Grunar að veikindi flugáhafna tengist efni sem finnst í smurolíu Jón Þór Stefánsson skrifar 11. október 2024 13:16 Rannsóknin náði frá árinu 2011 til ársins í ár. Vísir/Vilhelm Rannsóknarnefnd samgönguslysa mælir með því að flugrekendur vakti loftgæði í loftförum sínum. Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar sem varðar mörg tilfelli veikinda hjá fólki í flugáhöfnum frá árinu 2011 til ársins í ár. Nefndin ákvað að hefja rannsókn vegna fjölda tilkynninga um veikindi í áhöfnum Boeing 757 og 767-flugvéla hjá íslenskum flugrekanda. Fram kemur að fólk hafi ýmist fundið fyrir einkennum í flugi en sumir hafi átt við langvinn veikindi að stríða í kjölfarið. Frá 2011 til 2020 komu 216 sambærileg tilfelli sem þessi upp. Átta tilfelli voru tekin sérstaklega til skoðunar. Í skýrslunni segir að það hafi komið í ljós að í sumum þessara átta tilfella hafi atvikin verið af völdum skerts loftflæðis og hitastjórnunar í loftræstikerfi vegna þess að loftrör höfðu aftengst eða verið brotin. Í öðrum tilfellum var talið að loftgæði hafi vantað sem mætti mögulega rekja til mengandi efna. Þar af voru tvö tilfelli þar sem rannsóknarnefndin fékk upplýsingar um veikindin þegar vélin var enn á flugi. Þá var hægt að framkvæma vettvangsrannsókn strax eftir lendingu, en það var ekki hægt í öðrum tilfellum. Fundu efni úr smurolíu um borð Í sýnum sem voru tekin á yfirborðsflötum um borð í vélunum fundust svokölluð tríkresýl fosfat, eða TCP efnasambönd. Nefndin segist ekki geta sagt til um hvort efnin hafi safnast fyrir á meðan á fluginu stóð eða fyrr, eða hvort um langvarandi söfnun efna væri að ræða. Hæsta hlutfallið af TCP efnum fannst í sýnum nærri loftstokkum. Fram kemur að TCP sé um eitt til þrjú prósent þeirra efna sem er að finna í smurolíu sem er notuð á hreyfla Boeing 767-véla hjá umræddum flugrekanda. Hins vegar noti hún að öllu jöfnu ekki smurolíur sem inniheldur efnið á Boeing 757-vélar. Vélarnar tvær voru af sitt hvorri gerðinni, en rannsóknin leiddi í ljós að TCP-efni hefðu fundist á hreyfli 757 vélarinnar. Flugrekandinn heimili þó notkun annarra tegunda af smurolíu ef rétta smurolían er ekki til staðar. Fram kemur að flugrekandinn hafi gripið til margs konar aðgeðra í kjölfar þess að atvikin komu upp og að á síðustu árum hafi tilfellum fækkað umtalsvert. Efnið eitrað en ekki áhyggjuefni Þess má geta að fjallað var um TCP efni í umfangsmikilli skýrslu breskra stjórnvalda um heilsufarsleg áhrif flugferða. Þeir sem unnu þá skýrslu sögðust hafa fengið fjölda ábendinga um mögulega skaðsemi TCP efna á fólk í flugvélum, og þá sérstaklega áhafnir þeirra. Fram kom að efnið væri eitrað og gæti haft mjög slæm áhrif á fólk. Að því sögðu var það niðurstaða rannsakenda að ekki væri þörf á því að hafa miklar áhyggjur af áhrifum efnisins á fólk í flugvélum. Fréttir af flugi Samgönguslys Samgöngur Boeing Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Nefndin ákvað að hefja rannsókn vegna fjölda tilkynninga um veikindi í áhöfnum Boeing 757 og 767-flugvéla hjá íslenskum flugrekanda. Fram kemur að fólk hafi ýmist fundið fyrir einkennum í flugi en sumir hafi átt við langvinn veikindi að stríða í kjölfarið. Frá 2011 til 2020 komu 216 sambærileg tilfelli sem þessi upp. Átta tilfelli voru tekin sérstaklega til skoðunar. Í skýrslunni segir að það hafi komið í ljós að í sumum þessara átta tilfella hafi atvikin verið af völdum skerts loftflæðis og hitastjórnunar í loftræstikerfi vegna þess að loftrör höfðu aftengst eða verið brotin. Í öðrum tilfellum var talið að loftgæði hafi vantað sem mætti mögulega rekja til mengandi efna. Þar af voru tvö tilfelli þar sem rannsóknarnefndin fékk upplýsingar um veikindin þegar vélin var enn á flugi. Þá var hægt að framkvæma vettvangsrannsókn strax eftir lendingu, en það var ekki hægt í öðrum tilfellum. Fundu efni úr smurolíu um borð Í sýnum sem voru tekin á yfirborðsflötum um borð í vélunum fundust svokölluð tríkresýl fosfat, eða TCP efnasambönd. Nefndin segist ekki geta sagt til um hvort efnin hafi safnast fyrir á meðan á fluginu stóð eða fyrr, eða hvort um langvarandi söfnun efna væri að ræða. Hæsta hlutfallið af TCP efnum fannst í sýnum nærri loftstokkum. Fram kemur að TCP sé um eitt til þrjú prósent þeirra efna sem er að finna í smurolíu sem er notuð á hreyfla Boeing 767-véla hjá umræddum flugrekanda. Hins vegar noti hún að öllu jöfnu ekki smurolíur sem inniheldur efnið á Boeing 757-vélar. Vélarnar tvær voru af sitt hvorri gerðinni, en rannsóknin leiddi í ljós að TCP-efni hefðu fundist á hreyfli 757 vélarinnar. Flugrekandinn heimili þó notkun annarra tegunda af smurolíu ef rétta smurolían er ekki til staðar. Fram kemur að flugrekandinn hafi gripið til margs konar aðgeðra í kjölfar þess að atvikin komu upp og að á síðustu árum hafi tilfellum fækkað umtalsvert. Efnið eitrað en ekki áhyggjuefni Þess má geta að fjallað var um TCP efni í umfangsmikilli skýrslu breskra stjórnvalda um heilsufarsleg áhrif flugferða. Þeir sem unnu þá skýrslu sögðust hafa fengið fjölda ábendinga um mögulega skaðsemi TCP efna á fólk í flugvélum, og þá sérstaklega áhafnir þeirra. Fram kom að efnið væri eitrað og gæti haft mjög slæm áhrif á fólk. Að því sögðu var það niðurstaða rannsakenda að ekki væri þörf á því að hafa miklar áhyggjur af áhrifum efnisins á fólk í flugvélum.
Fréttir af flugi Samgönguslys Samgöngur Boeing Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira