„Naut þessa leiks í botn“ Gunnar Gunnarsson skrifar 10. október 2024 23:14 Viðar Örn í ham á hliðarlínunni í fyrra Vísir/Bára Dröfn Höttur heldur efsta sætinu í Bónus-deild karla í körfuknattleik eftir 120-115 sigur á Keflavík í framlengdum leik á Egilsstöðum í kvöld. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari liðsins segir góða greiningu á Keflavíkurliðinu hafa átt stóran þátt í því að Hetti tókst að snúa leiknum sér í vil. „Við skerptum á varnarleiknum, stigum hærra á þá og vorum ákveðnari gegn [Wendell] Green. Við sendum hann á stóru mennina og létum hann taka erfið skot þar. Við vorum full linir gagnvart honum framan af leik, þá fann hann auðveldar sendingar en við hertum á því og náðum betri stoppum.“ „Sóknarlega fórum að hlaupa mikið með engan í horninu og þannig fengum við góðar opnanir,“ svaraði Viðar Örn, aðspurður um hvað hefði snúið leiknum Hetti í vil í lok fjórða leikhluta. Höttur var undir 89-95 þegar fjórar mínútur voru eftir og hafði elt leikinn allt frá öðrum leikhluta. Í hvert skipti sem liðið komst í seilingarfjarlægð við Keflavík virtust gestirnir eiga svör. En Hattarmenn héldu alltaf áfram og það bar árangur. Salvador fann lausnirnar við leik Keflavíkur Viðar sagði nýjan meðþjálfara sinn, Salvador Guardia, hafa átt stóran þátt í að Hetti tókst að leysa úr stöðunni og vinna sig til baka. „Hann á risa þátt í þessum sigri með að greina Keflavíkur liðið vel. Hann kom með hugmyndir um hvað við myndum gera varnarlega, hvernig við settum leikinn upp og það var stór hluti af því að við kláruðum leikinn. Hann kemur með reynslu og góðar hugmyndir inn í það sem við erum að gera.“ Leikurinn var alltaf jafn, hvorugt liðið komst í tíu stiga forustu og oft á tíðum settu leikmenn niður glæsileg skot. „Þetta var þrususkemmtilegur leikur og mikill hávaði í áhorfendum. Það voru læti, tekist á og alls konar barátta í gangi.“ Hattarlið Viðars hafa til þessa verið þekktust fyrir góðan varnarleik en fyrstu tvo leikina á nýju tímabili hefur liðið skorað meira en 100 stig í venjulegum leiktíma. „Þegar við erum samstilltir, hreyfum boltann vel, nýtum okkar fimm menn og ráðumst á vörn andstæðinganna þar sem við ætlum okkur erum við drulluflottir. Við vorum það í dag og síðast og byggjum á því.“ Viðar Örn vonast til að leikurinn gefi Hetti áframhaldandi sjálfstraust. „Við fáum bara tvö stig fyrir sigurinn, þrjú eru ekki í boði þótt við vildum. Sigurinn gefur okkur sjálfstraust og tvö stig. Þau verða ekki tekin af okkur. Við höfum enn hluti sem við getum bætt en við erum á fínum stað þannig það er stefnan að taka tvö stig næst og halda þannig áfram.“ Körfubolti Bónus-deild karla Höttur Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
„Við skerptum á varnarleiknum, stigum hærra á þá og vorum ákveðnari gegn [Wendell] Green. Við sendum hann á stóru mennina og létum hann taka erfið skot þar. Við vorum full linir gagnvart honum framan af leik, þá fann hann auðveldar sendingar en við hertum á því og náðum betri stoppum.“ „Sóknarlega fórum að hlaupa mikið með engan í horninu og þannig fengum við góðar opnanir,“ svaraði Viðar Örn, aðspurður um hvað hefði snúið leiknum Hetti í vil í lok fjórða leikhluta. Höttur var undir 89-95 þegar fjórar mínútur voru eftir og hafði elt leikinn allt frá öðrum leikhluta. Í hvert skipti sem liðið komst í seilingarfjarlægð við Keflavík virtust gestirnir eiga svör. En Hattarmenn héldu alltaf áfram og það bar árangur. Salvador fann lausnirnar við leik Keflavíkur Viðar sagði nýjan meðþjálfara sinn, Salvador Guardia, hafa átt stóran þátt í að Hetti tókst að leysa úr stöðunni og vinna sig til baka. „Hann á risa þátt í þessum sigri með að greina Keflavíkur liðið vel. Hann kom með hugmyndir um hvað við myndum gera varnarlega, hvernig við settum leikinn upp og það var stór hluti af því að við kláruðum leikinn. Hann kemur með reynslu og góðar hugmyndir inn í það sem við erum að gera.“ Leikurinn var alltaf jafn, hvorugt liðið komst í tíu stiga forustu og oft á tíðum settu leikmenn niður glæsileg skot. „Þetta var þrususkemmtilegur leikur og mikill hávaði í áhorfendum. Það voru læti, tekist á og alls konar barátta í gangi.“ Hattarlið Viðars hafa til þessa verið þekktust fyrir góðan varnarleik en fyrstu tvo leikina á nýju tímabili hefur liðið skorað meira en 100 stig í venjulegum leiktíma. „Þegar við erum samstilltir, hreyfum boltann vel, nýtum okkar fimm menn og ráðumst á vörn andstæðinganna þar sem við ætlum okkur erum við drulluflottir. Við vorum það í dag og síðast og byggjum á því.“ Viðar Örn vonast til að leikurinn gefi Hetti áframhaldandi sjálfstraust. „Við fáum bara tvö stig fyrir sigurinn, þrjú eru ekki í boði þótt við vildum. Sigurinn gefur okkur sjálfstraust og tvö stig. Þau verða ekki tekin af okkur. Við höfum enn hluti sem við getum bætt en við erum á fínum stað þannig það er stefnan að taka tvö stig næst og halda þannig áfram.“
Körfubolti Bónus-deild karla Höttur Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira