Handbolti

Vals­menn lágu í valnum eftir góða byrjun

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Magnús Óli var markahæstur í tapi Vals.
Magnús Óli var markahæstur í tapi Vals. Vísir / Hulda Margrét

Valur tapaði með sjö marka mun úti í Norður-Makedóníu, 33-26 gegn Varda Skopje. Það var Íslendingaslagur í hinum leik riðilsins en þar bar Melsungen sigur úr býtum gegn Porto. 

Valsmenn byrjuðu vel og skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins en eftir það lá leiðin niður á við. 

Heimamenn jöfnuðu fljótt og tóku svo afgerandi forystu um miðjan fyrri hálfleik þegar þeir skoruðu fjögur mörk í röð, staðan þá orðin 13-7. Þeir héldu svo fætinum á bensíngjöfinni og fóru inn í hálfleik með átta marka forystu, 19-11.

Valsmönnum tókst að minnka muninn örlítið í seinni hálfleik en voru aldrei nálægt því að jafna leikinn eða gera hann spennandi. Lokatölur 33-26. Magnús Óli Magnússon var markahæstur í liði Vals með 4 mörk.

Næsti andstæðingur Vals tapaði gegn Melsungen

Valur er í F-riðli Evrópudeildarinnar með Porto og Melsungen. Leikur þeirra endaði með fimm marka sigri Melsungen, 24-29.

Þorsteinn Leó Gunnarsson var í liði heimamanna Porto og skoraði 4 mörk úr fimmtíu prósent skotnýtingu. Elvar Örn Jónsson var í sigurliði gestanna Melsungen og skoraði 2 mörk, línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson spilaði einnig en komst ekki á blað.

Varda er því í efsta sæti með Melsungen rétt á eftir. Valur og Porto eru stigalaus og mætast á Hlíðarenda eftir viku.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×