Mary drottning hafi undrast umræðu um brúna skó Björns Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. október 2024 15:12 Halla ræddi fréttaflutning af klæðaburði hennar og eiginmannsins á Bylgjunni. getty „Hvort sem það er gott eða slæmt þá eru umræður um umbúðir oft meiri en um innihald,“ segir Halla Tómasdóttir forseti Íslands um fréttaflutning af Danmerkurheimsókn hennar undanfarna daga. Hún segir Mary Danadrottningu hafa undrast á þeirri athygli sem brúnir skór Björns Skúlasonar eiginmanns Höllu hafi fengið hér á landi. Danmerkurheimsókn Höllu hefur verið mikill fréttamatur undanfarna daga og allar hliðar heimsóknarinnar verið undir nálarauga fjölmiðla; klæðaburður hennar og eiginmannsins, hegðun og ræðuhöld sem dæmi. „Ég hugsa að allar konur, sem gegna áberandi störfum, allavega á bakvið luktar dyr, ræð að þessu fylgir aukaálag og fyrirhöfn. En þú verður, ef þú ætlar að vera í svona hlutverki, að átta sig á því að þetta er hluti af því. Ég get sagt að það vakti athygli hjá mér, og jafnvel dönsku drottningunni, að umræða um brúna skó eiginmanns míns hefði verið mest lesna fréttin á Íslandi eftir dag þar sem margar aðrar innihaldsríkar fréttir urðu til,“ segir Halla sem ræddi málið í Bakaríinu á Bylgjunni í dag. Hún bar brúnu skóna saman við „klútabyltinguna“ frá kosningunum í vor, og segir „brúnu-skóbyltinguna“ hafa farið af stað daginn eftir fréttaflutninginn. „Til að sýna forsetagæjanum stuðning. Ég hef auðvitað ekki yfir neinu að kvarta, fólk er að lesa þessar fréttir mest, en ég held að við ættum að velta því fyrir okkur að fréttir um innihald ræðunnar var það sem fór hæst,“ segir Halla og bætir við að vinátta og tengsl þjóðanna hafi styrkst eftir heimsóknina. Greint var frá því í síðustu viku að Halla hafi kæðst kjól sem kostar um 642 þúsund íslenskar krónur í hátíðarkvöldverðinum sem haldinn var síðast liðinn þriðjudag í Kristjánsborgarhöll. „Ég kaupi öll mín föt sjálf,“ segir Halla spurð út í kjólinn sem fjallað var um. Hún segist upprunalega hafa ætlað, í samstarfi við Björgu í Spakmannsspjörum, að endurnýta efnið úr kjólnum sem hún klæddist á innsetningarathöfninni í sumar, í nafni sjálfbærni. Í ljós kom að nælurnar sem Halla átti að bera festust ekki í því efni og þá voru góð ráð dýr. Kjólinn fann hún hjá fatahönnuðinum Jenny Packham. Jafnréttismál að konur þurfi stanslaust að finna nýja kjóla Varðandi heimsóknina segir Halla að Ísland hafi verið fyrirmynd Dana í jafnréttismálum. „Eitt af því sem ég var stoltust af í Danmörku var hvað við vorum með jöfn kynjahlutföll í öllu sem við gerðum, hvort sem var á boðslistum eða í þáttöku í umræðum. En það er jafnréttísmál að ræða þá staðreynd að karl getur farið í sömu kjólfötin í hverja einustu heimsókn og orðurnar passa vel við,“ segir Halla létt í bragði. „Eigum við ekki að segja að flestar konur fagni þeim tækifærum að tala um hversu mikla áherslu við virðumst leggja á umbúðir yfir innihald þegar það kemur að kvenleiðtogum hvar sem þær eru,“ segir Halla í viðtalinu sem má hlusta á í heild sinni hér að neðan. Danmörk Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Friðrik X Danakonungur Tengdar fréttir Höllu fylgt um Kaupmannahöfn: „Er hún ekki vinsæl á Íslandi?“ Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, fagnaði 56 ára afmæli í gær. Hún er nýkomin aftur heim úr sinni fyrstu opinberu heimsókn til Danmerkur þar sem öllu var til tjaldað. Heimsókn sem hún lýsir sjálf sem lærdómsríku ævintýri. Töluverður áhugi var fyrir heimsókninni í Danmörku og komust færri fjölmiðlar að en vildu á helstu viðburði. 12. október 2024 07:35 Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Danmerkurheimsókn Höllu hefur verið mikill fréttamatur undanfarna daga og allar hliðar heimsóknarinnar verið undir nálarauga fjölmiðla; klæðaburður hennar og eiginmannsins, hegðun og ræðuhöld sem dæmi. „Ég hugsa að allar konur, sem gegna áberandi störfum, allavega á bakvið luktar dyr, ræð að þessu fylgir aukaálag og fyrirhöfn. En þú verður, ef þú ætlar að vera í svona hlutverki, að átta sig á því að þetta er hluti af því. Ég get sagt að það vakti athygli hjá mér, og jafnvel dönsku drottningunni, að umræða um brúna skó eiginmanns míns hefði verið mest lesna fréttin á Íslandi eftir dag þar sem margar aðrar innihaldsríkar fréttir urðu til,“ segir Halla sem ræddi málið í Bakaríinu á Bylgjunni í dag. Hún bar brúnu skóna saman við „klútabyltinguna“ frá kosningunum í vor, og segir „brúnu-skóbyltinguna“ hafa farið af stað daginn eftir fréttaflutninginn. „Til að sýna forsetagæjanum stuðning. Ég hef auðvitað ekki yfir neinu að kvarta, fólk er að lesa þessar fréttir mest, en ég held að við ættum að velta því fyrir okkur að fréttir um innihald ræðunnar var það sem fór hæst,“ segir Halla og bætir við að vinátta og tengsl þjóðanna hafi styrkst eftir heimsóknina. Greint var frá því í síðustu viku að Halla hafi kæðst kjól sem kostar um 642 þúsund íslenskar krónur í hátíðarkvöldverðinum sem haldinn var síðast liðinn þriðjudag í Kristjánsborgarhöll. „Ég kaupi öll mín föt sjálf,“ segir Halla spurð út í kjólinn sem fjallað var um. Hún segist upprunalega hafa ætlað, í samstarfi við Björgu í Spakmannsspjörum, að endurnýta efnið úr kjólnum sem hún klæddist á innsetningarathöfninni í sumar, í nafni sjálfbærni. Í ljós kom að nælurnar sem Halla átti að bera festust ekki í því efni og þá voru góð ráð dýr. Kjólinn fann hún hjá fatahönnuðinum Jenny Packham. Jafnréttismál að konur þurfi stanslaust að finna nýja kjóla Varðandi heimsóknina segir Halla að Ísland hafi verið fyrirmynd Dana í jafnréttismálum. „Eitt af því sem ég var stoltust af í Danmörku var hvað við vorum með jöfn kynjahlutföll í öllu sem við gerðum, hvort sem var á boðslistum eða í þáttöku í umræðum. En það er jafnréttísmál að ræða þá staðreynd að karl getur farið í sömu kjólfötin í hverja einustu heimsókn og orðurnar passa vel við,“ segir Halla létt í bragði. „Eigum við ekki að segja að flestar konur fagni þeim tækifærum að tala um hversu mikla áherslu við virðumst leggja á umbúðir yfir innihald þegar það kemur að kvenleiðtogum hvar sem þær eru,“ segir Halla í viðtalinu sem má hlusta á í heild sinni hér að neðan.
Danmörk Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Friðrik X Danakonungur Tengdar fréttir Höllu fylgt um Kaupmannahöfn: „Er hún ekki vinsæl á Íslandi?“ Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, fagnaði 56 ára afmæli í gær. Hún er nýkomin aftur heim úr sinni fyrstu opinberu heimsókn til Danmerkur þar sem öllu var til tjaldað. Heimsókn sem hún lýsir sjálf sem lærdómsríku ævintýri. Töluverður áhugi var fyrir heimsókninni í Danmörku og komust færri fjölmiðlar að en vildu á helstu viðburði. 12. október 2024 07:35 Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Höllu fylgt um Kaupmannahöfn: „Er hún ekki vinsæl á Íslandi?“ Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, fagnaði 56 ára afmæli í gær. Hún er nýkomin aftur heim úr sinni fyrstu opinberu heimsókn til Danmerkur þar sem öllu var til tjaldað. Heimsókn sem hún lýsir sjálf sem lærdómsríku ævintýri. Töluverður áhugi var fyrir heimsókninni í Danmörku og komust færri fjölmiðlar að en vildu á helstu viðburði. 12. október 2024 07:35
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið