Óeðlilegt að Guðmundur Ingi hafi hringt í ríkislögreglustjóra Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. október 2024 12:07 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór yfir atburðarrásina í aðdraganda fyrirhugaðs brottflutnings Yasans Tamini og fjölskyldu á Alþingi í morgun. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir mjög óeðlilegt að ráðherra hringi beint í undirmann annars ráðherra líkt og Guðmundur Ingi Guðbrandsson gerði til þess að fresta mætti brottvísun Yasans Tamini. Greint var frá þeim samskiptum sem fóru á milli ráðherra og ríkislögreglustjóra í aðdraganda fyrirhugaðrar brottvísunar hins tólf ára Yasans Tamini í Speglinum í gær. Þar kom fram að lögreglumenn hafi sótt Yasan í Rjóðrið á barnaspítalanum rétt fyrir klukkan ellefu að kvöldi til. Um klukkan tvö hafi móðir hans fengið að hringja í lögmann sinn og þá fóru hjólin að snúast. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, staðfestir við Spegilinn að hún hafi um klukkan sex um morguninn fengið símtal frá Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félgsmálaráðherra, þar sem hann lýsti yfir áhyggjum sínum af brottvísuninni. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri virðist í kjölfarið reyna að ná í Guðrúnu Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra, þar sem upplýst er að um klukkan sjö hafi Guðrún hringt til baka í ríkislögreglustjóra eftir að hafa misst af fleiri en einu símtali. Þar hafi Sigríður Björk lagt áherslu á einungis nokkrar mínútur væru til stefnu ætti að fresta brottflutningi. Tuttugu mínútum síðar hafi dómsmálaráðherra stöðvað flutninginn að beiðni forsætisráðherra til þess að ræða mætti málið innan ríkisstjórnarinnar. Eftirfarandi skilaboð sendi dómsmálaráðherra til ríkislögreglustjóra klukkan 7:38. „Sæl. Í kjölfar samtals okkar rétt í þessu stöðva ég flutning að beiðni forsætisráðherra. Vinsamlegast staðfestu móttöku.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hringdi í ríkislögreglustjóra og lýsti yfir áhyggjum af brottflutningi Yasans.Vísir/ARnar Þjarmað var að Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra vegna málsins í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun. Bjarni sagðist ekki telja að félagsmálaráðhera hafi talið sig hafa boðvald yfir ríkislögreglustjóra. Ráðherra hafi viljað gæta að réttindum fólks í viðkvæmri stöðu við þessar aðstæður. „Mér finnst það hins vegar, ég verð að segja það í allan stað mjög óeðlilegt að ráðherrann hringi beint í undirmann annars ráðherra. Hérna þarf maður þó að horfa til þess að dómsmálaráðherra var væntanlega enn steinsofandi á þessum tímapunkti, enda mjög árla morguns,“ sagði Bjarni á Alþingi í morgun. Félagsmálaráðherra þurfi hins vegar að svara betur fyrir málið. Dómsmálaráðherra hafi á endanum tekið ákvörðunina, þrátt fyrir að orðalagið í textaskilaboðum gæti gefið til kynna að Bjarni hafi gert það. „Ég kann ekki að segja frá því nákvæmlega hvers vegna þetta er orðað svona í samskiptunum. Ég hef engar athugasemdir við það hins vegar. Það er alveg hárrétt að í samskiptum mínum við dómsmálaráðherra vildi ég að það væri hundrað prósent skýrt að við værum ekki að hafa afskipti af niðurstöðu í máli. Ákvörðun um brottvísun stendur. Það var meginatriðið.“ Ríkisstjórnin hafi strax á mánudeginum fundað um málið. „Við getum sagt að það hafi farið fram fundur tíu klukkustundum síðar í stjórnarráðinu, óformlegur fundur, þar sem var hægt að fara ýmsar hliðar og undirbúa það að málið kæmi til frekari umræðu í ríkisstjórn á þriðjudeginum.“ Líkt og fram hefur komið hafa Yasan og fjölskylda hans nú fengið alþjóðlega vernd á Íslandi. Alþingi Flóttafólk á Íslandi Mál Yazans Lögreglumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Greint var frá þeim samskiptum sem fóru á milli ráðherra og ríkislögreglustjóra í aðdraganda fyrirhugaðrar brottvísunar hins tólf ára Yasans Tamini í Speglinum í gær. Þar kom fram að lögreglumenn hafi sótt Yasan í Rjóðrið á barnaspítalanum rétt fyrir klukkan ellefu að kvöldi til. Um klukkan tvö hafi móðir hans fengið að hringja í lögmann sinn og þá fóru hjólin að snúast. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, staðfestir við Spegilinn að hún hafi um klukkan sex um morguninn fengið símtal frá Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félgsmálaráðherra, þar sem hann lýsti yfir áhyggjum sínum af brottvísuninni. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri virðist í kjölfarið reyna að ná í Guðrúnu Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra, þar sem upplýst er að um klukkan sjö hafi Guðrún hringt til baka í ríkislögreglustjóra eftir að hafa misst af fleiri en einu símtali. Þar hafi Sigríður Björk lagt áherslu á einungis nokkrar mínútur væru til stefnu ætti að fresta brottflutningi. Tuttugu mínútum síðar hafi dómsmálaráðherra stöðvað flutninginn að beiðni forsætisráðherra til þess að ræða mætti málið innan ríkisstjórnarinnar. Eftirfarandi skilaboð sendi dómsmálaráðherra til ríkislögreglustjóra klukkan 7:38. „Sæl. Í kjölfar samtals okkar rétt í þessu stöðva ég flutning að beiðni forsætisráðherra. Vinsamlegast staðfestu móttöku.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hringdi í ríkislögreglustjóra og lýsti yfir áhyggjum af brottflutningi Yasans.Vísir/ARnar Þjarmað var að Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra vegna málsins í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun. Bjarni sagðist ekki telja að félagsmálaráðhera hafi talið sig hafa boðvald yfir ríkislögreglustjóra. Ráðherra hafi viljað gæta að réttindum fólks í viðkvæmri stöðu við þessar aðstæður. „Mér finnst það hins vegar, ég verð að segja það í allan stað mjög óeðlilegt að ráðherrann hringi beint í undirmann annars ráðherra. Hérna þarf maður þó að horfa til þess að dómsmálaráðherra var væntanlega enn steinsofandi á þessum tímapunkti, enda mjög árla morguns,“ sagði Bjarni á Alþingi í morgun. Félagsmálaráðherra þurfi hins vegar að svara betur fyrir málið. Dómsmálaráðherra hafi á endanum tekið ákvörðunina, þrátt fyrir að orðalagið í textaskilaboðum gæti gefið til kynna að Bjarni hafi gert það. „Ég kann ekki að segja frá því nákvæmlega hvers vegna þetta er orðað svona í samskiptunum. Ég hef engar athugasemdir við það hins vegar. Það er alveg hárrétt að í samskiptum mínum við dómsmálaráðherra vildi ég að það væri hundrað prósent skýrt að við værum ekki að hafa afskipti af niðurstöðu í máli. Ákvörðun um brottvísun stendur. Það var meginatriðið.“ Ríkisstjórnin hafi strax á mánudeginum fundað um málið. „Við getum sagt að það hafi farið fram fundur tíu klukkustundum síðar í stjórnarráðinu, óformlegur fundur, þar sem var hægt að fara ýmsar hliðar og undirbúa það að málið kæmi til frekari umræðu í ríkisstjórn á þriðjudeginum.“ Líkt og fram hefur komið hafa Yasan og fjölskylda hans nú fengið alþjóðlega vernd á Íslandi.
Alþingi Flóttafólk á Íslandi Mál Yazans Lögreglumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“