Heyrn er mannréttindi Kristbjörg Pálsdóttir skrifar 10. október 2024 15:32 Íslenska ríkið hefur í gegnum tíðina ekki horft á heyrnarheilsu sem part af heilbrigðiskerfinu sem styðja þarf við. Gerir það í illri nauðsyn, eins lítið og það kemst upp með. Norðurlöndin sem og flest önnur Evrópuríki niðurgreiða heyrnartæki að lang stærstu eða öllu leiti, hvort sem farið er á opinbera stofnun eða til einkafyrirtækja. Einkafyrirtækin eru með samninga við heilbrigðiskerfin um úthlutun og eftirfylgd með heyrnartækjum. Sérhæfðari tilfelli eins og börn, kuðungsígræðsluþegar og aðrar þyngri heyrnarskerðingar eru inni á heyrnardeildum sjúkrahúsa, sumstaðar einnig einfaldari tilfellin.. Löndin eiga það þó sameiginlegt að kostnaður einstaklingsins er hverfandi fyrir þau hjálpartæki sem hann þarf. Hvort sem það eru heyrnartæki, göngugrindur, gervilimir, hjálpartæki fyrir blinda eða önnur hjálpatæki fyrir athafnir daglegs lífs. En hér á Íslandi þar sem málaflokkurinn er settur í eina litla ríkisstofnun sem á að sinna öllum en hefur ekki bolmagn til að sinna nema fáum vegna fjárskorts. Hér á Íslandi er kökunni ekki jafnt skipt þegar heyrnarskerðing er borin saman við aðrar fatlanir og/eða hamlanir. Oftar en ekki er niðurgreiðsla annara hjálpartækja, en fyrir heyrn, 100% og jafnvel viðgerðir á þeim. Það á ekki við um heyrnartæki. Mörg dæmi er um að fólk spari notkun heyrnartækja því þau eru svo dýr og þau eru svo hrædd um að týna þeim. Hugsið ykkur ef fólk sparaði notkun blindrastafa, gervifóta eða göngugrinda því þetta er svo dýr búnaður! Heyrnarskertir í Evrópuríkjum þurfa ekki að spyrja sig „hef ég efni á því að heyra og taka þátt í samfélaginu; í vinnu, í skólanum, í félagsstörfum“. Það þurfa fullorðnir Íslendingar svo sannarlega að gera. Það eru ekki allt yngra fólk sem á foreldra sem geta aðstoðað við að greiða heyrnartæki þeirra og annan hjálparbúnaðinn til að stunda skóla. Hér á landi hefur fólk þurft að greiða stærri og stærri hluta af ráðstöfunartekjum í heyrnartæki þar sem niðurgreiðslan er föst, fyrir stærsta hópinn, og ekki endurskoðuð með tilliti verðlagsþróunar. Fleiri og fleiri neita sér um heyrnartæki og annan búnað vegna kostnaðar. Hér áður fyrr dugði niðurgreiðsla fyrir a.m.k.. ódýrustu heyrnartækjunum, eins og staðan var 2003 þegar niðurgreiðslan var 28.000 á hvort eyra. Í dag er dugar 60.000 kr. niðurgreiðslan ekki einu sinni fyrir helmingnum af verði ódýrustu tækjanna, langt frá því. Þá er ekki talinn með sá auka búnaður sem auðveldað getur lífið þeirra verr settu og aukið atvinnuþátttöku þeirra. Þeir sem eru mjög illa heyrandi, og uppfylla ákveðin hörð skilyrði fá 80% niðurgreiðslu en þurfa samt að reiða fram fleiri tugi þúsunda fyrir heyrnartæki. Þeir allra verst settu geta svo, að uppfylltum skilyrðum, fengið kuðungsígræðslu. En þá þurfa þeir að greiða 200% meira fyrir utanáliggjandi búnaðinn þó aðgerðin sjálf sé greidd af ríkinu. Auk þess, í mörgum tilfellum, fleiri tugi þúsunda fyrir ýmsa varahluti og/eða viðgerðir. Sumir eru jafnvel svo lánssamir að hafa tvö tæki og þá tvöfaldast kostnaðurinn. Taka skal fram að þeir sem eru með kuðungsígræðslutæki heyra ekkert án þeirra. Síðast en ekki síst eru þeir sem heyra bara á öðru eyra. Ef þeir eru svo heppnir að heyra nægilega vel á hinu eyranu þá fá þeir enga niðurgreiðslu þrátt fyrir að til sé tækni sem getur létt þeim lífið. Það er víst, samkvæmt íslenska ríkinu, alveg nóg að heyra bara öðru megin. Þessu verður að breyta. Íslenska ríkið þarf að niðurgreiða heyrnartæki í samræmi við önnur hjálpartæki. Þjóðin getur ekki beðið mikið lengur. Heyrnarskertir eru jafngildir þegnar í samfélaginu og aðrir. Það eru sjálfsögð mannréttindi að fá að heyra. Höfundur er heyrnarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Íslenska ríkið hefur í gegnum tíðina ekki horft á heyrnarheilsu sem part af heilbrigðiskerfinu sem styðja þarf við. Gerir það í illri nauðsyn, eins lítið og það kemst upp með. Norðurlöndin sem og flest önnur Evrópuríki niðurgreiða heyrnartæki að lang stærstu eða öllu leiti, hvort sem farið er á opinbera stofnun eða til einkafyrirtækja. Einkafyrirtækin eru með samninga við heilbrigðiskerfin um úthlutun og eftirfylgd með heyrnartækjum. Sérhæfðari tilfelli eins og börn, kuðungsígræðsluþegar og aðrar þyngri heyrnarskerðingar eru inni á heyrnardeildum sjúkrahúsa, sumstaðar einnig einfaldari tilfellin.. Löndin eiga það þó sameiginlegt að kostnaður einstaklingsins er hverfandi fyrir þau hjálpartæki sem hann þarf. Hvort sem það eru heyrnartæki, göngugrindur, gervilimir, hjálpartæki fyrir blinda eða önnur hjálpatæki fyrir athafnir daglegs lífs. En hér á Íslandi þar sem málaflokkurinn er settur í eina litla ríkisstofnun sem á að sinna öllum en hefur ekki bolmagn til að sinna nema fáum vegna fjárskorts. Hér á Íslandi er kökunni ekki jafnt skipt þegar heyrnarskerðing er borin saman við aðrar fatlanir og/eða hamlanir. Oftar en ekki er niðurgreiðsla annara hjálpartækja, en fyrir heyrn, 100% og jafnvel viðgerðir á þeim. Það á ekki við um heyrnartæki. Mörg dæmi er um að fólk spari notkun heyrnartækja því þau eru svo dýr og þau eru svo hrædd um að týna þeim. Hugsið ykkur ef fólk sparaði notkun blindrastafa, gervifóta eða göngugrinda því þetta er svo dýr búnaður! Heyrnarskertir í Evrópuríkjum þurfa ekki að spyrja sig „hef ég efni á því að heyra og taka þátt í samfélaginu; í vinnu, í skólanum, í félagsstörfum“. Það þurfa fullorðnir Íslendingar svo sannarlega að gera. Það eru ekki allt yngra fólk sem á foreldra sem geta aðstoðað við að greiða heyrnartæki þeirra og annan hjálparbúnaðinn til að stunda skóla. Hér á landi hefur fólk þurft að greiða stærri og stærri hluta af ráðstöfunartekjum í heyrnartæki þar sem niðurgreiðslan er föst, fyrir stærsta hópinn, og ekki endurskoðuð með tilliti verðlagsþróunar. Fleiri og fleiri neita sér um heyrnartæki og annan búnað vegna kostnaðar. Hér áður fyrr dugði niðurgreiðsla fyrir a.m.k.. ódýrustu heyrnartækjunum, eins og staðan var 2003 þegar niðurgreiðslan var 28.000 á hvort eyra. Í dag er dugar 60.000 kr. niðurgreiðslan ekki einu sinni fyrir helmingnum af verði ódýrustu tækjanna, langt frá því. Þá er ekki talinn með sá auka búnaður sem auðveldað getur lífið þeirra verr settu og aukið atvinnuþátttöku þeirra. Þeir sem eru mjög illa heyrandi, og uppfylla ákveðin hörð skilyrði fá 80% niðurgreiðslu en þurfa samt að reiða fram fleiri tugi þúsunda fyrir heyrnartæki. Þeir allra verst settu geta svo, að uppfylltum skilyrðum, fengið kuðungsígræðslu. En þá þurfa þeir að greiða 200% meira fyrir utanáliggjandi búnaðinn þó aðgerðin sjálf sé greidd af ríkinu. Auk þess, í mörgum tilfellum, fleiri tugi þúsunda fyrir ýmsa varahluti og/eða viðgerðir. Sumir eru jafnvel svo lánssamir að hafa tvö tæki og þá tvöfaldast kostnaðurinn. Taka skal fram að þeir sem eru með kuðungsígræðslutæki heyra ekkert án þeirra. Síðast en ekki síst eru þeir sem heyra bara á öðru eyra. Ef þeir eru svo heppnir að heyra nægilega vel á hinu eyranu þá fá þeir enga niðurgreiðslu þrátt fyrir að til sé tækni sem getur létt þeim lífið. Það er víst, samkvæmt íslenska ríkinu, alveg nóg að heyra bara öðru megin. Þessu verður að breyta. Íslenska ríkið þarf að niðurgreiða heyrnartæki í samræmi við önnur hjálpartæki. Þjóðin getur ekki beðið mikið lengur. Heyrnarskertir eru jafngildir þegnar í samfélaginu og aðrir. Það eru sjálfsögð mannréttindi að fá að heyra. Höfundur er heyrnarfræðingur.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun