Arnór Ingvi skoðar sín mál í janúar Aron Guðmundsson skrifar 9. október 2024 17:01 Arnór Ingvi er kominn til móts við íslenska landsliðið eftir krefjandi vikur með Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni Vísir/Sigurjón Íslenski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Arnór Ingvi Traustason, segir liðið hafa fundið ákveðnar leiðir í gegnum næsta mótherja sinn í Þjóðadeild UEFA sem það mun reyna nýta sér til sigurs. Arnór hefur verið að ganga í gegnum krefjandi tíma með félagsliði í Svíþjóð og segir landsliðsverkefnið koma á fullkomnum tímapunkti. Íslenska landsliðið tekur á móti Wales á Laugardalsvelli á föstudaginn kemur í Þjóðadeild UEFA. Aðeins eitt stig skilur á milli liðanna í riðlinum í B-deildinni. Wales er með fjögur stig eftir fyrstu tvo leiki sína í 2.sæti og Ísland einu stigi minna í því þriðja. Hvað gerist ef Ísland endar í: 1. sæti: Ísland upp í A-deild Þjóðadeildar, og spilar í undankeppni HM í mars 2025. Miði inn í HM-umspilið í mars 2026 nánast tryggður, gerist þess þörf. 2. sæti: Ísland í umspil í mars 2025 við lið úr 3. sæti riðils í A-deild, um sæti í A-deild. 3. sæti: Ísland í umspil í mars 2025 við lið úr 2. sæti riðils í C-deild, um sæti í B-deild. 4. sæti: Ísland fellur í C-deild Þjóðadeildar, og spilar í undankeppni HM í mars 2025. Leikurinn gegn Wales er sá fyrri í tveggja heimaleikja hrinu Íslands en liðið tekur á svo á móti Tyrklandi á mánudaginn næstkomandi. Stefnan er ávallt sett á sigur í heimaleikjunum. „Við áttum góðan heimaleik síðast. Vel útfærðan heimaleik á móti Svartfjallalandi og mér finnst við ávallt sterkir hérna heimam,“ segir Arnór við Vísi. „Ef við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli þá þurfum við að vinna þessa heimaleiki okkar. Halda því áfram.“ Um andstæðing föstudagsins hafði hann þetta að segja: „Wales er með frábært lið. Frábæra leikmenn sem eru að spila í góðum félagsliðum. Við erum líka með frábæra leikmenn í góðum liðum. Við höfum farið vel yfir þá í vikunni. Teljum okkur hafa fundið ákveðnar leiðir til þess að geta nýtt okkur. Ég hugsa að þetta sér leikur sem muni ráðast á því hvort liðið nær að nýta sér veikleika andstæðingsins betur. Við ætlum okkur að vera fyrri til.“ Búist er við fjölmennri stuðningssveit hjá Wales. Um eitt þúsund stuðningsmönnum og hlakkar Arnóri til að heyra íslensku stuðningsmennina yfirgnæfa þá. „Ég las einmitt þessa frétt varðandi stuðningsmenn Wales. Það er bara frábært að mínu mati að þeir ætli að fjölmenna hingað til lands. Það verður líka frábært að heyra okkar fólk yfirgnæfa þá. Það að fá ríkulega stuðning hjálpar okkur gríðarlega inn á vellinum.“ Arnór er sem fyrr leikmaður Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni og hefur verið leikmaður þar í landi stóran hluta af sínum ferli. Úrslitin hafa ekki verið að falla með Norrköping upp á síðkastið. Liðið er án sigurs í síðustu átta leikjum sínum í sænsku úrvalsdeildinni og situr um þessar mundir í tólfta sæti. Aðeins fjórum stigum frá fallsæti og aðeins þremur stigum frá umspilssæti. Arnór segir það mjög gott að geta kúplað sig frá félagsliðaboltanum á þessum tímapunkti og einbeitt sér að íslenska landsliðinu. „Þetta landsliðsverkefni kom á frábærum tímapunkti. Það hefur verið smá basl á okkur upp á síðkastið en alltaf gott að koma til móts við landsliðið og hitta strákana. Ná að kúpla sig aðeins frá því sem hefur verið í gangi hjá félagsliðinu. Komast aðeins í nýtt umhverfi.“ Samningur Arnórs Ingva við Norrköping rennur út í desember árið 2026. Er hann eitthvað farinn að hugsa sér til hreyfings? „Ég sé til hvað kemur upp í janúar,“ var stutt og hnitmiðað svar Arnórs. Leikur Íslands og Wales í Þjóðadeild UEFA á föstudaginn kemur verður sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan korter í sjö en upphitun hefst hálftíma fyrr á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Wales Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Fleiri fréttir Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Sjá meira
Íslenska landsliðið tekur á móti Wales á Laugardalsvelli á föstudaginn kemur í Þjóðadeild UEFA. Aðeins eitt stig skilur á milli liðanna í riðlinum í B-deildinni. Wales er með fjögur stig eftir fyrstu tvo leiki sína í 2.sæti og Ísland einu stigi minna í því þriðja. Hvað gerist ef Ísland endar í: 1. sæti: Ísland upp í A-deild Þjóðadeildar, og spilar í undankeppni HM í mars 2025. Miði inn í HM-umspilið í mars 2026 nánast tryggður, gerist þess þörf. 2. sæti: Ísland í umspil í mars 2025 við lið úr 3. sæti riðils í A-deild, um sæti í A-deild. 3. sæti: Ísland í umspil í mars 2025 við lið úr 2. sæti riðils í C-deild, um sæti í B-deild. 4. sæti: Ísland fellur í C-deild Þjóðadeildar, og spilar í undankeppni HM í mars 2025. Leikurinn gegn Wales er sá fyrri í tveggja heimaleikja hrinu Íslands en liðið tekur á svo á móti Tyrklandi á mánudaginn næstkomandi. Stefnan er ávallt sett á sigur í heimaleikjunum. „Við áttum góðan heimaleik síðast. Vel útfærðan heimaleik á móti Svartfjallalandi og mér finnst við ávallt sterkir hérna heimam,“ segir Arnór við Vísi. „Ef við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli þá þurfum við að vinna þessa heimaleiki okkar. Halda því áfram.“ Um andstæðing föstudagsins hafði hann þetta að segja: „Wales er með frábært lið. Frábæra leikmenn sem eru að spila í góðum félagsliðum. Við erum líka með frábæra leikmenn í góðum liðum. Við höfum farið vel yfir þá í vikunni. Teljum okkur hafa fundið ákveðnar leiðir til þess að geta nýtt okkur. Ég hugsa að þetta sér leikur sem muni ráðast á því hvort liðið nær að nýta sér veikleika andstæðingsins betur. Við ætlum okkur að vera fyrri til.“ Búist er við fjölmennri stuðningssveit hjá Wales. Um eitt þúsund stuðningsmönnum og hlakkar Arnóri til að heyra íslensku stuðningsmennina yfirgnæfa þá. „Ég las einmitt þessa frétt varðandi stuðningsmenn Wales. Það er bara frábært að mínu mati að þeir ætli að fjölmenna hingað til lands. Það verður líka frábært að heyra okkar fólk yfirgnæfa þá. Það að fá ríkulega stuðning hjálpar okkur gríðarlega inn á vellinum.“ Arnór er sem fyrr leikmaður Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni og hefur verið leikmaður þar í landi stóran hluta af sínum ferli. Úrslitin hafa ekki verið að falla með Norrköping upp á síðkastið. Liðið er án sigurs í síðustu átta leikjum sínum í sænsku úrvalsdeildinni og situr um þessar mundir í tólfta sæti. Aðeins fjórum stigum frá fallsæti og aðeins þremur stigum frá umspilssæti. Arnór segir það mjög gott að geta kúplað sig frá félagsliðaboltanum á þessum tímapunkti og einbeitt sér að íslenska landsliðinu. „Þetta landsliðsverkefni kom á frábærum tímapunkti. Það hefur verið smá basl á okkur upp á síðkastið en alltaf gott að koma til móts við landsliðið og hitta strákana. Ná að kúpla sig aðeins frá því sem hefur verið í gangi hjá félagsliðinu. Komast aðeins í nýtt umhverfi.“ Samningur Arnórs Ingva við Norrköping rennur út í desember árið 2026. Er hann eitthvað farinn að hugsa sér til hreyfings? „Ég sé til hvað kemur upp í janúar,“ var stutt og hnitmiðað svar Arnórs. Leikur Íslands og Wales í Þjóðadeild UEFA á föstudaginn kemur verður sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan korter í sjö en upphitun hefst hálftíma fyrr á Stöð 2 Sport.
Hvað gerist ef Ísland endar í: 1. sæti: Ísland upp í A-deild Þjóðadeildar, og spilar í undankeppni HM í mars 2025. Miði inn í HM-umspilið í mars 2026 nánast tryggður, gerist þess þörf. 2. sæti: Ísland í umspil í mars 2025 við lið úr 3. sæti riðils í A-deild, um sæti í A-deild. 3. sæti: Ísland í umspil í mars 2025 við lið úr 2. sæti riðils í C-deild, um sæti í B-deild. 4. sæti: Ísland fellur í C-deild Þjóðadeildar, og spilar í undankeppni HM í mars 2025.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Wales Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Fleiri fréttir Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð