Sér Sigurð Inga alveg fyrir sér sem forsætisráðherra Jón Þór Stefánsson og Heimir Már Pétursson skrifa 14. október 2024 19:25 Svandís Svavarsdóttir vill að Bjarni Benediktsson segi af sér sem forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, telur að Bjarni Benediktsson ætti að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, enda hafi hann og Sjálfstæðisflokkurinn gefist upp á verkefninu og yfirgefið ríkisstjórnina. Hún geti vel séð fyrir sér starfsstjórn Framsóknarflokks og Vinstri grænna fram að kosningum undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins. Þetta sagði Svandís við fjölmiðla áður en hún gekk á fund Höllu Tómasdóttur forseta í kvöld. „Ég er sammála því að það sé rétt að Bjarni Benediktsson biðjist lausnar. Hann hefur auðvitað gert grein fyrir því að hann geti ekki meir og að hans erindi sé lokið,“ sagði Svandís sem ítrekaði að henni þætti það mikilvægast að svo stöddu að Bjarni myndi biðjast lausnar. „Ég tel að það liggi alveg í hlutarins eðli að forsætisráðherra sem hefur gefist upp á verkefninu, treystir sér ekki til að ljúka því, eigi að biðjast lausnar.“ Svandís segist hafa tekið eftir því að formenn annarra flokka eru að velta því fyrir sér að það kunni að vera margar leiðir fyrir mögulega starfsstjórn. Kæmi það til greina að Sigurður Ingi yrði forsætisráðherra í starfsstjórn ykkar tveggja? „Mér finnst það alveg koma til greina. Mér finnst að við eigum ekki að taka slíka möguleika af borðinu. Ég held að það gæti farið vel á því. Það skiptir auðvitað máli þegar við förum í þau verkefni sem fram undan eru að þau byggi á einhverjum vinnufrið og trausti,“ segir Svandís, sem bætti við að hún sæi Sigurð Inga alveg fyrir sér sem forsætisráðherra. „Þegar forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, í raun og veru slítur stjórnarsamstarfinu, og þar með samstarfi við Framsókn og okkur í VG, þá er það þannig að hann er ekki með öll spil á hendi eftir það. Það hlýtur að hafa áhrif á framvinduna.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Þetta sagði Svandís við fjölmiðla áður en hún gekk á fund Höllu Tómasdóttur forseta í kvöld. „Ég er sammála því að það sé rétt að Bjarni Benediktsson biðjist lausnar. Hann hefur auðvitað gert grein fyrir því að hann geti ekki meir og að hans erindi sé lokið,“ sagði Svandís sem ítrekaði að henni þætti það mikilvægast að svo stöddu að Bjarni myndi biðjast lausnar. „Ég tel að það liggi alveg í hlutarins eðli að forsætisráðherra sem hefur gefist upp á verkefninu, treystir sér ekki til að ljúka því, eigi að biðjast lausnar.“ Svandís segist hafa tekið eftir því að formenn annarra flokka eru að velta því fyrir sér að það kunni að vera margar leiðir fyrir mögulega starfsstjórn. Kæmi það til greina að Sigurður Ingi yrði forsætisráðherra í starfsstjórn ykkar tveggja? „Mér finnst það alveg koma til greina. Mér finnst að við eigum ekki að taka slíka möguleika af borðinu. Ég held að það gæti farið vel á því. Það skiptir auðvitað máli þegar við förum í þau verkefni sem fram undan eru að þau byggi á einhverjum vinnufrið og trausti,“ segir Svandís, sem bætti við að hún sæi Sigurð Inga alveg fyrir sér sem forsætisráðherra. „Þegar forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, í raun og veru slítur stjórnarsamstarfinu, og þar með samstarfi við Framsókn og okkur í VG, þá er það þannig að hann er ekki með öll spil á hendi eftir það. Það hlýtur að hafa áhrif á framvinduna.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira