Lífið

Geymdi lík sonar síns í tvo mánuði

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Lisa Marie Presley lést þann 12. janúar árið 2023.
Lisa Marie Presley lést þann 12. janúar árið 2023. AP/Jordan Strauss

Lisa Marie Presley, söngkona og eina dóttir Elvis og Priscillu Presley, geymdi lík sonar síns, Benjamin Keough tónlistarmanns, á heimili sínu í Calabasa í Kaliforníu, í tvo mánuði eftir andlát hans og hlúði á því. 

Þetta kemur fram í nýútgefinni sjálfsævi­sögu Presley, From Here to the Great Unknown, sem dótt­ir henn­ar, leikkonan Riley Keough, kláraði að skrifa og gaf út til heiðurs móður sinni, sem lést í janúar árið 2023. Erlendir miðlar hafa keppst við að flytja fréttir upp úr bókinni. 

Keough var 27 ára gamall þegar hann svipti sig lífi árið 2020.

Í bókinni segir að Presley hafi átt erfitt með að ákveða hvar hún vildi að jarðsetja son sinn, á Hawaii eða í hinum þekkta Graceland-garði, þar sem faðir hennar, Elvis Presley, hvílir. Á meðan vildi hún hafa son sinn nálægt sér.

Að lokum var Keough jarðsett­ur í Grace­land við hlið afa síns. Ör­fá­um árum síðar var móðir hennar jarðsett við hlið þeirra.

„Á heim­il­inu mínu er sér herbergi í útihúsi (e. casi­tas bedroom) og þar geymdi ég Ben Ben í tvo mánuði. Það eru eng­in lög í Kali­forn­íu­ríki sem segja til um að þú þurf­ir að jarða ein­hvern strax,“ segir meðal annars í bókinni.

„Ég fann mjög skilningsríkan útfararstjóra. Ég sagði henni að það hefði hjálpað mér mikið að hafa pabba heima eftir að hann lést, því þá gat ég farið til hans, eytt tíma með honum og talað við hann. Hún hafi þá sagt: Við komum með Ben Ben til þín. Þú getur haft hann þar.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×