Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. október 2024 16:40 Björn og Arna skemmtu sér vel við að rifja upp kynnin á Ísafirði og vináttu persónu sinna tveggja í Ljósvíkingum. Björn Jörundur Friðbjörnsson og Arna Magnea Danks aðalleikarar kvikmyndarinnar Ljósvíkingar segjast muna það vel þegar þau hittust í fyrsta sinn við tökur á myndinni á Ísafirði. Björn hélt einkatónleika fyrir Örnu í sjoppu og segist fullviss um að þetta hafi verið augnablikið sem hann hafi náð henni á sitt band. Þetta er meðal þess sem fram kemur í klippu frá framleiðendum myndarinnar þar sem rætt er við leikarana um samleik sinn sem vakið hefur mikla athygli. Þau ræða líka samband persóna sinna í myndinni. Ljósvíkingar hafa verið í kvikmyndahúsum í á sjöunda viku og er aðsóknarmesta mynd haustsins að því er segir í tilkynningu og slegið áratugagamalt aðsókarmet á Ísafirði. Greip gítarinn af veggnum í sjoppunni Myndin fjallar um æskuvinina Hjalta og Björn sem reka vinsælan fiskveitingastað á Ísafirði. Um leið og þeim býðst óvænt að hafa staðinn opinn árið um kring kemur Björn út úr skápnum sem trans kona. Hjalta veitist erfitt að skilja stöðu vinar síns. Í klippunni rifja þau Björn og Arna upp sín fyrstu kynni á Ísafirði við tökur myndarinnar. „Þá var Arna búin að segja mér það að hún ætti sér uppáhalds lag með Nýdönsk og ég sá þarna gítar upp á vegg í sjoppunni og hugsaði: Já hérna er nú aldeilis tækifæri, tók niður gítarinn og við héldum þarna litla prívat tónleika inni í sjoppunni.Ég held að þá hafi ég náð þér alveg á mitt band, var það ekki?“ spyr Björn Jörundur Örnu. Hún segir honum að hann hafi nú þegar verið búinn að ná sér á sitt band. Þarna hafi hún þó farið úr því að þykja vænt um hann yfir í að dýrka hann og elska. Arna hrósar Birni í hástert fyrir samvinnuna. „Björn Jörundur er algjör snillingur þegar kemur að textavinnu. Það var kannski búið að skrifa eitthvað sem hann kallaði langloku. Þá sagði hann við Snævarr, má ég ekki bara breyta þessu aðeins?“ Bíó og sjónvarp Ísafjarðarbær Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í klippu frá framleiðendum myndarinnar þar sem rætt er við leikarana um samleik sinn sem vakið hefur mikla athygli. Þau ræða líka samband persóna sinna í myndinni. Ljósvíkingar hafa verið í kvikmyndahúsum í á sjöunda viku og er aðsóknarmesta mynd haustsins að því er segir í tilkynningu og slegið áratugagamalt aðsókarmet á Ísafirði. Greip gítarinn af veggnum í sjoppunni Myndin fjallar um æskuvinina Hjalta og Björn sem reka vinsælan fiskveitingastað á Ísafirði. Um leið og þeim býðst óvænt að hafa staðinn opinn árið um kring kemur Björn út úr skápnum sem trans kona. Hjalta veitist erfitt að skilja stöðu vinar síns. Í klippunni rifja þau Björn og Arna upp sín fyrstu kynni á Ísafirði við tökur myndarinnar. „Þá var Arna búin að segja mér það að hún ætti sér uppáhalds lag með Nýdönsk og ég sá þarna gítar upp á vegg í sjoppunni og hugsaði: Já hérna er nú aldeilis tækifæri, tók niður gítarinn og við héldum þarna litla prívat tónleika inni í sjoppunni.Ég held að þá hafi ég náð þér alveg á mitt band, var það ekki?“ spyr Björn Jörundur Örnu. Hún segir honum að hann hafi nú þegar verið búinn að ná sér á sitt band. Þarna hafi hún þó farið úr því að þykja vænt um hann yfir í að dýrka hann og elska. Arna hrósar Birni í hástert fyrir samvinnuna. „Björn Jörundur er algjör snillingur þegar kemur að textavinnu. Það var kannski búið að skrifa eitthvað sem hann kallaði langloku. Þá sagði hann við Snævarr, má ég ekki bara breyta þessu aðeins?“
Bíó og sjónvarp Ísafjarðarbær Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein