Svandís safnar sjálfboðaliðum: „Ég bið ykkur um aðstoð” Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. október 2024 20:24 Svandís Svavarsdóttir formaður VG. Stöð 2/Bjarni Svandís Svavarsdóttir formaður VG hefur sent ákall til flokksmanna um að nú sé kosningabaráttan hafin og hvetur öll sem hönd geti lagt á plóg til að skrá sig sem sjálfboðaliða. Þetta kemur fram í bréfi sem stílað er til félaga í flokknum nú rétt fyrir átta í kvöld. „Ég vil biðja ykkur öll sem getið aðstoðað að vera viðbúin og ég bið ykkur um aðstoð. Sjaldan í sögu hreyfingarinnar hefur eins mikið verið undir í kosningum og nú. Skrifstofa hreyfingarinnar er þegar byrjuð að undirbúa allt sem þarf að undirbúa. Við munum þurfa fólk í að manna alla pósta í kosningabaráttu, sem verður stutt og snörp,” skrifar Svandís meðal annars í bréfinu. Svandís birti einnig meðfylgjandi færslu á Facebook fyrr í kvöld. Svandís sagði í samtali við fréttastofu síðdegis að ákvörðun forsætisráðherra um að fara fram á þingrof og boða kosningar hafi komið sér í opna skjöldu. Vinstri græn hafa ekki verið að mælast vel í skoðanakönnunum að undanförnu en miðað við sumar nýlegar kannanir myndi flokkurinn ekki ná nægu fylgi til að ná manni inn á þing. Svandís tók við formennsku í flokknum eftir að hún hlaut yfirburðakosningu í embætti formanns á landsfundi flokksins. Hún var ein í framboði. Bréfið í heild sinni má lesa hér að neðan: Kæru félagar!Eftir tíðindi dagsins er ljóst að kosningar verða hér innan tíðar. Valdið er kjósenda.Sýn okkar í VG er skýr: Við erum hér fyrir fólkið í landinu og úrlausnarefni okkar stjórnmála snúast um brauðstrit venjulegs fólks, húsnæði, efnahag og velferð. Ég vil biðja ykkur öll sem getið aðstoðað að vera viðbúin og ég bið ykkur um aðstoð. Sjaldan í sögu hreyfingarinnar hefur eins mikið verið undir í kosningum og nú. Skrifstofa hreyfingarinnar er þegar byrjuð að undirbúa allt sem þarf að undirbúa. Við munum þurfa fólk í að manna alla pósta í kosningabaráttu, sem verður stutt og snörp. Hér getið þið skráð ykkur sem sjálfboðaliða. Í gær hittust formenn ríkisstjórnarflokkanna til þess að fara yfir snúna stöðu. Eins og alþjóð veit þá er stærsta viðfangsefni ríkisstjórnarinnar að ná niður verðbólgu og skapa þar með skilyrði fyrir lækkun vaxta, fyrir heimili og atvinnulíf. Við ræddum ýmis álitamál og ég lagði þar áherslu á að okkar nálgun í VG byggir alltaf á félagslegum grunni. En í dag tilkynnti forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins að hann hygðist fara á fund forseta með tillögu um þingrof. Það kom mér á óvart, þar sem ekkert benti til þessara tíðinda á fundi gærdagsins. En þetta þýðir að kosningabaráttan er hafin. Þar munum við leggja áherslu á brýn verkefni í þágu almennings í landinu, umhverfis og náttúru. Úthald ríkisstjórnarinnar undir forystu Sjálfstæðisflokksins er þrotið en við í VG erum í startholunum uppfull af eldmóði, baráttuhug og gleði. Við hlökkum til kosningabaráttunnar, hitta grasrótina okkar og kjósendur. Og við erum í stuði! Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
„Ég vil biðja ykkur öll sem getið aðstoðað að vera viðbúin og ég bið ykkur um aðstoð. Sjaldan í sögu hreyfingarinnar hefur eins mikið verið undir í kosningum og nú. Skrifstofa hreyfingarinnar er þegar byrjuð að undirbúa allt sem þarf að undirbúa. Við munum þurfa fólk í að manna alla pósta í kosningabaráttu, sem verður stutt og snörp,” skrifar Svandís meðal annars í bréfinu. Svandís birti einnig meðfylgjandi færslu á Facebook fyrr í kvöld. Svandís sagði í samtali við fréttastofu síðdegis að ákvörðun forsætisráðherra um að fara fram á þingrof og boða kosningar hafi komið sér í opna skjöldu. Vinstri græn hafa ekki verið að mælast vel í skoðanakönnunum að undanförnu en miðað við sumar nýlegar kannanir myndi flokkurinn ekki ná nægu fylgi til að ná manni inn á þing. Svandís tók við formennsku í flokknum eftir að hún hlaut yfirburðakosningu í embætti formanns á landsfundi flokksins. Hún var ein í framboði. Bréfið í heild sinni má lesa hér að neðan: Kæru félagar!Eftir tíðindi dagsins er ljóst að kosningar verða hér innan tíðar. Valdið er kjósenda.Sýn okkar í VG er skýr: Við erum hér fyrir fólkið í landinu og úrlausnarefni okkar stjórnmála snúast um brauðstrit venjulegs fólks, húsnæði, efnahag og velferð. Ég vil biðja ykkur öll sem getið aðstoðað að vera viðbúin og ég bið ykkur um aðstoð. Sjaldan í sögu hreyfingarinnar hefur eins mikið verið undir í kosningum og nú. Skrifstofa hreyfingarinnar er þegar byrjuð að undirbúa allt sem þarf að undirbúa. Við munum þurfa fólk í að manna alla pósta í kosningabaráttu, sem verður stutt og snörp. Hér getið þið skráð ykkur sem sjálfboðaliða. Í gær hittust formenn ríkisstjórnarflokkanna til þess að fara yfir snúna stöðu. Eins og alþjóð veit þá er stærsta viðfangsefni ríkisstjórnarinnar að ná niður verðbólgu og skapa þar með skilyrði fyrir lækkun vaxta, fyrir heimili og atvinnulíf. Við ræddum ýmis álitamál og ég lagði þar áherslu á að okkar nálgun í VG byggir alltaf á félagslegum grunni. En í dag tilkynnti forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins að hann hygðist fara á fund forseta með tillögu um þingrof. Það kom mér á óvart, þar sem ekkert benti til þessara tíðinda á fundi gærdagsins. En þetta þýðir að kosningabaráttan er hafin. Þar munum við leggja áherslu á brýn verkefni í þágu almennings í landinu, umhverfis og náttúru. Úthald ríkisstjórnarinnar undir forystu Sjálfstæðisflokksins er þrotið en við í VG erum í startholunum uppfull af eldmóði, baráttuhug og gleði. Við hlökkum til kosningabaráttunnar, hitta grasrótina okkar og kjósendur. Og við erum í stuði!
Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira