Að bjarga mannslífi Högni Óskarsson skrifar 10. október 2024 10:33 Tíðni sjálfsvíga á Íslandi hefur lítið breyst til lækkunar frá aldamótum, jafnvel hækkað hjá körlum á miðjum aldri. Á sama tíma hefur andlátum vegna óhappaeitrunar fjölgað verulega. Andlát vegna ofneyslu ópíóíð-tengdra lyfja og vímuefna er helsti orsakavaldurinn. Þetta er að gerast þrátt fyrir forvarnaraðgerðir. Ingibjörg Isaksen alþingismaður hefur nú lagt fram þingsályktunartillögu um rannsókn á orsakaferli í aðdraganda sjálfsvíga og dauðsfalla vegna óhappaeitrana. Tillagan er studd af stórum meirihluta þingmanna. Tillaga Ingibjargar hefur tekið þeim breytingum frá fyrstu kynningu s.l. vor, að hún felur nú í sér stuðning við rannsókn sem nú þegar hefur verið gangsett. Rannsóknin er á vegum Lífsbrúar, miðstöðvar sjálfsvígsforvarna hjá Embætti landlæknis, í samvinnu við Miðstöð heilbrigðisvísinda hjá Háskóla Íslands og Heilbrigðissviðs Háskólans á Akureyri. Heilbrigðisupplýsingum hefur verið safnað frá Landspítala, háskólasjúkrahúsi, Sjúkrahúsinu á Akureyri, SÁÁ Vogi, öllum heilsugæsluumdæmum og úr Lyfjagagnagrunni, en úrvinnsla bíður fjármagns. Söfnun upplýsinga um mögulega félagslega áhættuþætti sjálfsvíga er framundan. Þær upplýsingar er flóknara að ná í, en eru mjög mikilvægar, ekki síst þar sem vitað er að marga meðvirkandi þætti er að finna á því sviði. Hér er átt við t.d. upplýsingar um áföll, félagslegar aðstæður í æsku og á fullorðinsárum, skólagöngu, brottfall úr námi, atvinnuleysi, jaðarsetning í samfélaginu, afbrotasögu og vímuefnavanda. Rannsóknarniðurstöður geta stuðlað að markvissari forvörnum, snemmtækri íhlutun til að draga úr líkum á vanlíðan sem gæti leitt inn í sjálfsvígsferli. Hér má nefna aðgerðir eins og inngrip inn í skólasamfélagið til að stemma stigu við vanlíðan unglinga, sértæka nálgun til að ná til karla á miðjum aldri til að draga úr mögulegri áhættu í þeirra hópum. Sami vandi er varðandi konur. Þeirra sjálfsvígstíðni er almennt lág, sú lægsta á Norðurlöndum, en meðal kvenna er hópurinn 45 til 65 ára í hæstu tíðnina. Ef t.d. fyrri tengsl við fíknmeðferð bætast við má ná að fókusera aðgerðir enn frekar, hjá körlum og konum, ungum sem öldruðum. Niðurstöður fengnar úr rannsókninni munu nýtast til að greina mynstur áhættuhópa í notkun á heilbrigðisþjónustu. Það getur hjálpað heilbrigðisstarfsfólki að ná til einstaklinga í hættu og stíga inn með aðstoð. Það sama má segja um skólasamfélagið. Með fræðslu og þjálfun má aðstoða kennara við að átta sig á vanlíðan nemenda þannig að hægt sé að bregðast við með snemmtækri íhlutun og vísa í viðeigandi úrræði. Þetta á sömuleiðis við um önnur svið samfélagsins eins og vinnustaði, íþróttahreyfinguna, kirkjusamfélagið og aðra þá staði þar sem fólk kemur saman í sameiginlegum áhugamálum. Greining á félagslegum áhættuþáttum gefur möguleika á að styrkja þá einstaklinga þannig að þeir læri á úrræði og öðlist þrautseigju til að glíma við erfiðleika sem geti leitt til sjálfsvígshættu. Þannig er einnig hægt að ná til aðstandenda, fjölskyldu, vina og vinnufélaga og veita þeim upplýsingar um hvernig best er að nálgast, styðja og gefa ráð þeim einstaklingum sem eru í vanda. Svokallaðir lykilaðilar þurfa líka fræðslu og þjálfun. Þetta er breiður hópur fagstétta utan heilbrigðisþjónustu, eins og t.d. prestar og djáknar, lögreglan og sjúkraflutningamenn. Þetta kallar á meiri stuðning við lágþröskuldaþjónustu eins og til dæmis Bergið Headspace, Pieta og Sorgarmiðstöðina. Þá komum við að þeim sem látast vegna óhappaeitrunar. Með hugtakinu óhappaeitrun er átt við þá sem deyja óvænt, þar sem sjálfsvíg er ekki orsökin. Þessi vímuefni koma oftast inn í landið eftir smyglleiðum, oft blönduð öðrum efnum sem gera þau enn hættulegri. Það eru ekki einungis fíklar sem nota þessi efni, heldur líka aðrir sem nota þau til að komast í partístuð, án þess að vita nokkuð um styrkleika eða innihald þess sem það lætur í sig, oft með hörmulegum afleiðingum. Það sama á við um þennan hóp og þá sem eru í áhættuhópum fyrir sjálfsvíg. Við þurfum að geta greint áhættuhópa og náð til þeirra áður en þeir fara inn á hættustig. Skaðaminnkunarleiðir fyrir fíkla eru lífsnauðsynlegar, almenn fræðsla fyrir yngri hópa og greiður aðgangur að lífsbjargandi lyfjum vegna ofneyslu opioida. Rannsóknin sem lýst er að ofan er eitt af tækjunum sem getur hjálpað okkur til að gera forvarnir markvissari. Stuðningur Alþingis og ríkisstjórnar er því mjög mikilvægur. Ekki seinna en núna. Höfundur er geðlæknir og ráðgjafi Embættis landlæknis í sjálfsvígsforvörnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Tíðni sjálfsvíga á Íslandi hefur lítið breyst til lækkunar frá aldamótum, jafnvel hækkað hjá körlum á miðjum aldri. Á sama tíma hefur andlátum vegna óhappaeitrunar fjölgað verulega. Andlát vegna ofneyslu ópíóíð-tengdra lyfja og vímuefna er helsti orsakavaldurinn. Þetta er að gerast þrátt fyrir forvarnaraðgerðir. Ingibjörg Isaksen alþingismaður hefur nú lagt fram þingsályktunartillögu um rannsókn á orsakaferli í aðdraganda sjálfsvíga og dauðsfalla vegna óhappaeitrana. Tillagan er studd af stórum meirihluta þingmanna. Tillaga Ingibjargar hefur tekið þeim breytingum frá fyrstu kynningu s.l. vor, að hún felur nú í sér stuðning við rannsókn sem nú þegar hefur verið gangsett. Rannsóknin er á vegum Lífsbrúar, miðstöðvar sjálfsvígsforvarna hjá Embætti landlæknis, í samvinnu við Miðstöð heilbrigðisvísinda hjá Háskóla Íslands og Heilbrigðissviðs Háskólans á Akureyri. Heilbrigðisupplýsingum hefur verið safnað frá Landspítala, háskólasjúkrahúsi, Sjúkrahúsinu á Akureyri, SÁÁ Vogi, öllum heilsugæsluumdæmum og úr Lyfjagagnagrunni, en úrvinnsla bíður fjármagns. Söfnun upplýsinga um mögulega félagslega áhættuþætti sjálfsvíga er framundan. Þær upplýsingar er flóknara að ná í, en eru mjög mikilvægar, ekki síst þar sem vitað er að marga meðvirkandi þætti er að finna á því sviði. Hér er átt við t.d. upplýsingar um áföll, félagslegar aðstæður í æsku og á fullorðinsárum, skólagöngu, brottfall úr námi, atvinnuleysi, jaðarsetning í samfélaginu, afbrotasögu og vímuefnavanda. Rannsóknarniðurstöður geta stuðlað að markvissari forvörnum, snemmtækri íhlutun til að draga úr líkum á vanlíðan sem gæti leitt inn í sjálfsvígsferli. Hér má nefna aðgerðir eins og inngrip inn í skólasamfélagið til að stemma stigu við vanlíðan unglinga, sértæka nálgun til að ná til karla á miðjum aldri til að draga úr mögulegri áhættu í þeirra hópum. Sami vandi er varðandi konur. Þeirra sjálfsvígstíðni er almennt lág, sú lægsta á Norðurlöndum, en meðal kvenna er hópurinn 45 til 65 ára í hæstu tíðnina. Ef t.d. fyrri tengsl við fíknmeðferð bætast við má ná að fókusera aðgerðir enn frekar, hjá körlum og konum, ungum sem öldruðum. Niðurstöður fengnar úr rannsókninni munu nýtast til að greina mynstur áhættuhópa í notkun á heilbrigðisþjónustu. Það getur hjálpað heilbrigðisstarfsfólki að ná til einstaklinga í hættu og stíga inn með aðstoð. Það sama má segja um skólasamfélagið. Með fræðslu og þjálfun má aðstoða kennara við að átta sig á vanlíðan nemenda þannig að hægt sé að bregðast við með snemmtækri íhlutun og vísa í viðeigandi úrræði. Þetta á sömuleiðis við um önnur svið samfélagsins eins og vinnustaði, íþróttahreyfinguna, kirkjusamfélagið og aðra þá staði þar sem fólk kemur saman í sameiginlegum áhugamálum. Greining á félagslegum áhættuþáttum gefur möguleika á að styrkja þá einstaklinga þannig að þeir læri á úrræði og öðlist þrautseigju til að glíma við erfiðleika sem geti leitt til sjálfsvígshættu. Þannig er einnig hægt að ná til aðstandenda, fjölskyldu, vina og vinnufélaga og veita þeim upplýsingar um hvernig best er að nálgast, styðja og gefa ráð þeim einstaklingum sem eru í vanda. Svokallaðir lykilaðilar þurfa líka fræðslu og þjálfun. Þetta er breiður hópur fagstétta utan heilbrigðisþjónustu, eins og t.d. prestar og djáknar, lögreglan og sjúkraflutningamenn. Þetta kallar á meiri stuðning við lágþröskuldaþjónustu eins og til dæmis Bergið Headspace, Pieta og Sorgarmiðstöðina. Þá komum við að þeim sem látast vegna óhappaeitrunar. Með hugtakinu óhappaeitrun er átt við þá sem deyja óvænt, þar sem sjálfsvíg er ekki orsökin. Þessi vímuefni koma oftast inn í landið eftir smyglleiðum, oft blönduð öðrum efnum sem gera þau enn hættulegri. Það eru ekki einungis fíklar sem nota þessi efni, heldur líka aðrir sem nota þau til að komast í partístuð, án þess að vita nokkuð um styrkleika eða innihald þess sem það lætur í sig, oft með hörmulegum afleiðingum. Það sama á við um þennan hóp og þá sem eru í áhættuhópum fyrir sjálfsvíg. Við þurfum að geta greint áhættuhópa og náð til þeirra áður en þeir fara inn á hættustig. Skaðaminnkunarleiðir fyrir fíkla eru lífsnauðsynlegar, almenn fræðsla fyrir yngri hópa og greiður aðgangur að lífsbjargandi lyfjum vegna ofneyslu opioida. Rannsóknin sem lýst er að ofan er eitt af tækjunum sem getur hjálpað okkur til að gera forvarnir markvissari. Stuðningur Alþingis og ríkisstjórnar er því mjög mikilvægur. Ekki seinna en núna. Höfundur er geðlæknir og ráðgjafi Embættis landlæknis í sjálfsvígsforvörnum.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun