varð heimsfrægur fyrir að afhjúpa Watergate-hneyksli Richards Nixon á áttunda áratug síðustu aldar. Bókin er sögð byggja á samtölum Woodward við heimildarmenn sem höfðu beina aðkomu að þeim atvikum sem þeir lýsa, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. Á meðal þess eru samskipti Trump og Pútín þegar kórónuveiruheimsfaraldurinn var í algleymingi árið 2020. Þá sendi Trump tæki til þess að greina Covid-smit til Pútín til persónulegra nota. Rússneski forsetinn hafi beðið Trump um að segja ekki frá því opinberlega. „Gerðu það ekki segja neinum að þú sendir mér þetta,“ sagði Pútín við Trump samkvæmt bók Woodard. „Mér er alveg sama. Allt í fína,“ svaraði Trump. „Nei, nei. Ég vil ekki að þú segir neinum vegna þess að fólk verður reitt við þig, ekki við mig. Þeim er sama um mig,“ sagði Pútín þá. Hafa haldið sambandi Þeir Pútín og Trump eru sagðir hafa haldið sambandi eftir að Trump lét af embætti forseta árið 2021. Þeir hafi rætt saman í síma allt að sjö sinnum. Það hefur Woodward eftir ráðgjafa fyrrverandi forsetans. Jason Miller, einn aðalráðgjafi Trump, sagði Woodward að hann vissi ekki til þess að þeir Pútín hefðu verið í sambandi eftir að kjörtímabili hans sem forseta lauk. Hann hefði ekki heyrt af því sjálfur. Yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar svaraði því ekki beint hvort hann hefði vitneskju um möguleg samskipti Pútín og Trump síðustu árin. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Vladimír Pútín Rússland Bandaríkin Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Sjá meira
Þetta kemur fram í „Stríði“, nýrri bók Bobs Woodward, bandaríska blaðamannsins sem varð heimsfrægur fyrir að afhjúpa Watergate-hneyksli Richards Nixon á áttunda áratug síðustu aldar. Bókin er sögð byggja á samtölum Woodward við heimildarmenn sem höfðu beina aðkomu að þeim atvikum sem þeir lýsa, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. Á meðal þess eru samskipti Trump og Pútín þegar kórónuveiruheimsfaraldurinn var í algleymingi árið 2020. Þá sendi Trump tæki til þess að greina Covid-smit til Pútín til persónulegra nota. Rússneski forsetinn hafi beðið Trump um að segja ekki frá því opinberlega. „Gerðu það ekki segja neinum að þú sendir mér þetta,“ sagði Pútín við Trump samkvæmt bók Woodard. „Mér er alveg sama. Allt í fína,“ svaraði Trump. „Nei, nei. Ég vil ekki að þú segir neinum vegna þess að fólk verður reitt við þig, ekki við mig. Þeim er sama um mig,“ sagði Pútín þá. Hafa haldið sambandi Þeir Pútín og Trump eru sagðir hafa haldið sambandi eftir að Trump lét af embætti forseta árið 2021. Þeir hafi rætt saman í síma allt að sjö sinnum. Það hefur Woodward eftir ráðgjafa fyrrverandi forsetans. Jason Miller, einn aðalráðgjafi Trump, sagði Woodward að hann vissi ekki til þess að þeir Pútín hefðu verið í sambandi eftir að kjörtímabili hans sem forseta lauk. Hann hefði ekki heyrt af því sjálfur. Yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar svaraði því ekki beint hvort hann hefði vitneskju um möguleg samskipti Pútín og Trump síðustu árin.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Vladimír Pútín Rússland Bandaríkin Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Sjá meira