„Við sjáum afleiðingar þess að vinna ekki fyrir ofan fossinn“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. október 2024 12:32 Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Vísir Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir geðheilbrigðiskerfið hafa verið fjársvelt í áratugi á sama tíma og líðan þjóðar fari versnandi. Samtökin hafa sent stjórnvöldum enn eina umsögnina þess efnis. Það þurfi stórefla forvarnir og hætta að tala bara um einstaka átak sem fjari svo út eftir nokkra daga. Mikil umræða hefur komið fram um vanda í geðheilbrigðiskerfinu undanfarið. Arna Ýrr Sigurðardóttir prestur í Grafarvogi benti í færslu á Facebook í gær að samfélagið horfi æ oftar á að fólk fái ekki þá aðstoð sem það þurfi þaðan. Geðsjúkdómar dragi fólk til dauða eins og krabbamein og hjartasjúkdómar. Færslan var í tilefni þess að á mánudaginn jarðsöng hún Kolfinnu Eldey Sigurðardóttur sem var tíu ára þegar hún lést. Faðir hennar situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa orðið henni að bana. Arna benti á ef við viljum koma í veg fyrir fleiri voðaverk, þar sem saklaus börn láti lífið, þá þurfi samfélagið að spýta í lófana og þrýsta á stjórnvöld um að efla verulega alla geðheilbrigðisþjónustu. Stjórnvöld þurfi nú að bregðast við Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir geðheilbrigðiskerfið hafi verið fjársvelt í áratugi á sama tíma og líðan sérstaklega hjá börnum og ungmennum sé að versna. Nú í október hafi samtökin sent fjárlaganefnd enn eina umsögnina þar sem þau benda á að geðheilbrigðismál hér á landi séu ekki tekin nægjanlega alvarlega þrátt vísbendingar um alvarlega stöðu í samfélaginu. Við erum ekkert að bregðast við þessu, þessum alvarlegu ábendingum frá svo mörgum stöðum. Þetta er það sem við eigum að setja fyrst á dagskrá því þarna er innviðaskuldin stærst. Við að geðdeild Landspítalans er í gömlum húsum, þar er hvert rúm skipað, það er mikil starfsmannavelta. Það er lítil fagmenntun, hugmyndafræði er gamaldags. Þetta er geðheilbrigðiskerfið á Íslandi. Því miður. Það er hins vegar ekki bara það að við séum búin að svelta geðheilbrigðiskerfið. Það er svo margt í samfélaginu sem við verðum að endurskoða,“ segir hann. Fólk með geðrænan vanda beiti ekki meira ofbeldi en aðrir Grímur segir hins vegar varasamt að benda á að fólk sem glímir við geðrænan vanda beiti meira ofbeldi en aðrir. „Fólk með geðrænar áskoranir er ekki fólkið sem beitir annað fólk ofbeldi í meira mæli en aðrir hins. Það er bara jafnt yfir vegar er fólk með geðrænar áskoranir tíu sinnum líklegra að verða fyrir ofbeldi. Það er mikið ofbeldi í samfélaginu því miður. Ég held að samfélagsgerðin okkar sé ekki mjög vinsamleg því miður,“ segir hann. Þá segir hann skorta forvarnir. „Við sjáum afleiðingar þess að vinna ekki fyrir ofan fossinn eins og við köllum það. Það er er alvarlegast í þessu máli,“ segir hann. Það sé ekki nóg að ráðast í einstaka átak heldur þurfi að vinna jafnt og þétt í forvörnum. „Það er svo sorglegt að sjá að umræða um átak og forvarnir dugir aðeins í nokkra daga í kringum hræðilega hluti eins og gerðust í sumar en fjarar svo út. Það þarf alltaf að vinna í forvörnum þegar þessir hræðilegu hluti sem gerðust í sumar þá kemur átak í nokkra daga þar sem við ætlum að gera betur,“ segir Grímur að lokum. Geðheilbrigði Heilbrigðismál Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Mikil umræða hefur komið fram um vanda í geðheilbrigðiskerfinu undanfarið. Arna Ýrr Sigurðardóttir prestur í Grafarvogi benti í færslu á Facebook í gær að samfélagið horfi æ oftar á að fólk fái ekki þá aðstoð sem það þurfi þaðan. Geðsjúkdómar dragi fólk til dauða eins og krabbamein og hjartasjúkdómar. Færslan var í tilefni þess að á mánudaginn jarðsöng hún Kolfinnu Eldey Sigurðardóttur sem var tíu ára þegar hún lést. Faðir hennar situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa orðið henni að bana. Arna benti á ef við viljum koma í veg fyrir fleiri voðaverk, þar sem saklaus börn láti lífið, þá þurfi samfélagið að spýta í lófana og þrýsta á stjórnvöld um að efla verulega alla geðheilbrigðisþjónustu. Stjórnvöld þurfi nú að bregðast við Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir geðheilbrigðiskerfið hafi verið fjársvelt í áratugi á sama tíma og líðan sérstaklega hjá börnum og ungmennum sé að versna. Nú í október hafi samtökin sent fjárlaganefnd enn eina umsögnina þar sem þau benda á að geðheilbrigðismál hér á landi séu ekki tekin nægjanlega alvarlega þrátt vísbendingar um alvarlega stöðu í samfélaginu. Við erum ekkert að bregðast við þessu, þessum alvarlegu ábendingum frá svo mörgum stöðum. Þetta er það sem við eigum að setja fyrst á dagskrá því þarna er innviðaskuldin stærst. Við að geðdeild Landspítalans er í gömlum húsum, þar er hvert rúm skipað, það er mikil starfsmannavelta. Það er lítil fagmenntun, hugmyndafræði er gamaldags. Þetta er geðheilbrigðiskerfið á Íslandi. Því miður. Það er hins vegar ekki bara það að við séum búin að svelta geðheilbrigðiskerfið. Það er svo margt í samfélaginu sem við verðum að endurskoða,“ segir hann. Fólk með geðrænan vanda beiti ekki meira ofbeldi en aðrir Grímur segir hins vegar varasamt að benda á að fólk sem glímir við geðrænan vanda beiti meira ofbeldi en aðrir. „Fólk með geðrænar áskoranir er ekki fólkið sem beitir annað fólk ofbeldi í meira mæli en aðrir hins. Það er bara jafnt yfir vegar er fólk með geðrænar áskoranir tíu sinnum líklegra að verða fyrir ofbeldi. Það er mikið ofbeldi í samfélaginu því miður. Ég held að samfélagsgerðin okkar sé ekki mjög vinsamleg því miður,“ segir hann. Þá segir hann skorta forvarnir. „Við sjáum afleiðingar þess að vinna ekki fyrir ofan fossinn eins og við köllum það. Það er er alvarlegast í þessu máli,“ segir hann. Það sé ekki nóg að ráðast í einstaka átak heldur þurfi að vinna jafnt og þétt í forvörnum. „Það er svo sorglegt að sjá að umræða um átak og forvarnir dugir aðeins í nokkra daga í kringum hræðilega hluti eins og gerðust í sumar en fjarar svo út. Það þarf alltaf að vinna í forvörnum þegar þessir hræðilegu hluti sem gerðust í sumar þá kemur átak í nokkra daga þar sem við ætlum að gera betur,“ segir Grímur að lokum.
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent