Þórunn og Guðmundur Árni munu bítast um oddvitasætið Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. október 2024 22:46 Þórunn og Guðmundur Árni ætla sér bæði að leiða lista Samfylkingarinnar í Kraganum. vísir Þórunn Sveinbjarnardóttir gefur kost á sér í 1. sæti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Guðmundur Árni Stefánsson varaformaður flokksins sækist einnig eftir oddvitasætinu. Þórunn, sem leiddi listann í kosningunum 2021, staðfestir þetta við fréttastofu. Enn á eftir að taka ákvörðun innan kjördæmisráðs um það hvaða aðferð verði notuð við uppstillingu lista. „Okkur er skammtaður mjög naumur tími til að raða á lista,“ segir Þórunn. Þið eruð tvö sem stefnið á oddvitasætið. Hvernig meturðu þessa baráttu? „Það er svo sem ekkert um hana að segja. Það fer eftir því hvaða aðferð verður notuð við að raða á listann, hvernig hún fer fram. Ef það verður í höndum uppstillingarnefndar, þá fær nefndin það verkefni. Ég sækist eftir forystusæti á þessum lista og hlakka til baráttunnar, sem og kosningabaráttunnar. Ég er vonglöð um gott gengi fyrir hönd Samfylkingarinnar.“ Og vongóð um að fá oddvitasætið aftur? „Ég er alltaf vongóð um það. Það er auðvitað alltaf í höndum félaga minna að ákveða hvernig framboðslistarnir líta út. Þannig er það í lýðræðislegum stjórnmálaflokkum.“ Hún segist engar átakalínur hafa myndast hér á milli þess sem kallað hefur verið „nýja og gamla Samfylkingin“. Guðmundur Árni sneri sjálfur eftir sextán ára hlé fyrir tveimur og hálfu ári síðan og var kjörinn varaformaður Samfylkingarinnar árið 2022. Myndirðu sætta þig við annað eða þriðja sætið, eða hvernig sem það yrði? „Ég get ekkert sagt til um það núna, það kemur bara í ljós. Fyrst þarf að ákveða aðferð og svo raða upp. Og síðan þarf að samþykkja lista.“ „Ég vona bara að við sjáum breytingar til batnaðar í íslensku samfélagi að loknum þessum alþingiskosningum,“ segir Þórunn að lokum. Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Samfylkingin Tengdar fréttir Varar við „hægriglundroða” Bjarna og Sigmundar og landsfundi frestað Formaður Samfylkingarinnar varar við mögulegum „hægriglundroða með flokksbrotum Bjarna og Sigmundar og fylgitunglum þeirra,“ að afstöðnum alþingiskosningum sem framundan eru. Þá hefur framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar ákveðið að fresta landsfundi flokksins sem átti að fara fram um miðjan nóvember. Er það mat framkvæmdastjórnarinnar að það sé best fyrir flokkinn og að öllum kröftum flokksins verði beint í kosningabaráttu. Þess í stað verði stefnt að landsfundi í mars eða apríl. 15. október 2024 07:31 Þórunn Sveinbjarnardóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Kraganum Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, mun leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Í öðru sæti er þingmaðurinn og rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson. 11. mars 2021 19:25 Guðmundur Árni sjálfkjörinn varaformaður Guðmundur Árni Stefánsson er nýr varaformaður Samfylkingarinnar eftir að engin mótframboð bárust á landsfundi flokksins í kvöld. 28. október 2022 20:48 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegast að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Sjá meira
Þórunn, sem leiddi listann í kosningunum 2021, staðfestir þetta við fréttastofu. Enn á eftir að taka ákvörðun innan kjördæmisráðs um það hvaða aðferð verði notuð við uppstillingu lista. „Okkur er skammtaður mjög naumur tími til að raða á lista,“ segir Þórunn. Þið eruð tvö sem stefnið á oddvitasætið. Hvernig meturðu þessa baráttu? „Það er svo sem ekkert um hana að segja. Það fer eftir því hvaða aðferð verður notuð við að raða á listann, hvernig hún fer fram. Ef það verður í höndum uppstillingarnefndar, þá fær nefndin það verkefni. Ég sækist eftir forystusæti á þessum lista og hlakka til baráttunnar, sem og kosningabaráttunnar. Ég er vonglöð um gott gengi fyrir hönd Samfylkingarinnar.“ Og vongóð um að fá oddvitasætið aftur? „Ég er alltaf vongóð um það. Það er auðvitað alltaf í höndum félaga minna að ákveða hvernig framboðslistarnir líta út. Þannig er það í lýðræðislegum stjórnmálaflokkum.“ Hún segist engar átakalínur hafa myndast hér á milli þess sem kallað hefur verið „nýja og gamla Samfylkingin“. Guðmundur Árni sneri sjálfur eftir sextán ára hlé fyrir tveimur og hálfu ári síðan og var kjörinn varaformaður Samfylkingarinnar árið 2022. Myndirðu sætta þig við annað eða þriðja sætið, eða hvernig sem það yrði? „Ég get ekkert sagt til um það núna, það kemur bara í ljós. Fyrst þarf að ákveða aðferð og svo raða upp. Og síðan þarf að samþykkja lista.“ „Ég vona bara að við sjáum breytingar til batnaðar í íslensku samfélagi að loknum þessum alþingiskosningum,“ segir Þórunn að lokum.
Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Samfylkingin Tengdar fréttir Varar við „hægriglundroða” Bjarna og Sigmundar og landsfundi frestað Formaður Samfylkingarinnar varar við mögulegum „hægriglundroða með flokksbrotum Bjarna og Sigmundar og fylgitunglum þeirra,“ að afstöðnum alþingiskosningum sem framundan eru. Þá hefur framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar ákveðið að fresta landsfundi flokksins sem átti að fara fram um miðjan nóvember. Er það mat framkvæmdastjórnarinnar að það sé best fyrir flokkinn og að öllum kröftum flokksins verði beint í kosningabaráttu. Þess í stað verði stefnt að landsfundi í mars eða apríl. 15. október 2024 07:31 Þórunn Sveinbjarnardóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Kraganum Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, mun leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Í öðru sæti er þingmaðurinn og rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson. 11. mars 2021 19:25 Guðmundur Árni sjálfkjörinn varaformaður Guðmundur Árni Stefánsson er nýr varaformaður Samfylkingarinnar eftir að engin mótframboð bárust á landsfundi flokksins í kvöld. 28. október 2022 20:48 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegast að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Sjá meira
Varar við „hægriglundroða” Bjarna og Sigmundar og landsfundi frestað Formaður Samfylkingarinnar varar við mögulegum „hægriglundroða með flokksbrotum Bjarna og Sigmundar og fylgitunglum þeirra,“ að afstöðnum alþingiskosningum sem framundan eru. Þá hefur framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar ákveðið að fresta landsfundi flokksins sem átti að fara fram um miðjan nóvember. Er það mat framkvæmdastjórnarinnar að það sé best fyrir flokkinn og að öllum kröftum flokksins verði beint í kosningabaráttu. Þess í stað verði stefnt að landsfundi í mars eða apríl. 15. október 2024 07:31
Þórunn Sveinbjarnardóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Kraganum Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, mun leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Í öðru sæti er þingmaðurinn og rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson. 11. mars 2021 19:25
Guðmundur Árni sjálfkjörinn varaformaður Guðmundur Árni Stefánsson er nýr varaformaður Samfylkingarinnar eftir að engin mótframboð bárust á landsfundi flokksins í kvöld. 28. október 2022 20:48