Skilaboðum lekið og Haaland ósáttur Sindri Sverrisson skrifar 9. október 2024 13:33 Erling Haaland verður fyrirliði norska landsliðsins í komandi landsleikjum. Getty/Annelie Cracchiolo Markahrókurinn Erling Haaland hefur lýst yfir óánægju sinni með það að einhver úr herbúðum norska landsliðsins í fótbolta hafi lekið skilaboðum í blaðamenn, og að þau hafi verið birt í bók. Bókin „Slagurinn um landsliðið“ kom út í haust en hún er skrifuð af Magnus Braaten, blaðamanni TV 2, og Arilas Berg Ould-Saada, fyrrverandi blaðamanni TV 2 og nú umboðsmanni. Í bókinni birtist fjöldi skilaboða úr hópsamtali norska landsliðsins á WhatsApp, en bókin fjallar um átta dramatíska daga í nóvember 2020 þegar kórórnuveiran herjaði á leikmenn liðsins. Ekki er ljóst hver lak skilaboðunum í blaðamennina en ljóst er að málið angrar Haaland og fleiri: „Það er auðvitað ekki gott að einhver – við vitum ekki hver – skuli gera svona lagað. Það er augljóslega ekki gott heldur að blaðamaður, og annar sem er núna umboðsmaður, nýti þetta svo til að skrifa bók,“ sagði Haaland á blaðamannafundi í dag. Norðmenn eru að undirbúa sig fyrir komandi leiki í Þjóðadeild UEFA, rétt eins og Íslendingar, en þeir mæta Slóveníu á heimavelli á morgun og svo Austurríki á útivelli þremur dögum síðar. Í fjarveru Martin Ödegaard verður Haaland fyrirliði í þessum leikjum. Ekki sáttur ef hans fyrirtæki hefði ráðið höfundinn Haaland hnýtti sérstaklega í fyrrnefndan bókarhöfund Ould-Saada, sem hóf störf 1. október hjá umboðsskrifstofunni Keypass, sem er til að mynda með landsliðsmennina Alexander Sörloth og Sander Berge á sínum snærum. „Þetta verður bara að vera svona. En hefði mitt umboðsmannateymi ráðið hann þá hefði ég ekki verið ánægður með það,“ sagði Haaland og virtist ekki hrifinn af því að liðsfélagar sínir í norska landsliðinu væru tengdir Ould-Saada. „Ég vinn ekki með honum eða hans umboðsskrifstofu. En hefði Rafaela [Pimenta, umboðsmaður Haalands] sent mér skilaboð um að það væri búið að ráða hann [Ould-Saada] þá hefði ég klórað mér svolítið í kollinum og verið ringlaður,“ sagði Haaland. Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Sjá meira
Bókin „Slagurinn um landsliðið“ kom út í haust en hún er skrifuð af Magnus Braaten, blaðamanni TV 2, og Arilas Berg Ould-Saada, fyrrverandi blaðamanni TV 2 og nú umboðsmanni. Í bókinni birtist fjöldi skilaboða úr hópsamtali norska landsliðsins á WhatsApp, en bókin fjallar um átta dramatíska daga í nóvember 2020 þegar kórórnuveiran herjaði á leikmenn liðsins. Ekki er ljóst hver lak skilaboðunum í blaðamennina en ljóst er að málið angrar Haaland og fleiri: „Það er auðvitað ekki gott að einhver – við vitum ekki hver – skuli gera svona lagað. Það er augljóslega ekki gott heldur að blaðamaður, og annar sem er núna umboðsmaður, nýti þetta svo til að skrifa bók,“ sagði Haaland á blaðamannafundi í dag. Norðmenn eru að undirbúa sig fyrir komandi leiki í Þjóðadeild UEFA, rétt eins og Íslendingar, en þeir mæta Slóveníu á heimavelli á morgun og svo Austurríki á útivelli þremur dögum síðar. Í fjarveru Martin Ödegaard verður Haaland fyrirliði í þessum leikjum. Ekki sáttur ef hans fyrirtæki hefði ráðið höfundinn Haaland hnýtti sérstaklega í fyrrnefndan bókarhöfund Ould-Saada, sem hóf störf 1. október hjá umboðsskrifstofunni Keypass, sem er til að mynda með landsliðsmennina Alexander Sörloth og Sander Berge á sínum snærum. „Þetta verður bara að vera svona. En hefði mitt umboðsmannateymi ráðið hann þá hefði ég ekki verið ánægður með það,“ sagði Haaland og virtist ekki hrifinn af því að liðsfélagar sínir í norska landsliðinu væru tengdir Ould-Saada. „Ég vinn ekki með honum eða hans umboðsskrifstofu. En hefði Rafaela [Pimenta, umboðsmaður Haalands] sent mér skilaboð um að það væri búið að ráða hann [Ould-Saada] þá hefði ég klórað mér svolítið í kollinum og verið ringlaður,“ sagði Haaland.
Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Sjá meira