Körfubolti

Hamar/Þór hafði betur í ný­liða­slagnum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Matilda Sóldís Svan Hjördísardóttir með boltann gegn Elektru Mjöll Kubrzeniecka og Hönnu Þráinsdóttur.
Matilda Sóldís Svan Hjördísardóttir með boltann gegn Elektru Mjöll Kubrzeniecka og Hönnu Þráinsdóttur. Vísir/Anton Brink

Hamar/Þór hafði betur í nýliðaslag Bónus-deildar kvenna í körfubolta þegar liðið sótti Aþenu heim í kvöld, lokatölur 85-97 .

Leikurinn var gríðarlega jafn í fyrri hálfleik en þar voru það heimakonur sem voru hænuskrefi á undan og leiddu með þremur stigum í hálfleik, staðan þá 50-47.

Í síðari hálfleik hrökk hins vegar varnarleikur gestanna í gang án þess að hafa áhrif á sóknarleikinn, fór það svo að Hamar/Þór vann góðan tólf stiga sigur.

Barbara Ola Zienieweska var stigahæst hjá Aþenu með 28 stig ásamt því að taka 10 fráköst og gefa 7 stoðsendingar. Jade Edwards kom þar á eftir með 14 stig.

Hana Ivanusa með boltann og Barbara Ola Zienieweska til varnar.Vísir/Anton Brink

Í sigurliðinu var Abby Claire Beeman óstöðvandi með 44 stig, 10 fráköst og 3 stoðsendingar. 

Abby Claire Beeman átti magnaðan leik.Vísir/Anton Brink

Þar á eftir kom Teresa Sonia Da Silva með 14 stig. Hana Ivanusa skoraði 11 stig og tók 8 fráköst á meðan Anna Soffía Lárusdóttir skoraði 10 stig, tók 3 fráköst og gaf 2 stoðsendingar.

Anna Soffía Lárusdóttir keyrir að körfunni.Vísir/Anton Brink

Sigur Hamar/Þórs þýðir að nýliðarnir frá Suðurlandi nú unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum í Bónus-deildinni á meðan Aþena hefur unnið aðeins einn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×