Nýliðinn hetja Þýskalands Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. október 2024 21:45 Sigurmarkinu fagnað. ANP/Getty Images Fjórir leikir fóru fram í A-deild Þjóðadeildar karla í fótbolta í kvöld. Frakkland vann Belgíu, Ítalía fór létt með Ísrael og Þýskaland lagði Holland. A-deild, riðill 2 Í Brussel voru það heimamenn sem fengu gullið tækifæri til að komast yfir um miðbik fyrri hálfleiks þegar vítaspyrna var dæmd eftir að brotið var á Loïs Openda. Youri Tielemans fór á punktinn en spyrna hans hitti ekki markið og staðan enn markalaus. 🇧🇪 Openda 🤗#NationsLeague pic.twitter.com/ign6bmhWRL— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 14, 2024 Á 35. mínútu fengu gestirnir vítaspyrnu. Randal Kolo Muani fór á punktinn og honum brást ekki bogalistin, staðan orðin 0-1 og þannig var hún fram í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik jafnaði Openda metin eftir undirbúning Timothy Castagne. Manu Kone hélt hann hefði komið Frakklandi yfir eftir klukkutíma leik en markið dæmt af vegna rangstöðu. Aðeins tveimur mínútum síðar kom Kolo Muani gestunum yfir eftir sendingu Lucas Digne. Aurélien Tchouaméni fékk sitt annað gula spjald á 76. mínútu og þar með rautt. Frakkar því manni færri síðasta stundarfjórðunginn eða svo. Heimamönnum tókst hins vegar ekki að jafna metin og lokatölur í Belgíu 1-2. K⚽️l⚽️ Muani #NationsLeague pic.twitter.com/9GKzZQXcCR— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 14, 2024 Á Ítalíu tóku heimamenn á móti Ísrael. Þar var staðan 1-0 í hálfleik eftir að Mateo Retegui skoraði úr vítaspyrnu á 41. mínútu. Giovanni Di Lorenzo tvöfaldaði forystu Ítalíu snemma í síðari hálfleik eftir sendingu Giacomo Raspadori. Davide Frattesi bætti þriðja markinu við eftir sendingu Federico Dimarco á 72. mínútu leiksins og sigurinn endanlega í höfn. Di Lorenzo bætti fjórða markinu við ekki löngu síðar og staðan orðin 4-1, reyndust það lokatölur leiksins. Giovanni Di Lorenzo bar fyrirliðaband Ítalíu í dag og lét til sín taka.Timothy Rogers/Getty Images Staðan í riðlinum er þannig að Ítalía er með 10 stig, Frakkland er með 9 stig, Belgía með 4 stig og Ísrael án stiga. A-deild, riðill 3 Þýskaland vann 1-0 sigur á Hollandi þökk sé marki Jamie Leweling í sínum fyrsta landsleik. Hann skoraði snemma leiks en það mark var dæmt af. Framherjinn var aftur á ferðinni á 63. mínútu og þá stóð markið. 🇩🇪 Leweling's dream debut ⚽️#NationsLeague pic.twitter.com/qyizjuhupv— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 14, 2024 Ungverjaland sótti Bosníu og Hersegóvínu heim. Þar voru það gestirnir sem leiddu í hálfleik þökk sé marki Dominik Szoboszlai eftir undirbúning Zsolt Nagy og staðan 0-1 í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks fengu gestirnir vítaspyrnu. Szoboszlai fór á punktinn og tvöfaldaði forystu gestanna. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 0-2. Staðan í riðlinum er þannig að Þýskaland er með 10 stig, Holland og Ungverjaland eru með 5 stig en Bosnía rekur lestina með eitt stig. Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Fleiri fréttir Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Sjá meira
A-deild, riðill 2 Í Brussel voru það heimamenn sem fengu gullið tækifæri til að komast yfir um miðbik fyrri hálfleiks þegar vítaspyrna var dæmd eftir að brotið var á Loïs Openda. Youri Tielemans fór á punktinn en spyrna hans hitti ekki markið og staðan enn markalaus. 🇧🇪 Openda 🤗#NationsLeague pic.twitter.com/ign6bmhWRL— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 14, 2024 Á 35. mínútu fengu gestirnir vítaspyrnu. Randal Kolo Muani fór á punktinn og honum brást ekki bogalistin, staðan orðin 0-1 og þannig var hún fram í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik jafnaði Openda metin eftir undirbúning Timothy Castagne. Manu Kone hélt hann hefði komið Frakklandi yfir eftir klukkutíma leik en markið dæmt af vegna rangstöðu. Aðeins tveimur mínútum síðar kom Kolo Muani gestunum yfir eftir sendingu Lucas Digne. Aurélien Tchouaméni fékk sitt annað gula spjald á 76. mínútu og þar með rautt. Frakkar því manni færri síðasta stundarfjórðunginn eða svo. Heimamönnum tókst hins vegar ekki að jafna metin og lokatölur í Belgíu 1-2. K⚽️l⚽️ Muani #NationsLeague pic.twitter.com/9GKzZQXcCR— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 14, 2024 Á Ítalíu tóku heimamenn á móti Ísrael. Þar var staðan 1-0 í hálfleik eftir að Mateo Retegui skoraði úr vítaspyrnu á 41. mínútu. Giovanni Di Lorenzo tvöfaldaði forystu Ítalíu snemma í síðari hálfleik eftir sendingu Giacomo Raspadori. Davide Frattesi bætti þriðja markinu við eftir sendingu Federico Dimarco á 72. mínútu leiksins og sigurinn endanlega í höfn. Di Lorenzo bætti fjórða markinu við ekki löngu síðar og staðan orðin 4-1, reyndust það lokatölur leiksins. Giovanni Di Lorenzo bar fyrirliðaband Ítalíu í dag og lét til sín taka.Timothy Rogers/Getty Images Staðan í riðlinum er þannig að Ítalía er með 10 stig, Frakkland er með 9 stig, Belgía með 4 stig og Ísrael án stiga. A-deild, riðill 3 Þýskaland vann 1-0 sigur á Hollandi þökk sé marki Jamie Leweling í sínum fyrsta landsleik. Hann skoraði snemma leiks en það mark var dæmt af. Framherjinn var aftur á ferðinni á 63. mínútu og þá stóð markið. 🇩🇪 Leweling's dream debut ⚽️#NationsLeague pic.twitter.com/qyizjuhupv— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 14, 2024 Ungverjaland sótti Bosníu og Hersegóvínu heim. Þar voru það gestirnir sem leiddu í hálfleik þökk sé marki Dominik Szoboszlai eftir undirbúning Zsolt Nagy og staðan 0-1 í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks fengu gestirnir vítaspyrnu. Szoboszlai fór á punktinn og tvöfaldaði forystu gestanna. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 0-2. Staðan í riðlinum er þannig að Þýskaland er með 10 stig, Holland og Ungverjaland eru með 5 stig en Bosnía rekur lestina með eitt stig.
Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Fleiri fréttir Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Sjá meira