„Ég veit að næsta lyftingaræfing verður öflug hjá þeim“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. október 2024 22:08 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, reiknar með hörku á næstu lyftingaræfingu liðsins. vísir / pawel FH tapaði með sjö marka mun, 37-30 gegn Toulouse, í fyrstu umferð Evrópukeppninnar. Sigursteinn Arndal, þjálfari liðsins, var ánægður með frammistöðuna í fjarveru lykilmanna. Hann segir getustigið hátt en FH sé í góðum séns og því mikilvægt að liðið njóti góðs stuðnings í næsta heimaleik eftir viku. „Ég ætla að leyfa mér að vera bara rosalegur stoltur af mínu liði. Við mætum hér til leiks með svakalegt hjarta. Verðum að átta okkur á því að við erum með leikmenn fædda 2008, 2007, 2006, í lykilhlutverkum en erum í hörkuleik á móti einu af tveimur bestu liðum Frakklands í dag. Ég er mjög stoltur af frammistöðunni hjá strákunum,“ sagði Sigursteinn í viðtali sem var tekið af fjölmiðlafulltrúa FH eftir leik og má í heild sinni sjá í spilaranum neðst í fréttinni. „Þetta er brutal level, það er refsað fyrir allt og í dag gerðum við of mikið af tæknilegum mistökum, og var refsað fyrir, en ég tek það ekki af mínu liði að það var ofboðslega mikið hjarta í þessu,“ hélt hann svo áfram. FH var án fyrirliðans Arons Pálmasonar, sem er frá vegna meiðsla, líkt og Ólafur Gústafsson sem ferðaðist heldur ekki út með liðinu. Ásbjörn Friðriksson og Ágúst Birgisson gengu þá ekki alveg heilir til skógar. Liðið stóð samt lengi vel í heimamönnum og getur tekið margt jákvætt með sér heim. „Fækka mistökum og vera agaðir. Við þurfum að vera fljótir að læra á þessu leveli en maður sér það strax í leik eins og þessum hvað það er mikilvægt fyrir okkur að taka þátt á þessu leveli. Allir þessir ungu leikmenn finna hvað þarf til, ég veit að næsta lyftingaræfing verður öflug hjá þeim því þeir fundu það hvað þarf til á þessu leveli.“ Sigursteinn nýtti tækifærið meðan það gafst til að hvetja aðdáendur liðsins og alla handboltaáhugamenn að flykkjast í Kaplakrika næsta þriðjudag, þegar FH tekur á móti Gummersbach og Valur tekur við Porto. „Ég verð stórkostlega svekktur ef það verður ekki troðfullur Kaplakriki… og biðla til fólks að tryggja sér miða sem allra, allra fyrst.“ Klippa: Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, eftir tap gegn Toulouse Evrópudeild karla í handbolta FH Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Serbía - Ísland | Taka tvö hjá stelpunum okkar Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Leik lokið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Sjá meira
„Ég ætla að leyfa mér að vera bara rosalegur stoltur af mínu liði. Við mætum hér til leiks með svakalegt hjarta. Verðum að átta okkur á því að við erum með leikmenn fædda 2008, 2007, 2006, í lykilhlutverkum en erum í hörkuleik á móti einu af tveimur bestu liðum Frakklands í dag. Ég er mjög stoltur af frammistöðunni hjá strákunum,“ sagði Sigursteinn í viðtali sem var tekið af fjölmiðlafulltrúa FH eftir leik og má í heild sinni sjá í spilaranum neðst í fréttinni. „Þetta er brutal level, það er refsað fyrir allt og í dag gerðum við of mikið af tæknilegum mistökum, og var refsað fyrir, en ég tek það ekki af mínu liði að það var ofboðslega mikið hjarta í þessu,“ hélt hann svo áfram. FH var án fyrirliðans Arons Pálmasonar, sem er frá vegna meiðsla, líkt og Ólafur Gústafsson sem ferðaðist heldur ekki út með liðinu. Ásbjörn Friðriksson og Ágúst Birgisson gengu þá ekki alveg heilir til skógar. Liðið stóð samt lengi vel í heimamönnum og getur tekið margt jákvætt með sér heim. „Fækka mistökum og vera agaðir. Við þurfum að vera fljótir að læra á þessu leveli en maður sér það strax í leik eins og þessum hvað það er mikilvægt fyrir okkur að taka þátt á þessu leveli. Allir þessir ungu leikmenn finna hvað þarf til, ég veit að næsta lyftingaræfing verður öflug hjá þeim því þeir fundu það hvað þarf til á þessu leveli.“ Sigursteinn nýtti tækifærið meðan það gafst til að hvetja aðdáendur liðsins og alla handboltaáhugamenn að flykkjast í Kaplakrika næsta þriðjudag, þegar FH tekur á móti Gummersbach og Valur tekur við Porto. „Ég verð stórkostlega svekktur ef það verður ekki troðfullur Kaplakriki… og biðla til fólks að tryggja sér miða sem allra, allra fyrst.“ Klippa: Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, eftir tap gegn Toulouse
Evrópudeild karla í handbolta FH Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Serbía - Ísland | Taka tvö hjá stelpunum okkar Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Leik lokið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Sjá meira