Að meðhöndla eðlilegar tilfinningar með lyfjum Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar 11. október 2024 15:32 Í umfjöllun undanfarna daga hefur komið fram að um 15-20% lyfjanotkunar hér á landi sé óþörf. Óljóst er hversu stór hluti þessara lyfja eru geð- eða róandi lyf en ljóst að það hlutfall er líklega töluvert. Þegar lausnin verður að vandamálinu Í starfi mínu sem sálfræðingur hef ég komist að því að brögð eru af því að fólk með enga sögu um andlega vanlíðan séu boðin róandi- eða geðlyf í kjölfar veikinda. Of mörg dæmi eru um að róandi lyf (sem ætluð eru til notkunar í skemmri tíma) séu enn notuð að staðaldri, árum eða jafnvel áratugum síðar. Lyfjameðhöndlun eðlilegra tilfinninga í erfiðum aðstæðum er staðreynd. Langtímanotkun róandi lyfja er líka staðreynd og dæmi um að meðhöndlun með lyfjum er orðin verri en það ástand sem þeim er ætlað að laga. Við erum í auknum mæli að sjúkdómsvæða tilfinningar okkar. Þeir sem eru með greiningar eru flestir upplýstir um hverjar þær eru, en oft verður minna um svör þegar spurt er hvort viðkomandi hafi fengið fræðslu um hvernig eigi að takast á við vanlíðan, ADHD eða aðra andlega kvilla, án lyfja. Að takast á við tilfinningar án lyfja Hreyfing er eitt þeirra náttúrulegu meðala sem hefur áhrif á líðan fólks. Talið er að forfeður okkar hafi hreyft sig í um fimm tíma á dag og gengið allt að 15-18 þúsund skref. Í dag er viðmiðið um 6000 skref á dag og fæstir sem ná því. Greinarhöfundur þar á meðal. Sem sálfræðingur á Reykjalundi spyr ég einstaklinga í endurhæfingu gjarnan hvað því hafi fundist gagnast mest þegar líður að útskrift? Mikill meiri hluti svarar því til að hreyfingin og félagslegt samneyti hafi þar skipt sköpum. Allt litróf tilfinninga er hluti af lífi okkar. Engin getur vænst þess að öðlast eilífa hamingju eða vellíðan. En með því að hafa skýra sín á það hvernig lífi við viljum lifa og sýna okkur mildi á erfiðum stundum erum við nokkrum skrefum nær því að komast í gegnum áskoranir lífsins á heilbrigðan hátt. Höfundur er sálfræðingur á Reykjalundi og Samkennd Heilsusetri. Heimildir: Af hverju líður okkur svona illa þegar við höfum það svona gott e. Anders Hansen. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Lyf Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Í umfjöllun undanfarna daga hefur komið fram að um 15-20% lyfjanotkunar hér á landi sé óþörf. Óljóst er hversu stór hluti þessara lyfja eru geð- eða róandi lyf en ljóst að það hlutfall er líklega töluvert. Þegar lausnin verður að vandamálinu Í starfi mínu sem sálfræðingur hef ég komist að því að brögð eru af því að fólk með enga sögu um andlega vanlíðan séu boðin róandi- eða geðlyf í kjölfar veikinda. Of mörg dæmi eru um að róandi lyf (sem ætluð eru til notkunar í skemmri tíma) séu enn notuð að staðaldri, árum eða jafnvel áratugum síðar. Lyfjameðhöndlun eðlilegra tilfinninga í erfiðum aðstæðum er staðreynd. Langtímanotkun róandi lyfja er líka staðreynd og dæmi um að meðhöndlun með lyfjum er orðin verri en það ástand sem þeim er ætlað að laga. Við erum í auknum mæli að sjúkdómsvæða tilfinningar okkar. Þeir sem eru með greiningar eru flestir upplýstir um hverjar þær eru, en oft verður minna um svör þegar spurt er hvort viðkomandi hafi fengið fræðslu um hvernig eigi að takast á við vanlíðan, ADHD eða aðra andlega kvilla, án lyfja. Að takast á við tilfinningar án lyfja Hreyfing er eitt þeirra náttúrulegu meðala sem hefur áhrif á líðan fólks. Talið er að forfeður okkar hafi hreyft sig í um fimm tíma á dag og gengið allt að 15-18 þúsund skref. Í dag er viðmiðið um 6000 skref á dag og fæstir sem ná því. Greinarhöfundur þar á meðal. Sem sálfræðingur á Reykjalundi spyr ég einstaklinga í endurhæfingu gjarnan hvað því hafi fundist gagnast mest þegar líður að útskrift? Mikill meiri hluti svarar því til að hreyfingin og félagslegt samneyti hafi þar skipt sköpum. Allt litróf tilfinninga er hluti af lífi okkar. Engin getur vænst þess að öðlast eilífa hamingju eða vellíðan. En með því að hafa skýra sín á það hvernig lífi við viljum lifa og sýna okkur mildi á erfiðum stundum erum við nokkrum skrefum nær því að komast í gegnum áskoranir lífsins á heilbrigðan hátt. Höfundur er sálfræðingur á Reykjalundi og Samkennd Heilsusetri. Heimildir: Af hverju líður okkur svona illa þegar við höfum það svona gott e. Anders Hansen.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun