Guðrún nálgast fullkomnun Sindri Sverrisson skrifar 12. október 2024 15:11 Guðrún Arnardóttir og liðsfélagar hennar hætta ekki að vinna. Getty/Alex Grimm Fjöldi íslenskra fótboltakvenna er á ferðinni í dag og var leikjum að ljúka í Svíþjóð, Noregi og á Ítalíu. Guðrún Arnardóttir nálgast fullkomið tímabil í Svíþjóð. Guðrún og stöllur í Rosengård hafa þegar fagnað sænska meistaratitlinum en þær eru auk þess búnar að vinna alla deildarleiki sína á tímabilinu. Það breyttist ekki í dag þegar þær unnu Norrköping á útivelli, þó aðeins 1-0. Guðrún var á sínum stað í vörn Rosengård sem nú hefur unnið 23 leiki og er aðeins þremur leikjum frá fullkomnu tímabili. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir og Katla María Þórðardóttir fögnuðu mikilvægum 3-2 útisigri með Örebro gegn Trelleborg í botnbaráttunni. Örebro er áfram í þriðja neðsta sæti, sem leiðir til umspils við lið úr næstefstu deild, en nú tveimur stigum fyrir ofan næsta lið, AIK. Trelleborg er á botninum og er fallið. María Ólafsdóttir Gros varð hins vegar að sætta sig við 8-1 risatap á útivelli gegn Häcken með liði sínu Linköping sem siglir lygnan sjó um miðja deild. Ásdís neðar en Selma vegna fjárhagsvandræða Selma Sól Magnúsdóttir og stöllur hennar í Rosenborg töpuðu 2-1 á heimavelli gegn Lilleström, með Ásdísi Karen Halldórsdóttur innanborðs. Ásdís Karen Halldórsdóttir var á sínum stað í fremstu víglínu Lilleström.X-síða LSK Lilleström hefur átt í miklum fjárhagsvandræðum og missst stig af þeim sökum, svo liðið er enn í 4. sæti og nú með 38 stig þrátt fyrir 13 sigra og 3 jafntefli, en Rosenborg er með 40 stig í 3. sæti. Brann vann Stabæk 3-0 og er í 2. sæti, svo Sædís Rún Heiðarsdóttir getur ekki orðið norskur meistari í dag eins og mögulegt var, með liði Vålerenga sem á nú í höggi við Lyn. Sigri Vålerenga verður liðið með 63 stig, ellefu stigum á undan Brann þegar fjórar umferðir verða eftir. Alexandra í frábærum málum á Ítalíu Alexandra Jóhannsdóttir lék allan leikinn með Fiorentina sem vann 3-1 útisigur gegn Sassuolo í ítölsku A-deildnni, og hefur þar með unnið fimm af fyrstu sex leikjum sínum á tímabilinu. Liðið er því með fimmtán stig líkt og topplið Juventus sem er með leik til góða við Roma á morgun. Ítalski boltinn Sænski boltinn Norski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Sjá meira
Guðrún og stöllur í Rosengård hafa þegar fagnað sænska meistaratitlinum en þær eru auk þess búnar að vinna alla deildarleiki sína á tímabilinu. Það breyttist ekki í dag þegar þær unnu Norrköping á útivelli, þó aðeins 1-0. Guðrún var á sínum stað í vörn Rosengård sem nú hefur unnið 23 leiki og er aðeins þremur leikjum frá fullkomnu tímabili. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir og Katla María Þórðardóttir fögnuðu mikilvægum 3-2 útisigri með Örebro gegn Trelleborg í botnbaráttunni. Örebro er áfram í þriðja neðsta sæti, sem leiðir til umspils við lið úr næstefstu deild, en nú tveimur stigum fyrir ofan næsta lið, AIK. Trelleborg er á botninum og er fallið. María Ólafsdóttir Gros varð hins vegar að sætta sig við 8-1 risatap á útivelli gegn Häcken með liði sínu Linköping sem siglir lygnan sjó um miðja deild. Ásdís neðar en Selma vegna fjárhagsvandræða Selma Sól Magnúsdóttir og stöllur hennar í Rosenborg töpuðu 2-1 á heimavelli gegn Lilleström, með Ásdísi Karen Halldórsdóttur innanborðs. Ásdís Karen Halldórsdóttir var á sínum stað í fremstu víglínu Lilleström.X-síða LSK Lilleström hefur átt í miklum fjárhagsvandræðum og missst stig af þeim sökum, svo liðið er enn í 4. sæti og nú með 38 stig þrátt fyrir 13 sigra og 3 jafntefli, en Rosenborg er með 40 stig í 3. sæti. Brann vann Stabæk 3-0 og er í 2. sæti, svo Sædís Rún Heiðarsdóttir getur ekki orðið norskur meistari í dag eins og mögulegt var, með liði Vålerenga sem á nú í höggi við Lyn. Sigri Vålerenga verður liðið með 63 stig, ellefu stigum á undan Brann þegar fjórar umferðir verða eftir. Alexandra í frábærum málum á Ítalíu Alexandra Jóhannsdóttir lék allan leikinn með Fiorentina sem vann 3-1 útisigur gegn Sassuolo í ítölsku A-deildnni, og hefur þar með unnið fimm af fyrstu sex leikjum sínum á tímabilinu. Liðið er því með fimmtán stig líkt og topplið Juventus sem er með leik til góða við Roma á morgun.
Ítalski boltinn Sænski boltinn Norski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Sjá meira