„Ég veit að næsta lyftingaræfing verður öflug hjá þeim“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. október 2024 22:08 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, reiknar með hörku á næstu lyftingaræfingu liðsins. vísir / pawel FH tapaði með sjö marka mun, 37-30 gegn Toulouse, í fyrstu umferð Evrópukeppninnar. Sigursteinn Arndal, þjálfari liðsins, var ánægður með frammistöðuna í fjarveru lykilmanna. Hann segir getustigið hátt en FH sé í góðum séns og því mikilvægt að liðið njóti góðs stuðnings í næsta heimaleik eftir viku. „Ég ætla að leyfa mér að vera bara rosalegur stoltur af mínu liði. Við mætum hér til leiks með svakalegt hjarta. Verðum að átta okkur á því að við erum með leikmenn fædda 2008, 2007, 2006, í lykilhlutverkum en erum í hörkuleik á móti einu af tveimur bestu liðum Frakklands í dag. Ég er mjög stoltur af frammistöðunni hjá strákunum,“ sagði Sigursteinn í viðtali sem var tekið af fjölmiðlafulltrúa FH eftir leik og má í heild sinni sjá í spilaranum neðst í fréttinni. „Þetta er brutal level, það er refsað fyrir allt og í dag gerðum við of mikið af tæknilegum mistökum, og var refsað fyrir, en ég tek það ekki af mínu liði að það var ofboðslega mikið hjarta í þessu,“ hélt hann svo áfram. FH var án fyrirliðans Arons Pálmasonar, sem er frá vegna meiðsla, líkt og Ólafur Gústafsson sem ferðaðist heldur ekki út með liðinu. Ásbjörn Friðriksson og Ágúst Birgisson gengu þá ekki alveg heilir til skógar. Liðið stóð samt lengi vel í heimamönnum og getur tekið margt jákvætt með sér heim. „Fækka mistökum og vera agaðir. Við þurfum að vera fljótir að læra á þessu leveli en maður sér það strax í leik eins og þessum hvað það er mikilvægt fyrir okkur að taka þátt á þessu leveli. Allir þessir ungu leikmenn finna hvað þarf til, ég veit að næsta lyftingaræfing verður öflug hjá þeim því þeir fundu það hvað þarf til á þessu leveli.“ Sigursteinn nýtti tækifærið meðan það gafst til að hvetja aðdáendur liðsins og alla handboltaáhugamenn að flykkjast í Kaplakrika næsta þriðjudag, þegar FH tekur á móti Gummersbach og Valur tekur við Porto. „Ég verð stórkostlega svekktur ef það verður ekki troðfullur Kaplakriki… og biðla til fólks að tryggja sér miða sem allra, allra fyrst.“ Klippa: Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, eftir tap gegn Toulouse Evrópudeild karla í handbolta FH Mest lesið HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Fleiri fréttir Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Sjá meira
„Ég ætla að leyfa mér að vera bara rosalegur stoltur af mínu liði. Við mætum hér til leiks með svakalegt hjarta. Verðum að átta okkur á því að við erum með leikmenn fædda 2008, 2007, 2006, í lykilhlutverkum en erum í hörkuleik á móti einu af tveimur bestu liðum Frakklands í dag. Ég er mjög stoltur af frammistöðunni hjá strákunum,“ sagði Sigursteinn í viðtali sem var tekið af fjölmiðlafulltrúa FH eftir leik og má í heild sinni sjá í spilaranum neðst í fréttinni. „Þetta er brutal level, það er refsað fyrir allt og í dag gerðum við of mikið af tæknilegum mistökum, og var refsað fyrir, en ég tek það ekki af mínu liði að það var ofboðslega mikið hjarta í þessu,“ hélt hann svo áfram. FH var án fyrirliðans Arons Pálmasonar, sem er frá vegna meiðsla, líkt og Ólafur Gústafsson sem ferðaðist heldur ekki út með liðinu. Ásbjörn Friðriksson og Ágúst Birgisson gengu þá ekki alveg heilir til skógar. Liðið stóð samt lengi vel í heimamönnum og getur tekið margt jákvætt með sér heim. „Fækka mistökum og vera agaðir. Við þurfum að vera fljótir að læra á þessu leveli en maður sér það strax í leik eins og þessum hvað það er mikilvægt fyrir okkur að taka þátt á þessu leveli. Allir þessir ungu leikmenn finna hvað þarf til, ég veit að næsta lyftingaræfing verður öflug hjá þeim því þeir fundu það hvað þarf til á þessu leveli.“ Sigursteinn nýtti tækifærið meðan það gafst til að hvetja aðdáendur liðsins og alla handboltaáhugamenn að flykkjast í Kaplakrika næsta þriðjudag, þegar FH tekur á móti Gummersbach og Valur tekur við Porto. „Ég verð stórkostlega svekktur ef það verður ekki troðfullur Kaplakriki… og biðla til fólks að tryggja sér miða sem allra, allra fyrst.“ Klippa: Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, eftir tap gegn Toulouse
Evrópudeild karla í handbolta FH Mest lesið HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Fleiri fréttir Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Sjá meira