Lýsir hrottafengnu ofbeldi í Reykholti: Bundinn á meðan köldu vatni var bunað á hann Jón Þór Stefánsson skrifar 11. október 2024 16:18 Vettvangur meintrar frelsissviptingar, líkamsárásar og fjárkúgunar í Reykholti. Vísir Maltneskur karlmaður hefur lýst hrottafenginni meðferð af hálfu þriggja einstaklinga um nokkurra daga skeið í lok aprílmánaðar á þessu ári í Reykholti í Biskupstungum. Hann segir að þrír einstaklingar hafi ráðist inn á heimili hans að kvöldi föstudagsins 19. apríl síðastliðinn. Fólkið hafi ráðist á hann með margvíslegu líkamlegu ofbeldi, til að mynda með hnúajárnum. Sparkað hafi verið í hann og hann kýldur víðs vegar um líkamann. Þá hafi hann verið bundinn á höndum og fótum, og látinn liggja löngum stundum á sturtugólfi þar sem köldu vatni hafi verið bunað yfir hann. Einnig hafi hann verið sveltur. Þetta hafi staðið yfir til mánudagsins 22. apríl, en markmið fólksins hafi verið að fá manninn til að gefa upp aðgangsorð á bankareikninga sína þannig að hægt væri að hafa af honum fé. Lýsing mannsins kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Suðurlands sem Landsréttur staðfesti í byrjun júlímánaðar. Lögreglan hefur haft málið til rannsóknar frá 23. apríl eftir að einhver sagði henni að ekki næðist í manninn. Sá sem tilkynnti sagðist óttast um afdrif mannsins og þótti ýmist óvanalegt vera að eiga sér stað sem benti til þess að ekki væri allt með felldu. Stórslasaður fluttur úr landi Tveimur dögum síðar bárust lögreglu upplýsingar um að maðurinn hefði fundist í Möltu, illa haldinn og með áverka víðs vegar um líkamann sem væru sumir alvarlegir. Hann hefði lýst frelsisviptingunni og ofbeldinu og sagt að fé hafi verið haft af honum af þremur einstaklingum. Fólkinu hafi gengið illa að hafa fé frá manninum. Þau hafi neytt hann upp í bíl og fólkið farið með hann í verslun til að afla rafrænna skilríkja fyrir hann, enn í þeim tilgangi að komast yfir fjármuni á bankareikningi hans. Þar á eftir hafi fólkið flutt hann nauðugan og stórslasaðan á flugvöll þar sem honum hafi verið gert að yfirgefa landið. Honum hafi verið hótað að fjölskyldu hans yrði gert mein ef hann myndi leita aðstoðar. Hann hafi því farið úr landi með flugi til Möltu án þess að gera nokkrum viðvart, en hann hafi misst meðvitund fljótlega eftir komuna til landsins. Óttast enn um líf sitt Í upphafi hafi hann talið að ekki hafi tekist að ná fjármunum af bankareikningi hans, en síðan hafi komið í ljós að það hafi tekist taka ríflega 17 milljónir króna, sem var nánast allt sparifé hans, af reikningum hans. Í úrskurði héraðsdóms segir að maðurinn eigi fyrir höndum langt og strangt bataferli, líkamlega sem andlega. Þá óttist hann enn þá mjög um líf sitt. Framburður konu fjarstæðukenndur Úrskurðurinn varðaði gæsluvarðhald konu, sem er einn sakborningur málsins, en Landsréttur felldi hann úr gildi. Haft er eftir lögreglu að hún telji konuna vera annan tveggja sakborninga sem gegndu lykilhlutverki við skipulagningu, undirbúning og framkvæmd brotanna. Framburður konunnar er einkar ótrúverðugur að mati lögreglu og fjarstæðukenndur um margt. Hann hafi tekið miklum breytingum við rannsókn málsins og sé í andstöðu við skýran framburð Maltverjans og rannsóknargögn málsins. Landsréttur felldi úrskurðinn úr gildi, meðal annars vegna þess að læknisfræðileg gögn málsins bendi ekki til þess að maðurinn hafi verið í lífshættu, eða líkur séu á líkamlegum afleiðingum. Vænn og nægjusamur maður Greint var frá málinu í maímánuði. Þá var greint frá því að í fyrstu hafi fjórir Íslendingar verið handteknir. Það væru karlmaður á áttræðisaldri, dóttir hans og tengdasonur um þrítugt, og bróðir tengdasonarins. Eitt af öðru var þetta fólk látið laust úr haldi. Þá hafði fréttastofa eftir íbúum í Reykholti og Laugarási að maltneski karlmaðurinn hefði búið og starfað þar til fleiri ára. Þau báru honum vel söguna. Hann var sagður mjög vænn og nægjusamur maður. Sökum nægjusemi sinnar hafa komið sér upp einhverjum sjóði. Sakborningarnir eru grunaðir um að hafa reynt að sækja í þann sjóð. Fjárkúgun í Reykholti Lögreglumál Bláskógabyggð Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Hann segir að þrír einstaklingar hafi ráðist inn á heimili hans að kvöldi föstudagsins 19. apríl síðastliðinn. Fólkið hafi ráðist á hann með margvíslegu líkamlegu ofbeldi, til að mynda með hnúajárnum. Sparkað hafi verið í hann og hann kýldur víðs vegar um líkamann. Þá hafi hann verið bundinn á höndum og fótum, og látinn liggja löngum stundum á sturtugólfi þar sem köldu vatni hafi verið bunað yfir hann. Einnig hafi hann verið sveltur. Þetta hafi staðið yfir til mánudagsins 22. apríl, en markmið fólksins hafi verið að fá manninn til að gefa upp aðgangsorð á bankareikninga sína þannig að hægt væri að hafa af honum fé. Lýsing mannsins kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Suðurlands sem Landsréttur staðfesti í byrjun júlímánaðar. Lögreglan hefur haft málið til rannsóknar frá 23. apríl eftir að einhver sagði henni að ekki næðist í manninn. Sá sem tilkynnti sagðist óttast um afdrif mannsins og þótti ýmist óvanalegt vera að eiga sér stað sem benti til þess að ekki væri allt með felldu. Stórslasaður fluttur úr landi Tveimur dögum síðar bárust lögreglu upplýsingar um að maðurinn hefði fundist í Möltu, illa haldinn og með áverka víðs vegar um líkamann sem væru sumir alvarlegir. Hann hefði lýst frelsisviptingunni og ofbeldinu og sagt að fé hafi verið haft af honum af þremur einstaklingum. Fólkinu hafi gengið illa að hafa fé frá manninum. Þau hafi neytt hann upp í bíl og fólkið farið með hann í verslun til að afla rafrænna skilríkja fyrir hann, enn í þeim tilgangi að komast yfir fjármuni á bankareikningi hans. Þar á eftir hafi fólkið flutt hann nauðugan og stórslasaðan á flugvöll þar sem honum hafi verið gert að yfirgefa landið. Honum hafi verið hótað að fjölskyldu hans yrði gert mein ef hann myndi leita aðstoðar. Hann hafi því farið úr landi með flugi til Möltu án þess að gera nokkrum viðvart, en hann hafi misst meðvitund fljótlega eftir komuna til landsins. Óttast enn um líf sitt Í upphafi hafi hann talið að ekki hafi tekist að ná fjármunum af bankareikningi hans, en síðan hafi komið í ljós að það hafi tekist taka ríflega 17 milljónir króna, sem var nánast allt sparifé hans, af reikningum hans. Í úrskurði héraðsdóms segir að maðurinn eigi fyrir höndum langt og strangt bataferli, líkamlega sem andlega. Þá óttist hann enn þá mjög um líf sitt. Framburður konu fjarstæðukenndur Úrskurðurinn varðaði gæsluvarðhald konu, sem er einn sakborningur málsins, en Landsréttur felldi hann úr gildi. Haft er eftir lögreglu að hún telji konuna vera annan tveggja sakborninga sem gegndu lykilhlutverki við skipulagningu, undirbúning og framkvæmd brotanna. Framburður konunnar er einkar ótrúverðugur að mati lögreglu og fjarstæðukenndur um margt. Hann hafi tekið miklum breytingum við rannsókn málsins og sé í andstöðu við skýran framburð Maltverjans og rannsóknargögn málsins. Landsréttur felldi úrskurðinn úr gildi, meðal annars vegna þess að læknisfræðileg gögn málsins bendi ekki til þess að maðurinn hafi verið í lífshættu, eða líkur séu á líkamlegum afleiðingum. Vænn og nægjusamur maður Greint var frá málinu í maímánuði. Þá var greint frá því að í fyrstu hafi fjórir Íslendingar verið handteknir. Það væru karlmaður á áttræðisaldri, dóttir hans og tengdasonur um þrítugt, og bróðir tengdasonarins. Eitt af öðru var þetta fólk látið laust úr haldi. Þá hafði fréttastofa eftir íbúum í Reykholti og Laugarási að maltneski karlmaðurinn hefði búið og starfað þar til fleiri ára. Þau báru honum vel söguna. Hann var sagður mjög vænn og nægjusamur maður. Sökum nægjusemi sinnar hafa komið sér upp einhverjum sjóði. Sakborningarnir eru grunaðir um að hafa reynt að sækja í þann sjóð.
Fjárkúgun í Reykholti Lögreglumál Bláskógabyggð Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent