Þurfa ekki að greiða vegna viðskiptavina sem borguðu ekki fyrir bílastæði Samúel Karl Ólason skrifar 9. október 2024 18:29 Deilurnar snúast um greiðslur upp á rúmlega fimmtíu þúsund krónur vegna notkunar á bílastæðum í bílastæðahúsi Hafnartorgs. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar um að Brimborg ehf. þurfi ekki að greiða Rekstrarfélagi Hafnartorgs rúmar fimmtíu þúsund krónur, auk vaxta frá 31. maí 2019, vegna afnota viðskiptavina bílaleigu Brimborgar á bílastæði við Hafnartorg. Brimborg var sýknað af kröfum Rekstrarfélagsins á öllum dómstigum. Deila Brimborgar og Rekstrarfélagsins Hafnartorgs snerist um þá leigutaka bílaleigu Brimborgar sem höfðu lagt í stæði í bílastæðahúsi við Hafnartorg í Reykjavík en ekki greitt fyrir afnotin. Rekstrarfélagið rekur bílastæðahúsið. Forsvarsmenn Rekstrarfélagsins héldu því fram að Brimborg bæri ábyrgð á að greiða leigugjald auk greiðslu á 1.800 króna innheimtukostnaðar. Var það eftir að forsvarsmenn Brimborgar neituðu að afhenda Rekstrarfélaginu upplýsingar um þá leigutaka sem notuðu bílastæðin. Alls vildi rekstrarfélagið fá greitt fyrir 23 skipti þar sem leigutakar á bílum frá bílaleigu Brimborgar höfðu lagt í bílastæðahúsinu en ekki greitt fyrir notkun þess. Krafðist rekstrarfélagið þess að fá greiddar 52.499 krónur vegna þess. Sjá einnig: Þurfa ekki að greiða fyrir þá sem borguðu ekki fyrir bílastæðin Landsréttur hafnaði kröfum Rekstrarfélagsins í fyrra og var því áfrýjað til Hæstaréttar í janúar. Hæstiréttur hefur nú komist að sömu niðurstöðu. Í dómi Hæstaréttar segir að Brimborg hefði getað afhent Rekstrarfélaginu upplýsingar um fólkið sem leigt hafði umrædda bíla og ekki greitt fyrir bílastæði í Hafnartorgi, en það að upplýsingarnar hefðu ekki verið afhentar gerði félagið ekki ábyrgt fyrir greiðslunum, eins og forsvarsmenn Rekstrarfélagsins héldu fram. Dómsmál Bílastæði Bílaleigur Reykjavík Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Deila Brimborgar og Rekstrarfélagsins Hafnartorgs snerist um þá leigutaka bílaleigu Brimborgar sem höfðu lagt í stæði í bílastæðahúsi við Hafnartorg í Reykjavík en ekki greitt fyrir afnotin. Rekstrarfélagið rekur bílastæðahúsið. Forsvarsmenn Rekstrarfélagsins héldu því fram að Brimborg bæri ábyrgð á að greiða leigugjald auk greiðslu á 1.800 króna innheimtukostnaðar. Var það eftir að forsvarsmenn Brimborgar neituðu að afhenda Rekstrarfélaginu upplýsingar um þá leigutaka sem notuðu bílastæðin. Alls vildi rekstrarfélagið fá greitt fyrir 23 skipti þar sem leigutakar á bílum frá bílaleigu Brimborgar höfðu lagt í bílastæðahúsinu en ekki greitt fyrir notkun þess. Krafðist rekstrarfélagið þess að fá greiddar 52.499 krónur vegna þess. Sjá einnig: Þurfa ekki að greiða fyrir þá sem borguðu ekki fyrir bílastæðin Landsréttur hafnaði kröfum Rekstrarfélagsins í fyrra og var því áfrýjað til Hæstaréttar í janúar. Hæstiréttur hefur nú komist að sömu niðurstöðu. Í dómi Hæstaréttar segir að Brimborg hefði getað afhent Rekstrarfélaginu upplýsingar um fólkið sem leigt hafði umrædda bíla og ekki greitt fyrir bílastæði í Hafnartorgi, en það að upplýsingarnar hefðu ekki verið afhentar gerði félagið ekki ábyrgt fyrir greiðslunum, eins og forsvarsmenn Rekstrarfélagsins héldu fram.
Dómsmál Bílastæði Bílaleigur Reykjavík Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira