„Þrjú skot á markið og tvö af þeim fara inn“ Hjörvar Ólafsson skrifar 10. október 2024 18:16 Ólafur Ingi Skúlason á hliðarlínunni í leiknum í dag. Vísir/Anton Brink Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari íslenska U-21 árs landsliðsins í fótbolta karla, var vitanlega vonsvikinn eftir 2-0 tap liðsins gegn Litáen í undankeppni EM 2025 á Víkingsvelli í dag. Úrslitin þýða að íslenska liðið á ekki lengur möguleika á að komast í lokakeppnina. „Þetta eru mikil vonbrigði, sérstaklega í ljósi þess að mér fannst við klárlega vera sterkari aðilinn í þesssum leik. Þess vegna eru úrslitin mjög svekkjandi. Við vorum ekki alveg nógu sterkir inni á síðasta þriðjung vallarins og þeir fá tvö móment sem þeir ná að nýta," sagði Ólafur Ingi að leik loknum. „Þeir eru að ég held með þrjú skot á markið og tvö af þeim fara inn. Við gerðum okkar seka um mistök í varnarleiknum og fengum svo sannarlega að gjalda fyrir það. Mér fannst við samt sem áður svara ágætlega eftir að við lentum undir en við náðum bara ekki að nýta þær stöður og færi sem við vorum að skapa," sagði Ólafur Ingi enn fremur. „Við töpuðum aldrei trúnni á að geta komið til baka og ég er stoltur af strákunum fyrir það. Við reyndum og reyndum að ná inn marki en það bara gekk ekki því miður. Því fór sem fór. Þeir náðu tveimur skyndisóknum í fyrri hálfleik en við löguðum stöðuna á okkur þegar við misstum boltann í þeim seinni," sagði þjálfarinn um lærisveina sína. „Það er klárt mál að við ætluðum okkur að búa til úrslitleik við Dani og setja þá undir pressu á þeirra heimavelli. Nú er bara ljóst að það verður ekki. Það er samt alltaf eitthvað undir þegar þú spilar landsleik. Það eru nokkrir leikmenn að leika sinn síðasta U-21 landsleik og ég er viss um að þeir leikmenn, sem og bara allt liðið, vill klára þessa vegferð með sóma," sagði Ólafur Ingi um framhaldið. Íslenski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Sjá meira
„Þetta eru mikil vonbrigði, sérstaklega í ljósi þess að mér fannst við klárlega vera sterkari aðilinn í þesssum leik. Þess vegna eru úrslitin mjög svekkjandi. Við vorum ekki alveg nógu sterkir inni á síðasta þriðjung vallarins og þeir fá tvö móment sem þeir ná að nýta," sagði Ólafur Ingi að leik loknum. „Þeir eru að ég held með þrjú skot á markið og tvö af þeim fara inn. Við gerðum okkar seka um mistök í varnarleiknum og fengum svo sannarlega að gjalda fyrir það. Mér fannst við samt sem áður svara ágætlega eftir að við lentum undir en við náðum bara ekki að nýta þær stöður og færi sem við vorum að skapa," sagði Ólafur Ingi enn fremur. „Við töpuðum aldrei trúnni á að geta komið til baka og ég er stoltur af strákunum fyrir það. Við reyndum og reyndum að ná inn marki en það bara gekk ekki því miður. Því fór sem fór. Þeir náðu tveimur skyndisóknum í fyrri hálfleik en við löguðum stöðuna á okkur þegar við misstum boltann í þeim seinni," sagði þjálfarinn um lærisveina sína. „Það er klárt mál að við ætluðum okkur að búa til úrslitleik við Dani og setja þá undir pressu á þeirra heimavelli. Nú er bara ljóst að það verður ekki. Það er samt alltaf eitthvað undir þegar þú spilar landsleik. Það eru nokkrir leikmenn að leika sinn síðasta U-21 landsleik og ég er viss um að þeir leikmenn, sem og bara allt liðið, vill klára þessa vegferð með sóma," sagði Ólafur Ingi um framhaldið.
Íslenski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Sjá meira