„Mönnum finnst að lögin eigi ekki að gilda þegar réttlæti þeirra er annað“ Lovísa Arnardóttir skrifar 11. október 2024 08:59 „Ég er búinn að segja það mögum sinnum að ég myndi aldrei vera í svona ofbeldissambandi,“ segir Brynjar um ríkisstjórnarsamstarfið. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það blasa við að kosningar muni fara fram fyrr en í vor. Brynjar telur samskipti innan ríkisstjórnarinnar og við ríkislögreglustjóra í aðdraganda brottvísunar Tamimi fjölskyldunnar óeðlilega. Brynjar segir að þegar ráðherrar eru búnir að tilkynna að þeir ætli ekki að fylgja stjórnarsáttmála, eins og Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna hefur gert, sé augljóst að ekkert annað sé hægt en að slíta samstarfinu. Hann telur líklegt að það gerist jafnvel í nóvember. „Nema einhver komi og verji Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk vantrausti,“ segir Brynjar spurður hvort að það verði kosningar fyrir jól. Brynjar var gestur í Bítinu á Bylgjunni. Þar ræddi hann mögulegar kosningar og um ábyrgð ráðherra og stöðu ríkisstjórnarinnar í tengslum við mál Yazans Tamimi og önnur mál sem klofið hafa ríkisstjórnina. Björn Ingi Hrafnsson ræddi einnig mögulegar kosningar í Bítinu í morgun. Hann sagði von á stórtíðindum og vildi meina að það yrðu hér alþingiskosningar í nóvember. Brynjar segir fólk verða að meta stöðuna. Það séu verkefni sem þurfi að takast á við og ef fólk telji sig geta náð árangri haldi það áfram en telji það ekki líklegt þá verði það að hætta. „Ég er búinn að segja það mögum sinnum að ég myndi aldrei vera í svona ofbeldissambandi. Það myndi ekki hvarfla að mér,“ segir Brynjar og þess vegna hafi hann hætt. Brynjar ræddi að því loknu símtöl Guðmundar Inga Guðbrandssonar félags- og vinnumarkaðsráðherra til ríkislögreglustjóra í aðdraganda þess sem átti að vera brottvísun Yazans Tamimi og fjölskyldu um miðjan síðasta mánuð. Spegillinn á RÚV fékk í vikunni afhent gögn sem vörpuðu betra ljósi á hvað fór fram í aðdraganda þess að dómsmálaráðherra frestaði brottvísun fjölskyldunnar. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, staðfestir við Spegilinn að hún hafi um klukkan sex um morguninn fengið símtal frá Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félagsmálaráðherra, þar sem hann lýsti yfir áhyggjum sínum af brottvísuninni. Eins og fram hefur komið hefur fjölskyldan nú fengið vernd. „Í mínum huga er þetta fullkomlega óþolandi,“ segir Brynjar. Hann rifjaði það upp að þegar hann var aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar sem þá var dómsmálaráðherra hafi Jón fengið svipaða beiðni um að stöðva brottflutning fatlaðs manns frá Írak, Hussein Hussein. „Hann gerði það ekki,“ segir Brynjar og að hann hafi gert Jóni alveg skýrt að ef hann gerði það myndi hann ganga út. Brynjar segir ákveðinn lög í gildi og það séu ákveðnir aðilar sem eigi að framkvæma lögin. Ráðherra eigi aldrei, þó svo að hann sé æðsti maður lögreglunnar, að grípa þar inn í nema eitthvað nýtt komi fram. „Sem breyti því. Ekki bara því þig langar að ræða það í ríkisstjórn, og þú ert búinn að hafa marga mánuði til þess,“ segir Brynjar en sem dæmi hafði brottvísun fjölskyldunnar legið fyrir í marga mánuði. Yrði ekki liðið að ráðherra hringdi um miðja nótt í lögreglu Þá gerir Brynjar einnig athugasemdir við það að þetta gerist allt um miðja nótt að félagsmálaráðherra hringi í ríkislögreglustjóra. Brynjar telur að í öðrum löndum yrði þetta ekki liðið. „Mönnum finnst að lögin eigi ekki að gilda þegar réttlæti þeirra er annað,“ segir Brynjar. Brynjar setti þetta mál í samhengi við hvalveiðimálið þegar Svandís Svavarsdóttir, þá matvælaráðherra, stöðvaði hvalveiðar. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra hringdi í ríkislögreglustjóra um miðja nótt vegna yfirvofandi brottvísunar Tamimi-fjölskyldunnar. Stöð 2/Bjarni Breyta lögum ekki óhlýðnast Brynjar segir lítinn aga í samfélaginu og því láti fólk þetta yfir sig ganga. Hann ítrekar að lögin skipta mestu máli og ef fólk er ósátt við þau þá verði að breyta þeim, ekki óhlýðnast þeim. Hann segir að gera verði greinarmun á því þegar er lögfræðilegur ágreiningur og þegar einhver tekur ákvörðun sem stangast á við lög í pólitískum tilgangi. „Ef þú tekur af ásetningi einhverja ákvörðun, í pólitískum tilgangi, sem þú veist að er andstæð lögum, og telur þig geta komist upp með það. Það er alvarlegi hluturinn,“ segir Brynjar. Hann segir Guðrúnu Hafsteinsdóttur hafa verið í ómögulegri stöðu í aðdraganda brottvísunar Tamimi fjölskyldunnar. Hún beri alltaf ábyrgð á ákvörðuninni sem ráðherra en það sé líklegt að hún hefði sprengt ríkisstjórnina hefði hún ekki stöðvað brottflutninginn. Í hennar stöðu hefði hann sagt af sér. Hægt er að hlusta á viðtalið við Brynjar hér að ofan í heild sinni. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Yazan og fjölskylda komin með vernd Yazan Tamimi, ellefu ára langveikur drengur frá Palestínu og fjölskylda hans, fengu fyrr í dag samþykkta viðbótarvernd hjá Útlendingastofnun. Fjölskyldan var boðuð í viðtal og tilkynnt um þetta. Lögmaður fjölskyldunnar segir bæði kærunefnd útlendingamála og Útlendingastofnun hafa unnið hratt að umsókn þeirra. 8. október 2024 12:26 „Það er af og frá að ég hafi brotið lög“ Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist ekki hafa brotið lög þegar hún frestaði brottvísun Yazans Tamimi í síðasta mánuði. Þá segir hún yfirlýsingar nýs formanns Vinstri grænna um að þingflokkur VG styðji ekki frekari breytingar á útlendingalögum ekki breyta neinu fyrir hana. Hún muni leggja fram þau mál sem eru á hennar þingmálaskrá. 7. október 2024 15:54 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Sjá meira
Brynjar segir að þegar ráðherrar eru búnir að tilkynna að þeir ætli ekki að fylgja stjórnarsáttmála, eins og Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna hefur gert, sé augljóst að ekkert annað sé hægt en að slíta samstarfinu. Hann telur líklegt að það gerist jafnvel í nóvember. „Nema einhver komi og verji Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk vantrausti,“ segir Brynjar spurður hvort að það verði kosningar fyrir jól. Brynjar var gestur í Bítinu á Bylgjunni. Þar ræddi hann mögulegar kosningar og um ábyrgð ráðherra og stöðu ríkisstjórnarinnar í tengslum við mál Yazans Tamimi og önnur mál sem klofið hafa ríkisstjórnina. Björn Ingi Hrafnsson ræddi einnig mögulegar kosningar í Bítinu í morgun. Hann sagði von á stórtíðindum og vildi meina að það yrðu hér alþingiskosningar í nóvember. Brynjar segir fólk verða að meta stöðuna. Það séu verkefni sem þurfi að takast á við og ef fólk telji sig geta náð árangri haldi það áfram en telji það ekki líklegt þá verði það að hætta. „Ég er búinn að segja það mögum sinnum að ég myndi aldrei vera í svona ofbeldissambandi. Það myndi ekki hvarfla að mér,“ segir Brynjar og þess vegna hafi hann hætt. Brynjar ræddi að því loknu símtöl Guðmundar Inga Guðbrandssonar félags- og vinnumarkaðsráðherra til ríkislögreglustjóra í aðdraganda þess sem átti að vera brottvísun Yazans Tamimi og fjölskyldu um miðjan síðasta mánuð. Spegillinn á RÚV fékk í vikunni afhent gögn sem vörpuðu betra ljósi á hvað fór fram í aðdraganda þess að dómsmálaráðherra frestaði brottvísun fjölskyldunnar. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, staðfestir við Spegilinn að hún hafi um klukkan sex um morguninn fengið símtal frá Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félagsmálaráðherra, þar sem hann lýsti yfir áhyggjum sínum af brottvísuninni. Eins og fram hefur komið hefur fjölskyldan nú fengið vernd. „Í mínum huga er þetta fullkomlega óþolandi,“ segir Brynjar. Hann rifjaði það upp að þegar hann var aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar sem þá var dómsmálaráðherra hafi Jón fengið svipaða beiðni um að stöðva brottflutning fatlaðs manns frá Írak, Hussein Hussein. „Hann gerði það ekki,“ segir Brynjar og að hann hafi gert Jóni alveg skýrt að ef hann gerði það myndi hann ganga út. Brynjar segir ákveðinn lög í gildi og það séu ákveðnir aðilar sem eigi að framkvæma lögin. Ráðherra eigi aldrei, þó svo að hann sé æðsti maður lögreglunnar, að grípa þar inn í nema eitthvað nýtt komi fram. „Sem breyti því. Ekki bara því þig langar að ræða það í ríkisstjórn, og þú ert búinn að hafa marga mánuði til þess,“ segir Brynjar en sem dæmi hafði brottvísun fjölskyldunnar legið fyrir í marga mánuði. Yrði ekki liðið að ráðherra hringdi um miðja nótt í lögreglu Þá gerir Brynjar einnig athugasemdir við það að þetta gerist allt um miðja nótt að félagsmálaráðherra hringi í ríkislögreglustjóra. Brynjar telur að í öðrum löndum yrði þetta ekki liðið. „Mönnum finnst að lögin eigi ekki að gilda þegar réttlæti þeirra er annað,“ segir Brynjar. Brynjar setti þetta mál í samhengi við hvalveiðimálið þegar Svandís Svavarsdóttir, þá matvælaráðherra, stöðvaði hvalveiðar. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra hringdi í ríkislögreglustjóra um miðja nótt vegna yfirvofandi brottvísunar Tamimi-fjölskyldunnar. Stöð 2/Bjarni Breyta lögum ekki óhlýðnast Brynjar segir lítinn aga í samfélaginu og því láti fólk þetta yfir sig ganga. Hann ítrekar að lögin skipta mestu máli og ef fólk er ósátt við þau þá verði að breyta þeim, ekki óhlýðnast þeim. Hann segir að gera verði greinarmun á því þegar er lögfræðilegur ágreiningur og þegar einhver tekur ákvörðun sem stangast á við lög í pólitískum tilgangi. „Ef þú tekur af ásetningi einhverja ákvörðun, í pólitískum tilgangi, sem þú veist að er andstæð lögum, og telur þig geta komist upp með það. Það er alvarlegi hluturinn,“ segir Brynjar. Hann segir Guðrúnu Hafsteinsdóttur hafa verið í ómögulegri stöðu í aðdraganda brottvísunar Tamimi fjölskyldunnar. Hún beri alltaf ábyrgð á ákvörðuninni sem ráðherra en það sé líklegt að hún hefði sprengt ríkisstjórnina hefði hún ekki stöðvað brottflutninginn. Í hennar stöðu hefði hann sagt af sér. Hægt er að hlusta á viðtalið við Brynjar hér að ofan í heild sinni.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Yazan og fjölskylda komin með vernd Yazan Tamimi, ellefu ára langveikur drengur frá Palestínu og fjölskylda hans, fengu fyrr í dag samþykkta viðbótarvernd hjá Útlendingastofnun. Fjölskyldan var boðuð í viðtal og tilkynnt um þetta. Lögmaður fjölskyldunnar segir bæði kærunefnd útlendingamála og Útlendingastofnun hafa unnið hratt að umsókn þeirra. 8. október 2024 12:26 „Það er af og frá að ég hafi brotið lög“ Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist ekki hafa brotið lög þegar hún frestaði brottvísun Yazans Tamimi í síðasta mánuði. Þá segir hún yfirlýsingar nýs formanns Vinstri grænna um að þingflokkur VG styðji ekki frekari breytingar á útlendingalögum ekki breyta neinu fyrir hana. Hún muni leggja fram þau mál sem eru á hennar þingmálaskrá. 7. október 2024 15:54 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Sjá meira
Yazan og fjölskylda komin með vernd Yazan Tamimi, ellefu ára langveikur drengur frá Palestínu og fjölskylda hans, fengu fyrr í dag samþykkta viðbótarvernd hjá Útlendingastofnun. Fjölskyldan var boðuð í viðtal og tilkynnt um þetta. Lögmaður fjölskyldunnar segir bæði kærunefnd útlendingamála og Útlendingastofnun hafa unnið hratt að umsókn þeirra. 8. október 2024 12:26
„Það er af og frá að ég hafi brotið lög“ Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist ekki hafa brotið lög þegar hún frestaði brottvísun Yazans Tamimi í síðasta mánuði. Þá segir hún yfirlýsingar nýs formanns Vinstri grænna um að þingflokkur VG styðji ekki frekari breytingar á útlendingalögum ekki breyta neinu fyrir hana. Hún muni leggja fram þau mál sem eru á hennar þingmálaskrá. 7. október 2024 15:54