Klófestu leigumorðingja sem dulbjó sig sem gamlan mann Kjartan Kjartansson skrifar 16. október 2024 09:05 Lögreglumenn á vettvangi þegar sakborningar í málinu voru handteknir í Belgrad 15. október 2024. Til hægri er sílikongríman sem morðinginn notaði til þess að dulbúa sig sem eldriborgara. Europol Lögreglan í Serbíu handtók í gær leigumorðingja sem myrti mann í Belgrad fyrir skipulögð glæpasamtök árið 2021. Leigumorðinginn er sagður hafa dulbúið sig sem gamlan mann til þess að nálgast fórnarlambið. Upplýsingar sem Evrópulögreglan komst yfir úr dulkóðuðu samskiptaforriti sem skipulögð glæpasamtök hafa nýtt sér komu lögreglu á slóð leigumorðingjans. Hann var handtekinn í Belgrad í samstarfi við Evrópulögregluna í gær, að því er segir í tilkynningu frá henni. Samskiptin leiddu í ljós hvernig höfuðpaur skipulagðra glæpasamtaka réð morðingjanna til verksins og skipulagði morðið. Þannig lagði hann á ráðin um hvernig morðinginn kæmist undan og réð tvo aðra menn til þess að fylgjast með fórnarlambinu auk þess sem hann útvegaði skotvopnið sem var flutt sérstaklega til landsins fyrir morðið. Leigumorðinginn dulbjó sig sem gamlan mann með sílíkongrímu og haltraði. Hann skaut fórnarlambið svo í höfuðið þegar það gekk fram hjá honum. Morðið er sagt hafa verið hefndaraðgerð glæpasamtakanna. Skotvopnið sem launmorðinginn notaði var flutt sérstaklega inn til Serbíu fyrir morðið.Europol Auk morðingjans voru höfuðpaur glæpasamtakanna sem skipulagði morðið og hinir vitorðsmennirnir tveir handteknir í aðgerðinni í gær. Ekki er nefnt sérstaklega í tilkynningu Europol úr hvaða dulkóðaða samskiptaforriti gögnin sem leiddi hana á spor morðingjans komu. Hundruð glæpamanna hafa hins vegar verið teknir höndum eftir að evrópska löggæslustofnanir náðu að brjótast inn í og hlera samskipti í forritinu EncroChat. Samskipti úr EncroChat voru meðal annars lögð fram í saltdreifaramálinu svokallaða þegar það kom fyrir dóm árið 2022. Lögreglumál Serbía Erlend sakamál Fjarskipti Samfélagsmiðlar Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira
Upplýsingar sem Evrópulögreglan komst yfir úr dulkóðuðu samskiptaforriti sem skipulögð glæpasamtök hafa nýtt sér komu lögreglu á slóð leigumorðingjans. Hann var handtekinn í Belgrad í samstarfi við Evrópulögregluna í gær, að því er segir í tilkynningu frá henni. Samskiptin leiddu í ljós hvernig höfuðpaur skipulagðra glæpasamtaka réð morðingjanna til verksins og skipulagði morðið. Þannig lagði hann á ráðin um hvernig morðinginn kæmist undan og réð tvo aðra menn til þess að fylgjast með fórnarlambinu auk þess sem hann útvegaði skotvopnið sem var flutt sérstaklega til landsins fyrir morðið. Leigumorðinginn dulbjó sig sem gamlan mann með sílíkongrímu og haltraði. Hann skaut fórnarlambið svo í höfuðið þegar það gekk fram hjá honum. Morðið er sagt hafa verið hefndaraðgerð glæpasamtakanna. Skotvopnið sem launmorðinginn notaði var flutt sérstaklega inn til Serbíu fyrir morðið.Europol Auk morðingjans voru höfuðpaur glæpasamtakanna sem skipulagði morðið og hinir vitorðsmennirnir tveir handteknir í aðgerðinni í gær. Ekki er nefnt sérstaklega í tilkynningu Europol úr hvaða dulkóðaða samskiptaforriti gögnin sem leiddi hana á spor morðingjans komu. Hundruð glæpamanna hafa hins vegar verið teknir höndum eftir að evrópska löggæslustofnanir náðu að brjótast inn í og hlera samskipti í forritinu EncroChat. Samskipti úr EncroChat voru meðal annars lögð fram í saltdreifaramálinu svokallaða þegar það kom fyrir dóm árið 2022.
Lögreglumál Serbía Erlend sakamál Fjarskipti Samfélagsmiðlar Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira