#TakkEinar Ólöf Elefsen skrifar 15. október 2024 08:01 Það má alltaf finna eitthvað jákvætt við öll mál svo ég skal taka að mér að sýna ykkur það jákvæða við ræðu borgarstjórans og klappið sem hann uppskar í kjölfar hennar. Ég vil byrja á því að segja #TakkEinar fyrir falleg orð um helgina. Þessi orð urðu til þess að ég tók ákvörðun um að segja upp starfi mínu og leita nýrra tækifæra á öðrum starfsvettvangi. Starfinu sem ég varði 5 árum í að mennta mig fyrir. Starfinu sem mér hefur alltaf fundist ég vera fædd til að starfa við og hef séð fyrir mér að vinna við svo lengi sem ég lifi. Starfinu sem ég var svo spennt fyrir eftir sumarfríið að ég gat ekki beðið eftir að starfsdögunum lyki svo ég gæti hafið störf með nemendum mínum. #TakkEinar því ef það hefði ekki verið fyrir þín orð og klappinu sem fylgdi þeim, þá hefði ég sennilega haldið áfram að starfa sem kennari. Ég hefði haldið áfram að koma gjörsamlega örmagna heim eftir vinnudaginn og haft litla sem enga orku til að sinna börnunum mínum. Ég hefði haldið áfram að vinna miklu meira en 42,86 klukkustundir á viku. Ég hefði haldið áfram að gráta um mánaðamót þegar ég sæi hversu lítið ég fengi útborgað miðað við það mikla álag sem fylgir starfinu. Ég hefði haldið áfram að mæta í aukavinnuna mína, nýtt lausar stundir þar til að skipuleggja einstaklingsmiðað nám fyrir nemendur mína, en bráðum þarf ég ekki að gera neitt af þessu því ég neyðist til að finna mér nýjan starfsvettvang. #TakkEinar fyrir að benda á veikindafjarvistir starfsmanna skóla. Í dag fór ég hins vegar ekki heim vegna veikinda, heldur fór ég bara heim. Ég er því ekki viss um hvort það teljist veikindi þegar maður getur ekki sinnt starfi sínu vegna þess að tárin streyma stjórnlaust. Þau streymdu stjórnlaust eftir að ég brotnaði saman þegar ég sagði yfirmanni mínum að ég ætlaði að finna mér annan starfsvettvang. Enn og aftur, #TakkEinar. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Borgarstjórn Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Það má alltaf finna eitthvað jákvætt við öll mál svo ég skal taka að mér að sýna ykkur það jákvæða við ræðu borgarstjórans og klappið sem hann uppskar í kjölfar hennar. Ég vil byrja á því að segja #TakkEinar fyrir falleg orð um helgina. Þessi orð urðu til þess að ég tók ákvörðun um að segja upp starfi mínu og leita nýrra tækifæra á öðrum starfsvettvangi. Starfinu sem ég varði 5 árum í að mennta mig fyrir. Starfinu sem mér hefur alltaf fundist ég vera fædd til að starfa við og hef séð fyrir mér að vinna við svo lengi sem ég lifi. Starfinu sem ég var svo spennt fyrir eftir sumarfríið að ég gat ekki beðið eftir að starfsdögunum lyki svo ég gæti hafið störf með nemendum mínum. #TakkEinar því ef það hefði ekki verið fyrir þín orð og klappinu sem fylgdi þeim, þá hefði ég sennilega haldið áfram að starfa sem kennari. Ég hefði haldið áfram að koma gjörsamlega örmagna heim eftir vinnudaginn og haft litla sem enga orku til að sinna börnunum mínum. Ég hefði haldið áfram að vinna miklu meira en 42,86 klukkustundir á viku. Ég hefði haldið áfram að gráta um mánaðamót þegar ég sæi hversu lítið ég fengi útborgað miðað við það mikla álag sem fylgir starfinu. Ég hefði haldið áfram að mæta í aukavinnuna mína, nýtt lausar stundir þar til að skipuleggja einstaklingsmiðað nám fyrir nemendur mína, en bráðum þarf ég ekki að gera neitt af þessu því ég neyðist til að finna mér nýjan starfsvettvang. #TakkEinar fyrir að benda á veikindafjarvistir starfsmanna skóla. Í dag fór ég hins vegar ekki heim vegna veikinda, heldur fór ég bara heim. Ég er því ekki viss um hvort það teljist veikindi þegar maður getur ekki sinnt starfi sínu vegna þess að tárin streyma stjórnlaust. Þau streymdu stjórnlaust eftir að ég brotnaði saman þegar ég sagði yfirmanni mínum að ég ætlaði að finna mér annan starfsvettvang. Enn og aftur, #TakkEinar. Höfundur er kennari.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar