Skondið að sjá ágreininginn koma upp á yfirborðið Lovísa Arnardóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 14. október 2024 12:58 Þorgerður Katrín fór á fund forsetans fyrr í dag. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir ekkert óeðlilegt að ríkisstjórnin starfi áfram sem starfsstjórn en það sé skondið að sjá allan ágreininginn koma upp á yfirborðið. Þau verði bara að axla sína ábyrgð. Þorgerður ræddi við fjölmiðla á leið til fundar við forseta Íslands. „Ég held það liggi alveg ljóst fyrir að það er ekki þingmeirihluti til að halda þessu gangandi. Þetta er ekki dæmi fyrir mig til að styðja,“ sagði Þorgerður Katrín áður en hún hélt á fund Höllu Tómasdóttur fyrr í dag. Hún sagði sín skilaboð til forsetans á fundinum verða sú að flokkur Viðreisnar styðji þingrof og kosningar sem fyrst. „Við þurfum starfhæfa ríkisstjórn og við erum ekki með starfhæfa ríkisstjórn núna í landinu. Það er verkefni okkar í stjórnmálunum að leysa þessi verkefni,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún segir þá stöðu áður hafa komið upp að þingið hafi þurft að samþykkja fjárlög en að skýr meirihluti hafi ekki legið fyrir. Það sé eitt þeirra verkefna sem þurfi að ljúka en svo geti ný ríkisstjórn tekið upp þráðinn að nýju eftir kosningar. Hún segir að enn eigi eftir að leysa úr því hvort Bjarni leiði áfram starfsstjórn en henni þyki ekki óeðlilegt að núverandi ríkisstjórn starfi áfram saman þrátt fyrir ósk um þingrof frá Bjarna. Það sé ekki óeðlilegt við þessar aðstæður. „Mér finnst líka skondið að sjá hvað það er mikill ágreiningur. Hann er allur að koma upp á yfirborðið. Þeirra er ábyrgðin að sitja þetta út, væntanlega til 30. Nóvember, og þau verða bara versgo að axla sína ábyrgð en ekki vera með einhverja ólund úti hvort annað sem bitnar á þjóðinni.“ Væri hægt að breyta kosningalögum Hvort einhver mál frá stjórnarandstöðu fái afgreiðslu fyrir þinglok segir Þorgerður það óljóst. Það sé eitt sem komi strax upp í hugann. Það sé að jafna þingmannavægið þannig það verði ekki alltaf einn eða tveir flokkar sem fái meira. Það snúist ekki um að jafna atkvæðavægi. Það þurfi að breyta kosningalögum, ekki stjórnarskrá, og með þessari breytingu verði meira réttlæti í skiptingu þingmanna. Annað sem þurfi að ljúka séu fjárlög. Hún segir Viðreisn hafa fundað í gær og það verði boðað til fundar í landshlutaráðum sem ákveði hvort það verði prófkjör eða uppstilling. Hún telur prófkjör skynsamlegustu leiðina en það sé skammur tími til stefnu. Fleiri formenn á leið á fund Fylgst er með fundum forsetans í vaktinni hér að neðan. Að loknum fundi Sigmundar er hlé til klukkan 16 en þá mætir fyrst Inga Sæland formaður Flokks fólksins. Eftir það kemur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir í Pírötum og svo formenn stjórnarflokkanna. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins kemur á fund forsetans klukkan 17.30 og Svandís Svavarsdóttir klukkan 18:15. Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Viðreisn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
„Ég held það liggi alveg ljóst fyrir að það er ekki þingmeirihluti til að halda þessu gangandi. Þetta er ekki dæmi fyrir mig til að styðja,“ sagði Þorgerður Katrín áður en hún hélt á fund Höllu Tómasdóttur fyrr í dag. Hún sagði sín skilaboð til forsetans á fundinum verða sú að flokkur Viðreisnar styðji þingrof og kosningar sem fyrst. „Við þurfum starfhæfa ríkisstjórn og við erum ekki með starfhæfa ríkisstjórn núna í landinu. Það er verkefni okkar í stjórnmálunum að leysa þessi verkefni,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún segir þá stöðu áður hafa komið upp að þingið hafi þurft að samþykkja fjárlög en að skýr meirihluti hafi ekki legið fyrir. Það sé eitt þeirra verkefna sem þurfi að ljúka en svo geti ný ríkisstjórn tekið upp þráðinn að nýju eftir kosningar. Hún segir að enn eigi eftir að leysa úr því hvort Bjarni leiði áfram starfsstjórn en henni þyki ekki óeðlilegt að núverandi ríkisstjórn starfi áfram saman þrátt fyrir ósk um þingrof frá Bjarna. Það sé ekki óeðlilegt við þessar aðstæður. „Mér finnst líka skondið að sjá hvað það er mikill ágreiningur. Hann er allur að koma upp á yfirborðið. Þeirra er ábyrgðin að sitja þetta út, væntanlega til 30. Nóvember, og þau verða bara versgo að axla sína ábyrgð en ekki vera með einhverja ólund úti hvort annað sem bitnar á þjóðinni.“ Væri hægt að breyta kosningalögum Hvort einhver mál frá stjórnarandstöðu fái afgreiðslu fyrir þinglok segir Þorgerður það óljóst. Það sé eitt sem komi strax upp í hugann. Það sé að jafna þingmannavægið þannig það verði ekki alltaf einn eða tveir flokkar sem fái meira. Það snúist ekki um að jafna atkvæðavægi. Það þurfi að breyta kosningalögum, ekki stjórnarskrá, og með þessari breytingu verði meira réttlæti í skiptingu þingmanna. Annað sem þurfi að ljúka séu fjárlög. Hún segir Viðreisn hafa fundað í gær og það verði boðað til fundar í landshlutaráðum sem ákveði hvort það verði prófkjör eða uppstilling. Hún telur prófkjör skynsamlegustu leiðina en það sé skammur tími til stefnu. Fleiri formenn á leið á fund Fylgst er með fundum forsetans í vaktinni hér að neðan. Að loknum fundi Sigmundar er hlé til klukkan 16 en þá mætir fyrst Inga Sæland formaður Flokks fólksins. Eftir það kemur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir í Pírötum og svo formenn stjórnarflokkanna. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins kemur á fund forsetans klukkan 17.30 og Svandís Svavarsdóttir klukkan 18:15.
Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Viðreisn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent