Þrír fá Nóbelsverðlaun fyrir að afhjúpa uppbyggingu prótína Kjartan Kjartansson skrifar 9. október 2024 09:55 David Baker, Demis Hassabis og John. M Jumper eru Nóbelsverðlaunahafar í efnafræði árið 2024. Sænska vísindaakademían Þrír vísindamenn hlutu Nóbelsverðlaun í efnafræði fyrir rannsóknir sínar á prótínum og samsetningu þeirra. Uppgötvanir þeirra geta meðal annars haft miklar framfarir í för með sér fyrir mannkynið. Sænska vísindaakademían kynnti vinningshafana á blaðamannafundi í Stokkhólmi nú klukkan 9:45. Verðlaunin í ár hlaut David Baker frá Háskólanum í Washington-ríki í Bandaríkjunum, fyrir hönnun á prótíni og félagarnir Demis Hassabis og John M. Jumper frá hugbúnaðarfyrirtækinu Google Deepmind fyrir forspár um uppbyggingu prótína. Prótín, sem eru sett saman úr amínósýrum, stjórna öllum efnahvörfum sem lífið eins og við þekkjum það byggist á. Þau virka einnig sem hormónar, boðberar, mótefni og byggingareinning lífrænna vefja. Í rökstuðningi akademíunnar kom fram að Hassabis og Jumper hefðu notað gervigreind til þess að spá fyrir um margslungna samsetningu allra þekktra prótína í náttúrunni árið 2020. Vísindamenn höfðu glímt við það vandamál um áratuga skeið að spá fyrir um uppbyggingu prótína áður en tvímenningarnir kynntu gervigreindaforrit sitt fyrir fjórum árum. Demis Hassabis, forstjóri Google Deepmind. Fyrirtækið er dótturfélag Google sem fæst við gervigreind.AP/Jeff Chiu Afrek Hassabis og Jumper hjálpar vísindamönnum meðal annars að skilja betur sýklalyfjaónæmi og mynda ensím sem geta brotið niður plast. Baker hlaut sín verðlaun fyrir að nota reiknirit til þess að hanna ný prótín með nýja virkni sem eru sögð geta haft miklar framfarir í för með sér fyrir mannkynið. Prótín sem hafa verið framleidd þökk sé rannsóknum Baker nýtast meðal annars í framleiðslu á lyfjum, bóluefnum, nanóefnum og agnarsmáum skynjurum. Fréttin hefur verið uppfærð. Nóbelsverðlaun Vísindi Svíþjóð Bandaríkin Tengdar fréttir Hlutu Nóbelinn fyrir framlag til vélræns náms Tveir norðuramerískir vísindamenn deila Nóbelsverðlaununum í eðlisfræði í ár fyrir uppgötvanir og uppfinningar sem gerðu vélrænt nám með gervitauganeti mögulegt. Rannsóknir þeirra hafa meðal annars lagt grunninn að framförum í gervigreind. 8. október 2024 09:55 Deila Nóbelnum fyrir uppgötvun á miRNA Bandaríkjamennirnir Victor Ambros og Gary Ruvkun deila Nóbelsverðlaununum í læknisfræði í ár fyrir uppgötvunina á svonefndu miRNA og hlutverki þeirra í genastjórnun eftir umritun. Þeir störfuðu báðir hjá Harvard-háskóla í Bandaríkjunum þegar þeir stunduðu rannsóknir sínar. 7. október 2024 09:40 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Sænska vísindaakademían kynnti vinningshafana á blaðamannafundi í Stokkhólmi nú klukkan 9:45. Verðlaunin í ár hlaut David Baker frá Háskólanum í Washington-ríki í Bandaríkjunum, fyrir hönnun á prótíni og félagarnir Demis Hassabis og John M. Jumper frá hugbúnaðarfyrirtækinu Google Deepmind fyrir forspár um uppbyggingu prótína. Prótín, sem eru sett saman úr amínósýrum, stjórna öllum efnahvörfum sem lífið eins og við þekkjum það byggist á. Þau virka einnig sem hormónar, boðberar, mótefni og byggingareinning lífrænna vefja. Í rökstuðningi akademíunnar kom fram að Hassabis og Jumper hefðu notað gervigreind til þess að spá fyrir um margslungna samsetningu allra þekktra prótína í náttúrunni árið 2020. Vísindamenn höfðu glímt við það vandamál um áratuga skeið að spá fyrir um uppbyggingu prótína áður en tvímenningarnir kynntu gervigreindaforrit sitt fyrir fjórum árum. Demis Hassabis, forstjóri Google Deepmind. Fyrirtækið er dótturfélag Google sem fæst við gervigreind.AP/Jeff Chiu Afrek Hassabis og Jumper hjálpar vísindamönnum meðal annars að skilja betur sýklalyfjaónæmi og mynda ensím sem geta brotið niður plast. Baker hlaut sín verðlaun fyrir að nota reiknirit til þess að hanna ný prótín með nýja virkni sem eru sögð geta haft miklar framfarir í för með sér fyrir mannkynið. Prótín sem hafa verið framleidd þökk sé rannsóknum Baker nýtast meðal annars í framleiðslu á lyfjum, bóluefnum, nanóefnum og agnarsmáum skynjurum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Nóbelsverðlaun Vísindi Svíþjóð Bandaríkin Tengdar fréttir Hlutu Nóbelinn fyrir framlag til vélræns náms Tveir norðuramerískir vísindamenn deila Nóbelsverðlaununum í eðlisfræði í ár fyrir uppgötvanir og uppfinningar sem gerðu vélrænt nám með gervitauganeti mögulegt. Rannsóknir þeirra hafa meðal annars lagt grunninn að framförum í gervigreind. 8. október 2024 09:55 Deila Nóbelnum fyrir uppgötvun á miRNA Bandaríkjamennirnir Victor Ambros og Gary Ruvkun deila Nóbelsverðlaununum í læknisfræði í ár fyrir uppgötvunina á svonefndu miRNA og hlutverki þeirra í genastjórnun eftir umritun. Þeir störfuðu báðir hjá Harvard-háskóla í Bandaríkjunum þegar þeir stunduðu rannsóknir sínar. 7. október 2024 09:40 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Hlutu Nóbelinn fyrir framlag til vélræns náms Tveir norðuramerískir vísindamenn deila Nóbelsverðlaununum í eðlisfræði í ár fyrir uppgötvanir og uppfinningar sem gerðu vélrænt nám með gervitauganeti mögulegt. Rannsóknir þeirra hafa meðal annars lagt grunninn að framförum í gervigreind. 8. október 2024 09:55
Deila Nóbelnum fyrir uppgötvun á miRNA Bandaríkjamennirnir Victor Ambros og Gary Ruvkun deila Nóbelsverðlaununum í læknisfræði í ár fyrir uppgötvunina á svonefndu miRNA og hlutverki þeirra í genastjórnun eftir umritun. Þeir störfuðu báðir hjá Harvard-háskóla í Bandaríkjunum þegar þeir stunduðu rannsóknir sínar. 7. október 2024 09:40