Guðmundur Bragi skoraði tvö mörk fyrir Bjerringbro-Silkeborg sem tók á móti pólska liðinu Górnik Zabrze í Danmnörku, og vann fjögurra marka sigur, 30-26.
Heimamenn voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15-13. Þeir náðu í sín fyrstu stig í B-riðli eftir að hafa steinlegið gegn Montpellier í Frakklandi í fyrsta leik, 40-26.
Stiven og félagar í Benfica hafa aftur á móti unnið báða leiki sína í C-riðli en þeir lögðu Limoges frá Frakklandi að velli í kvöld, 37-31. Stiven skoraði eitt marka Benfica.
Portúgalska liðið hafði unnið Óðin Þór Ríkharðsson og félaga í Kadetten í fyrsta leik og er því með fullt hús stiga. Óðinn skoraði þrjú mörk í 39-30 útisigri Kadetten gegn Tatran Presov í Slóvakíu fyrr í kvöld.