Redda smokkar málunum? Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 17. október 2024 08:02 Nýleg þingsályktunartillaga um aukið aðgengi ungs fólks að smokkum er fagnaðarefni. Líkt og fram hefur komið í umræðunni er óásættanlegt að ungt fólk meti smokka sem munaðarvöru. Smokkar eru eina getnaðarvörnin sem er bæði vörn gegn kynsjúkdómum og getnaði. Á Íslandi hefur fjöldi nýsmita kynsjúkdóma farið vaxandi síðustu ár. Samkvæmt tölum frá landlækni fjölgaði t.d. nýsmitum lekanda og sárasótt á árunum 2022-2023, en fjöldi klamydíusýkinga stóð í stað. Í samfélagi þar sem kynfræðsla virðist ávallt vera tabú kemur það í raun ekki á óvart að þetta sé staðan. Ungt fólk kallar eftir aukinni kynfræðslu. Kynfræðsla er hluti af aðalnámskrá en það er enn óljóst hver eigi að sjá um hana og heildstæð kennsluskrá vantar. Í almennri umræðu um kynfræðslu má greina ákveðinn ótta. Kynfræðslunni er settar allskonar skorður sem gerir það að verkum að ungt fólk fær oft ekki þá fræðslu sem þau þurfa! Mikilvægt er að fræða ungt fólk um kynheilbrigði með upplýsingum byggðum á faglegri og gagnreyndri þekkingu, og að teknu tilliti til aldurs og þroska hópsins. Ungt fólk í dag þarf að þekkja smitleiðir helstu kynsjúkdóma, hafa aðgang að öruggum getnaðar- og kynsjúkdómavörnum, þau þurfa að læra á líkama sinn, geta virt mörk og gefið samþykki. Samhliða gríðarlega auknu aðgengi að klámi og kynferðislegu efni þarf ungt fólk einnig að hafa læsi á það klámefni sem það sér. Sama hvort þau sjá það vegna þess að þau leita það markvisst uppi eða sjá það óviljandi eða einhver annar sýni þeim það. Líkt og annað miðlalæsi þurfa þau að fá verkfæri í hendurnar til þess að geta metið hvað er raunverulegt og hvað ekki, fyrir hverja efnið er framleitt og af hverjum. Að auki er mikilvægt að byggja upp traust, svo börn og ungmenni leiti til okkar fullorðna fólksins, sjái þau kynferðislegt efni sem vekur hjá þeim spurningar. Auk þessa vill ungt fólk fræðast um sjálfróun, fullnægingar, snípinn, útferð, sexting, tíðarhringinn, heilbrigð og óheilbrigð samskipti, píku, typpi, hinseginleikann, virðingu, ofbeldi, endaþarminn, kynsjúkdóma og klám. Þau þurfa oft speglun varðandi líðan sína og hvort það sem þau eru að upplifa sé eðlilegt. Heildstætt og gott námsefni fyrir kynfræðslu sem tryggir það að nemendur um allt land fái góða og fordómalausa kynfræðslu er lykilatriði, og til viðbótar við það viljum við að sjálfsögðu tryggja aðgengi ungs fólks að smokkum! Höfundur er kynlífsráðgjafi og formaður Kynís, kynfræðifélags Íslands. Greinin er skrifuð í tilefni SexDaga -viðburðarviku á vegum Kynís. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynlíf Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Free tuition Colin Fisher Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Nýleg þingsályktunartillaga um aukið aðgengi ungs fólks að smokkum er fagnaðarefni. Líkt og fram hefur komið í umræðunni er óásættanlegt að ungt fólk meti smokka sem munaðarvöru. Smokkar eru eina getnaðarvörnin sem er bæði vörn gegn kynsjúkdómum og getnaði. Á Íslandi hefur fjöldi nýsmita kynsjúkdóma farið vaxandi síðustu ár. Samkvæmt tölum frá landlækni fjölgaði t.d. nýsmitum lekanda og sárasótt á árunum 2022-2023, en fjöldi klamydíusýkinga stóð í stað. Í samfélagi þar sem kynfræðsla virðist ávallt vera tabú kemur það í raun ekki á óvart að þetta sé staðan. Ungt fólk kallar eftir aukinni kynfræðslu. Kynfræðsla er hluti af aðalnámskrá en það er enn óljóst hver eigi að sjá um hana og heildstæð kennsluskrá vantar. Í almennri umræðu um kynfræðslu má greina ákveðinn ótta. Kynfræðslunni er settar allskonar skorður sem gerir það að verkum að ungt fólk fær oft ekki þá fræðslu sem þau þurfa! Mikilvægt er að fræða ungt fólk um kynheilbrigði með upplýsingum byggðum á faglegri og gagnreyndri þekkingu, og að teknu tilliti til aldurs og þroska hópsins. Ungt fólk í dag þarf að þekkja smitleiðir helstu kynsjúkdóma, hafa aðgang að öruggum getnaðar- og kynsjúkdómavörnum, þau þurfa að læra á líkama sinn, geta virt mörk og gefið samþykki. Samhliða gríðarlega auknu aðgengi að klámi og kynferðislegu efni þarf ungt fólk einnig að hafa læsi á það klámefni sem það sér. Sama hvort þau sjá það vegna þess að þau leita það markvisst uppi eða sjá það óviljandi eða einhver annar sýni þeim það. Líkt og annað miðlalæsi þurfa þau að fá verkfæri í hendurnar til þess að geta metið hvað er raunverulegt og hvað ekki, fyrir hverja efnið er framleitt og af hverjum. Að auki er mikilvægt að byggja upp traust, svo börn og ungmenni leiti til okkar fullorðna fólksins, sjái þau kynferðislegt efni sem vekur hjá þeim spurningar. Auk þessa vill ungt fólk fræðast um sjálfróun, fullnægingar, snípinn, útferð, sexting, tíðarhringinn, heilbrigð og óheilbrigð samskipti, píku, typpi, hinseginleikann, virðingu, ofbeldi, endaþarminn, kynsjúkdóma og klám. Þau þurfa oft speglun varðandi líðan sína og hvort það sem þau eru að upplifa sé eðlilegt. Heildstætt og gott námsefni fyrir kynfræðslu sem tryggir það að nemendur um allt land fái góða og fordómalausa kynfræðslu er lykilatriði, og til viðbótar við það viljum við að sjálfsögðu tryggja aðgengi ungs fólks að smokkum! Höfundur er kynlífsráðgjafi og formaður Kynís, kynfræðifélags Íslands. Greinin er skrifuð í tilefni SexDaga -viðburðarviku á vegum Kynís.
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar