„Ákvað því að taka þetta í eigin hendur og grenjaði út tíma og pláss“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. október 2024 10:33 Einstakur hópur sem kemur að þjálfun hjá Haukum Special Olympics. Það eru sex ár síðan körfuboltamaðurinn Kristinn Jónasson tók ákvörðun um að stofna körfuboltalið sem fékk nafnið Haukar Special Olympics og var ætlað börnum með fötlun. Þrjú börn mættu á fyrstu æfinguna árið 2018. Sá fjöldi hefur rúmlega tífaldast. „Verkefnið hefur heldur betur undið upp á sig. Ég fór inn í þetta með engar væntingar,“ segir Kristinn í Íslandi í dag í vikunni en Sigrún Ósk Kristjánsdóttir ræddi við hann og mætti á æfingu hjá liðinu. Verkefnið hefur heldur betur undið upp á sig og í dag mæta Haukar með allt að fjögur lið á mót og keppa á móti börnum sem ekki eru með fötlun. Iðkendur koma af öllu höfuðborgarsvæðinu og víðs vegar af Suðurnesjunum. „Á æfingu áðan voru tuttugu og tveir krakkar og það vantaði tvo til þrjá. Það var bara eldri hópurinn en heilt yfir koma um 60-70 börn á æfingu hjá okkur,“ segir stofnandinn. Kristinn eða Kiddi, segir að hugmyndin hafi fyrst verið viðruð við hann af starfsmanni Íþróttasambands fatlaðra sem spurði hvort hann hefði áhuga á að taka slíkt verkefni að sér, en þannig vildi til að Kristófer sonur Kidda og eiginkonu hans Thelmu Þorbergsdóttur fæddist með Downs heilkenni og hafði mikinn áhuga á körfubolta - eins og pabbinn. Þau hjónin höfðu þó komist að raun um, sér til furðu, að það reyndist þrautin þyngri að finna fyrir hann lið. Áherslan öll á körfuboltann „Það þarf oft í svona verkefni einhverja sem hafa hagsmuni að gæta og mig langaði að koma honum í körfubolta en það var ekki neinn staður fyrir hann. Ég ákvað því að taka þetta í eigin hendur og grenjaði út tíma og pláss.“ Í dag æfir hópurinn tvisvar í viku í íþróttahúsi Hraunvallaskóla í Hafnarfirði. Kiddi segir að hér sé áherslan öll á körfubolta en ekki á greiningar. „Þetta er þolinmæðisvinna og gerist kannski aðeins hægar. Þegar við fáum fyrstu krakkana inn sex, sjö ára fyrir sex árum þá var þetta bara að læra grípa boltann, læra dripla boltanum, læra labba aftur á bak og svo hlaupa aftur á bak og síðan vindur þetta upp á sig. Svo eru þau farin að dripla með báðum höndum.“ Liðið er með þjálfarateymi sem gæti þjálfað hvaða meistaraflokk sem er. Kiddi sá sjálfur um þjálfun fyrstu árin en fékk Báru Hálfdanardóttur sér til aðstoðar. Fyrir þremur árum tók Bára svo við, en auk þess að vera þaulreynd körfuboltakona er hún sálfræðingur. Henni til aðstoðar eru Stella Hrund Ásbjarnardóttir, Alexander Stefánsson og nýjasta viðbótin, Everage Richardson, hefur um árabil verið einn stigahæsti leikmaður deildarinnar hér heima og státar reyndar einnig af því að hafa verið einn stigahæsti leikmaður í heimi með rúmlega 50 stig að meðaltali í leik þegar hann spilaði í neðri deildum Þýskalands. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem er rætt við þjálfarana og nokkra leikmenn liðsins sem elska hreinlega að mæta á körfuboltaæfingar. Körfubolti Haukar Ísland í dag Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
„Verkefnið hefur heldur betur undið upp á sig. Ég fór inn í þetta með engar væntingar,“ segir Kristinn í Íslandi í dag í vikunni en Sigrún Ósk Kristjánsdóttir ræddi við hann og mætti á æfingu hjá liðinu. Verkefnið hefur heldur betur undið upp á sig og í dag mæta Haukar með allt að fjögur lið á mót og keppa á móti börnum sem ekki eru með fötlun. Iðkendur koma af öllu höfuðborgarsvæðinu og víðs vegar af Suðurnesjunum. „Á æfingu áðan voru tuttugu og tveir krakkar og það vantaði tvo til þrjá. Það var bara eldri hópurinn en heilt yfir koma um 60-70 börn á æfingu hjá okkur,“ segir stofnandinn. Kristinn eða Kiddi, segir að hugmyndin hafi fyrst verið viðruð við hann af starfsmanni Íþróttasambands fatlaðra sem spurði hvort hann hefði áhuga á að taka slíkt verkefni að sér, en þannig vildi til að Kristófer sonur Kidda og eiginkonu hans Thelmu Þorbergsdóttur fæddist með Downs heilkenni og hafði mikinn áhuga á körfubolta - eins og pabbinn. Þau hjónin höfðu þó komist að raun um, sér til furðu, að það reyndist þrautin þyngri að finna fyrir hann lið. Áherslan öll á körfuboltann „Það þarf oft í svona verkefni einhverja sem hafa hagsmuni að gæta og mig langaði að koma honum í körfubolta en það var ekki neinn staður fyrir hann. Ég ákvað því að taka þetta í eigin hendur og grenjaði út tíma og pláss.“ Í dag æfir hópurinn tvisvar í viku í íþróttahúsi Hraunvallaskóla í Hafnarfirði. Kiddi segir að hér sé áherslan öll á körfubolta en ekki á greiningar. „Þetta er þolinmæðisvinna og gerist kannski aðeins hægar. Þegar við fáum fyrstu krakkana inn sex, sjö ára fyrir sex árum þá var þetta bara að læra grípa boltann, læra dripla boltanum, læra labba aftur á bak og svo hlaupa aftur á bak og síðan vindur þetta upp á sig. Svo eru þau farin að dripla með báðum höndum.“ Liðið er með þjálfarateymi sem gæti þjálfað hvaða meistaraflokk sem er. Kiddi sá sjálfur um þjálfun fyrstu árin en fékk Báru Hálfdanardóttur sér til aðstoðar. Fyrir þremur árum tók Bára svo við, en auk þess að vera þaulreynd körfuboltakona er hún sálfræðingur. Henni til aðstoðar eru Stella Hrund Ásbjarnardóttir, Alexander Stefánsson og nýjasta viðbótin, Everage Richardson, hefur um árabil verið einn stigahæsti leikmaður deildarinnar hér heima og státar reyndar einnig af því að hafa verið einn stigahæsti leikmaður í heimi með rúmlega 50 stig að meðaltali í leik þegar hann spilaði í neðri deildum Þýskalands. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem er rætt við þjálfarana og nokkra leikmenn liðsins sem elska hreinlega að mæta á körfuboltaæfingar.
Körfubolti Haukar Ísland í dag Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira