Telja óstaðbundin störf of kostnaðarsöm Kjartan Kjartansson skrifar 9. október 2024 11:05 Ríkið vill fjölga óstaðbundnum störfum til þess að styrkja landsbyggðina. Þau gera fólki kleift að starfa fyrir ríkisstofnanir sem eru flestar á höfuðborgarsvæðinu en búa allt annars staðar, til dæmis á Kópaskeri. Vísir/Vilhelm Mannauðsstjórar ríkisstofnana telja mikinn kostnað helsta ókost óstaðbundinna starfa og að hann geti dregið úr hvata til þess að auglýsa slík störf. Óstaðbundin störf geti aukið framboð umsækjenda fyrir stofnanir. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu um reynsluna af óstaðbundnum störfum sem rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri vann með styrkjum úr Byggðarannsóknasjóði og byggðaáætlun. Hún byggist meðal annars á viðtölum við mannauðsstjóra ríkisstofnana með óstaðbundið starfsfólk og einstaklinga í óstaðbundnu starfi. Mannauðsstjórunum var tíðrætt um kostnaðinn við óstaðbundnu störfin sem felst meðal annars í leigu á skrifstofurýmum og ferðalögum starfsfólks til höfuðstöðva stofnana. Kostnaðurinn gæti dregið úr hvata til að auglýsa óstaðbundin störf jafnvel þótt slík störf hentuðu stofnunum vel. Einn mannauðsstjóranna sem var rætt við sagðist ekki ætla að ráða fleiri óstaðbundna starfsmenn nema aukinn fjárhagslegur stuðningur frá ríkinu fengist til þess. Innviðaráðherra samþykkti að styrkja óstaðbundin störf um allt að 150 milljónir króna af byggðaáætlun til þess að fjölga þeim í lok sumars. Mannauðsstjórar sögðu það geta verið jákvætt skref en einhverjir þeirra töldu einfaldara að auka fjármagn með óstaðbundnu starfsfólki frekar en að sækja þyrfti um styrki með þeim. Ánægð með reynsluna af störfunum Starfsfólkið sjálft sagðist heilt yfir farsælt í starfi, upplifa jákvætt viðhorf gagnvart óstaðbundnum störfum og að það hefði ekki áhyggjur af neikvæðum áhrifum á framtíðaratvinnumöguleika. Reynsla af óstaðbundnum störfum sýndi þvert á móti fram á sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð. Einn helsti kostur óstaðbundnu starfanna að mati starfsfólksins sjálfs var að geta unnið starf sem væri ekki í boði á svæðinu sem það byggi á. Óstaðbundin störf fjölguðu ennfremur atvinnutækifærum fyrir háskólamenntað fólk á landsbyggðinni. Störfin gerðu fólki ekki aðeins kleift að skipta um starf án þess að flytja fjölskyldu sína á milli landshluta heldur einnig að flytja á nýjan stað og taka starfið með sér. Mannauðsstjórar nefndu það sem kost að þeir gætu valið hæfasta fólkið óháð búsetu. Einstaklingarnir sjálfir sögðu að þeir hefðu ekki sótt um starf hjá stofnun á höfuðborgarsvæðinu nema vegna þess að það var óstaðbundið. Þannig gætu óstaðbundin störf aukið framboð umsækjenda fyrir stofnanir. Vilja fjölga vinnuklösum til að rjúfa einangrun Fjarlægðin frá vinnufélögum var helsti gallinn sem óstaðbundnir starfsmenn nefndu og áhrif hennar á samskipti. Dæmi væru um að fólk hefði sagt upp óstaðbundnum störfum vegna samskiptavanda við yfirmenn og samstarfsfólk. Bæði mannauðsstjórar og óstaðbundnir starfsmenn lýstu sérstökum áhuga á að fjölga svonefndum vinnuklösum eða fjarvinnslurýmum í sem flestum bæjarfélögum til þess að sporn við félagslegri einangrun óstaðbundins starfsfólks. Það töldu þeir árangursríkara en að bjóða óstaðbundnum starfsmönnum skrifborð hjá stofnununum sem hefðu þegar aðsetur þar sem þeir byggju. Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinnumarkaður Byggðamál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu um reynsluna af óstaðbundnum störfum sem rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri vann með styrkjum úr Byggðarannsóknasjóði og byggðaáætlun. Hún byggist meðal annars á viðtölum við mannauðsstjóra ríkisstofnana með óstaðbundið starfsfólk og einstaklinga í óstaðbundnu starfi. Mannauðsstjórunum var tíðrætt um kostnaðinn við óstaðbundnu störfin sem felst meðal annars í leigu á skrifstofurýmum og ferðalögum starfsfólks til höfuðstöðva stofnana. Kostnaðurinn gæti dregið úr hvata til að auglýsa óstaðbundin störf jafnvel þótt slík störf hentuðu stofnunum vel. Einn mannauðsstjóranna sem var rætt við sagðist ekki ætla að ráða fleiri óstaðbundna starfsmenn nema aukinn fjárhagslegur stuðningur frá ríkinu fengist til þess. Innviðaráðherra samþykkti að styrkja óstaðbundin störf um allt að 150 milljónir króna af byggðaáætlun til þess að fjölga þeim í lok sumars. Mannauðsstjórar sögðu það geta verið jákvætt skref en einhverjir þeirra töldu einfaldara að auka fjármagn með óstaðbundnu starfsfólki frekar en að sækja þyrfti um styrki með þeim. Ánægð með reynsluna af störfunum Starfsfólkið sjálft sagðist heilt yfir farsælt í starfi, upplifa jákvætt viðhorf gagnvart óstaðbundnum störfum og að það hefði ekki áhyggjur af neikvæðum áhrifum á framtíðaratvinnumöguleika. Reynsla af óstaðbundnum störfum sýndi þvert á móti fram á sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð. Einn helsti kostur óstaðbundnu starfanna að mati starfsfólksins sjálfs var að geta unnið starf sem væri ekki í boði á svæðinu sem það byggi á. Óstaðbundin störf fjölguðu ennfremur atvinnutækifærum fyrir háskólamenntað fólk á landsbyggðinni. Störfin gerðu fólki ekki aðeins kleift að skipta um starf án þess að flytja fjölskyldu sína á milli landshluta heldur einnig að flytja á nýjan stað og taka starfið með sér. Mannauðsstjórar nefndu það sem kost að þeir gætu valið hæfasta fólkið óháð búsetu. Einstaklingarnir sjálfir sögðu að þeir hefðu ekki sótt um starf hjá stofnun á höfuðborgarsvæðinu nema vegna þess að það var óstaðbundið. Þannig gætu óstaðbundin störf aukið framboð umsækjenda fyrir stofnanir. Vilja fjölga vinnuklösum til að rjúfa einangrun Fjarlægðin frá vinnufélögum var helsti gallinn sem óstaðbundnir starfsmenn nefndu og áhrif hennar á samskipti. Dæmi væru um að fólk hefði sagt upp óstaðbundnum störfum vegna samskiptavanda við yfirmenn og samstarfsfólk. Bæði mannauðsstjórar og óstaðbundnir starfsmenn lýstu sérstökum áhuga á að fjölga svonefndum vinnuklösum eða fjarvinnslurýmum í sem flestum bæjarfélögum til þess að sporn við félagslegri einangrun óstaðbundins starfsfólks. Það töldu þeir árangursríkara en að bjóða óstaðbundnum starfsmönnum skrifborð hjá stofnununum sem hefðu þegar aðsetur þar sem þeir byggju.
Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinnumarkaður Byggðamál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira