Áður farið af sporinu sem dragi alltaf dilk á eftir sér Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. október 2024 18:14 Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm „Ég er auðvitað ósammála þessari nálgun á málið. Ég held að almenningur allur sé sammála um það að það sé kjarnahlutverk Orkuveitunnar að sjá borgarbúum fyrir vatni og orku. Það er í kringum þá starfsemi sem Orkuveitan er stofnuð. Staðreyndin er sú að í sögulegu samhengi þá hefur félagið áður farið út af sporinu og ráðist í verkefni sem eru ekki í þágu borgarbúa með beinum hætti og þessi verkefni hafa alltaf dregið dilk á eftir sér.“ Þetta segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, í samtali við Vísi um Orkuveitu Reykjavíkur. Hildur gagnrýndi Orkuveituna á fimmtudaginn í viðtali við Ríkisútvarpið en þar sagði hún Carbfix vera áhættuatriði fyrir skattgreiðendur. Hún vísaði til óvissu um framtíð Coda Terminal, dótturfyrirtæki Carbfix, í Straumsvík eftir að ákveðið var að verkefnið færi í íbúakosningu í Hafnarfirði. Verkefnið stefnir á að dæla niður koldíoxíð niður í berggrunninn steinsnar frá Völlunum. Ósammála um kjarnahlutverk félagsins Í frétt RÚV um málið kom fram að 68 milljarðar króna af almannafé ætti að fara í uppbyggingu Carbfix á næstu fjórum árum. Hildur sagði að Orkuveitan væri komin langt út fyrir hlutverk fyrirtækisins með því að starfrækja Carbfix. Orkuveitan gerði athugasemd við staðhæfingar oddvitans í gær og bendi á að afla eigi 61,2 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrir Carbfix og Ljósleiðarann, annað dótturfélag Orkuveitunnar. Einnig var tekið fram að í lögum um Orkuveitu Reykjavíkur sem tóku gildið árið 2014 að fyrirtæki og dótturfélög Orkuveitunnar stundi ekki einungis vinnslu og sölu á rafmagni og heitu vatni heldur starfsemi sem tengist kjaranstarfsemi þess, þar með talið geymslu koltvísýrings og annarra vatnsleysanlegra gastegunda í jörðu. Rekstur Orkuveitunnar blásið út Spurð hvers vegna hún hafi sagt Orkuveituna vera komna út fyrir hlutverk sitt með Carbfix þó að starfsemin falli undir lögin frá árinu 2014 segir Hildur: „Það var auðvitað bara lagabreyting sem var sérstaklega sniðin að Carbfix-verkefninu. Það má auðvitað taka ákvörðun um að draga það til baka en það er engin sérstök þörf á því. Það er auðvitað bara algjörlega augljóst mál að kjarnahlutverk Orkuveitu Reykjavíkur, sem er fyrirtæki í opinberri eigu sem á að þjóna hagsmunum borgarbúa, sé að sjá borgarbúum fyrir vatni og orku. Staðan er bara sú að á undanförnum árum hefur rekstur Orkuveitunnar blásið út. Við höfum lýst margoft þeirri skoðun að það sé löngu tímabært að stíga á bremsuna í rekstrinum og leita aftur kjarnans.“ Starfseminni fylgi áhætta Hildur setur þann fyrirvara á að hún sé þó jákvæð gagnvart verkefnum Carbfix og nefnir að þar starfi úrvalshópur vísindamanna og hæfileikafólks sem standi sig vel í sínu starfi. „Þetta snýst ekki um það. Þetta snýst bara um hvort að verkefnið eigi að vera í höndum hins opinbera og hvort við eigum að taka áhættu með skattfé almennings. Að mínu mati er það alveg skýrt að þetta verkefni færi mun betur í höndum fjárfesta.“ Hildur ítrekar að Orkuveitan hafi í gegnum tíðina lánað heilmikið fé til Carbfix og að því fylgi áhætta. Hún segir fráleitt að halda öðru fram. „Það er mín grundvallarafstaða að fyrirtæki í opinberri eigu eigi hvorki að vera í samkeppnisrekstri, né heldur áhættufrekum fjárfestingum á reikning skattgreiðenda.“ Borgarstjórn Orkumál Loftslagsmál Reykjavík Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Þetta segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, í samtali við Vísi um Orkuveitu Reykjavíkur. Hildur gagnrýndi Orkuveituna á fimmtudaginn í viðtali við Ríkisútvarpið en þar sagði hún Carbfix vera áhættuatriði fyrir skattgreiðendur. Hún vísaði til óvissu um framtíð Coda Terminal, dótturfyrirtæki Carbfix, í Straumsvík eftir að ákveðið var að verkefnið færi í íbúakosningu í Hafnarfirði. Verkefnið stefnir á að dæla niður koldíoxíð niður í berggrunninn steinsnar frá Völlunum. Ósammála um kjarnahlutverk félagsins Í frétt RÚV um málið kom fram að 68 milljarðar króna af almannafé ætti að fara í uppbyggingu Carbfix á næstu fjórum árum. Hildur sagði að Orkuveitan væri komin langt út fyrir hlutverk fyrirtækisins með því að starfrækja Carbfix. Orkuveitan gerði athugasemd við staðhæfingar oddvitans í gær og bendi á að afla eigi 61,2 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrir Carbfix og Ljósleiðarann, annað dótturfélag Orkuveitunnar. Einnig var tekið fram að í lögum um Orkuveitu Reykjavíkur sem tóku gildið árið 2014 að fyrirtæki og dótturfélög Orkuveitunnar stundi ekki einungis vinnslu og sölu á rafmagni og heitu vatni heldur starfsemi sem tengist kjaranstarfsemi þess, þar með talið geymslu koltvísýrings og annarra vatnsleysanlegra gastegunda í jörðu. Rekstur Orkuveitunnar blásið út Spurð hvers vegna hún hafi sagt Orkuveituna vera komna út fyrir hlutverk sitt með Carbfix þó að starfsemin falli undir lögin frá árinu 2014 segir Hildur: „Það var auðvitað bara lagabreyting sem var sérstaklega sniðin að Carbfix-verkefninu. Það má auðvitað taka ákvörðun um að draga það til baka en það er engin sérstök þörf á því. Það er auðvitað bara algjörlega augljóst mál að kjarnahlutverk Orkuveitu Reykjavíkur, sem er fyrirtæki í opinberri eigu sem á að þjóna hagsmunum borgarbúa, sé að sjá borgarbúum fyrir vatni og orku. Staðan er bara sú að á undanförnum árum hefur rekstur Orkuveitunnar blásið út. Við höfum lýst margoft þeirri skoðun að það sé löngu tímabært að stíga á bremsuna í rekstrinum og leita aftur kjarnans.“ Starfseminni fylgi áhætta Hildur setur þann fyrirvara á að hún sé þó jákvæð gagnvart verkefnum Carbfix og nefnir að þar starfi úrvalshópur vísindamanna og hæfileikafólks sem standi sig vel í sínu starfi. „Þetta snýst ekki um það. Þetta snýst bara um hvort að verkefnið eigi að vera í höndum hins opinbera og hvort við eigum að taka áhættu með skattfé almennings. Að mínu mati er það alveg skýrt að þetta verkefni færi mun betur í höndum fjárfesta.“ Hildur ítrekar að Orkuveitan hafi í gegnum tíðina lánað heilmikið fé til Carbfix og að því fylgi áhætta. Hún segir fráleitt að halda öðru fram. „Það er mín grundvallarafstaða að fyrirtæki í opinberri eigu eigi hvorki að vera í samkeppnisrekstri, né heldur áhættufrekum fjárfestingum á reikning skattgreiðenda.“
Borgarstjórn Orkumál Loftslagsmál Reykjavík Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira