Vættir öræfanna – Umkomulaust hálendi Þröstur Ólafsson skrifar 17. október 2024 09:32 Það er ekki lengra en svo, að um miðbik liðinnar aldar voru óbyggðir hálendisins, með öllum sínum vættum, kynjasögum og munnmælum nefnd öræfi. Eyðilegar óbyggðir. Yfir þeim hvíldi huliðshjálmur töfraheima og lausbeisluð draumhyggja um dulin grösug dalverpi og fagurt samfélag huldufólks, en einnig flökkusögur um ógnvekjandi tilveru einmana útlaga. Fæstir vildu þar smala. Tröllin voru í fjöllunum. Þessi draumheimur þjóðarinnar er nú horfinn. Hann varð þekkingu, skynsemi og mannkvæmi að bráð. Með hálendisvirkjunum, aukinni umferð um miðbik landsins og þekkingu á staðháttum, dró úr dulhyggju og ævintýraljóma svæðisins. Virkjanir við Búrfell, Sigöldu, Hrauneyjar, Kárahnjúka og víðar skildu eftir sig þjóðarvitund um mikil verðmæti sem nýta mætti en jafnframt víðáttufegurð sem varðveita skyldi og vernda, áður en það yrði um seinan. Víðfeðm uppstöðulón drekktu dýrmætum sem aldrei verða endurheimt. Þegar dró úr mætti dulræðis og huldu opnuðust augu okkar og skynjun fyrir töfrafegurð öræfanna og undrum náttúrunnar sem þar var að finna – aðeins þó í einu eintaki (gpó). Þau stöku eintök eru nú mörg horfin að eilífu. Fólkið í brúnni Hálendisþjóðgarður komst á dagskrá. Víðlendasta verndarsvæði álfunnar. Úr því varð þó ekki. Skammhyggin, hagsmunafléttuð sjónarmið náðu að venju undirtökum. Þrátt fyrir að obbinn af hálendinu væri þjóðlenda, mátti þóðin ekki ákveða eða taka þátt í ákvörðunum sem snertu verndun þess og skipulagningu. Það væri auðveldara fyrir núverandi og væntanlega nýtingaraðila að fást við fámenn vanbúin og fjársvelt sveitarfélög, en öfluga stofnun í höndum alþingis, svipað og þjóðgarðinn á Þingvöllum. Þeim tókst að kæfa verkefnið og sá ráðherra sem ötulast hafði barist fyrir stofnun slíks þjóðlegs griðarstaðar, var ýtt burt úr umhverfisráðuneytinu og fengið í staðinn annað ráðuneyti, honum framandi. Þar með urðu öræfin og hálendið endanlega umkomulaus, sett í hendur manns sem hvorki var þekktur fyrir umhyggjusemi, viðkvæmni né skilnings í garð náttúru landsins. Í framhaldi af fyrrnefndum ráðstöfunum varð hálendið að skeiðvelli bráðrar fjárhyggju. Jafnframt þessu og án mikils hávaða, voru vernduð vatnsföll flutt úr verndarflokki í nýtingarflokk. Nú skyldi, þegar ofhitun jarðar og aukning gróðurhúsaáhrifa eru í hámarki, allt sett á fullt. Þeir nafnarnir Guðmundur Páll og Mummi voru ekki lengur tiltækir í vörn. Öræfin höfðu engar verndarvættir lengur, hvorki álfa né manna. Með aðgerða- og ákvörðunarleysi alþingis öðluðust vanbúin sveitarfélög skipulags- og stjórnunarrétt á hálendinu. Þar með opnuðust flóðgáttir. Nú stefnir í kapphlaup um virkjunarkosti. Hyggju- og hugsunarlaus pólitísk heimakoma. Hreggsvöl peningahyggjan hafði náð undirtökum. Öræfin urðu viðfangsefni taumlítils nýtingarkapphlaups. Græðgisbríminn skældi sig framan í þjóðina. Lokaáhlaupið á þær flúðir og fossa sem enn voru ósnortin var hafið. Blekkingarákall Grænnar orku hljómaði mörgum eins og nýtt fagnaðarerindi í skrautskrift. Verndar Ratcliffe ? Þegar breski auðmaðurinn Ratcliffe birtist á stóra sviðinu og hóf landakaup við laxveiðiár einkum fyrir norðan, blöskraði mörgum landanum. Jarðirnar sem hann keypti, áttu sumar hverjar lönd upp á hálendið. Svikabrigsl og útsala landsréttinda voru títt notuð orð. Vissulega er stutt síðan hann hófst handa, og framtíðin óviss, en ýmislegt bendir til þess að jarðnæði í hans höndum sé á betri stað en væri það á ábyrgð íslenskra landeigenda, því hann á þegar nóg af peningum. Kaldranaleiki aðstæðnanna er slíkur. Auðhyggja hans virðist ekki beinast að gjörnýtingu fegurðar og öræfakyrrðar, sem tortímir báðum. Það sem við heyrum og sjáum af hans hálfu er náttúruvernd. Erum við sem þjóð komin í þá vafasömu stöðu, að „umhyggjusamir erlendir auðmenn“ séu traustari vörslumenn íslenskrar náttúru, jafnvel hálendisins en eigið forystufólk ? Þá er í flest skjól fokið. Hefur auðhyggjan náð slíkum tökum á hugsun okkar að allt er falt sé andvirðið ríkuglegt ? Jafnvel öræfin ! Ískyggileg er sú grunsemd að margt forystufólk þjóðarinnar hafi afskrifað friðhelgi öræfanna og líti á þau sem hvert annað viðskiptatækifæri. Þegar svo er komið er fjandinn laus. Við þurfum hálendisþjóðgarð samþykktan á alþingi. Það er enn ekki of seint. Leyfum víðáttutöfrum hálendisins og þögn þess að lifa áfram. Engan þyrludyn, umferðarhávaða og bílastæða vandræði eða ágang mannmergðar um holt og hæðir, króka og kima, því þá munu öræfin líða undir lok. Eftir verður annasöm og athafnarík ferðamennska. Liggur það í eðli þeirra tegundar auðhyggju sem hér dafnar, að gjöfum náttúrunnar og undrum hennar verði að fórna og spenna fyrir gullspengda glæsivagna auð- og athafnamanna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vatnajökulsþjóðgarður Þröstur Ólafsson Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki lengra en svo, að um miðbik liðinnar aldar voru óbyggðir hálendisins, með öllum sínum vættum, kynjasögum og munnmælum nefnd öræfi. Eyðilegar óbyggðir. Yfir þeim hvíldi huliðshjálmur töfraheima og lausbeisluð draumhyggja um dulin grösug dalverpi og fagurt samfélag huldufólks, en einnig flökkusögur um ógnvekjandi tilveru einmana útlaga. Fæstir vildu þar smala. Tröllin voru í fjöllunum. Þessi draumheimur þjóðarinnar er nú horfinn. Hann varð þekkingu, skynsemi og mannkvæmi að bráð. Með hálendisvirkjunum, aukinni umferð um miðbik landsins og þekkingu á staðháttum, dró úr dulhyggju og ævintýraljóma svæðisins. Virkjanir við Búrfell, Sigöldu, Hrauneyjar, Kárahnjúka og víðar skildu eftir sig þjóðarvitund um mikil verðmæti sem nýta mætti en jafnframt víðáttufegurð sem varðveita skyldi og vernda, áður en það yrði um seinan. Víðfeðm uppstöðulón drekktu dýrmætum sem aldrei verða endurheimt. Þegar dró úr mætti dulræðis og huldu opnuðust augu okkar og skynjun fyrir töfrafegurð öræfanna og undrum náttúrunnar sem þar var að finna – aðeins þó í einu eintaki (gpó). Þau stöku eintök eru nú mörg horfin að eilífu. Fólkið í brúnni Hálendisþjóðgarður komst á dagskrá. Víðlendasta verndarsvæði álfunnar. Úr því varð þó ekki. Skammhyggin, hagsmunafléttuð sjónarmið náðu að venju undirtökum. Þrátt fyrir að obbinn af hálendinu væri þjóðlenda, mátti þóðin ekki ákveða eða taka þátt í ákvörðunum sem snertu verndun þess og skipulagningu. Það væri auðveldara fyrir núverandi og væntanlega nýtingaraðila að fást við fámenn vanbúin og fjársvelt sveitarfélög, en öfluga stofnun í höndum alþingis, svipað og þjóðgarðinn á Þingvöllum. Þeim tókst að kæfa verkefnið og sá ráðherra sem ötulast hafði barist fyrir stofnun slíks þjóðlegs griðarstaðar, var ýtt burt úr umhverfisráðuneytinu og fengið í staðinn annað ráðuneyti, honum framandi. Þar með urðu öræfin og hálendið endanlega umkomulaus, sett í hendur manns sem hvorki var þekktur fyrir umhyggjusemi, viðkvæmni né skilnings í garð náttúru landsins. Í framhaldi af fyrrnefndum ráðstöfunum varð hálendið að skeiðvelli bráðrar fjárhyggju. Jafnframt þessu og án mikils hávaða, voru vernduð vatnsföll flutt úr verndarflokki í nýtingarflokk. Nú skyldi, þegar ofhitun jarðar og aukning gróðurhúsaáhrifa eru í hámarki, allt sett á fullt. Þeir nafnarnir Guðmundur Páll og Mummi voru ekki lengur tiltækir í vörn. Öræfin höfðu engar verndarvættir lengur, hvorki álfa né manna. Með aðgerða- og ákvörðunarleysi alþingis öðluðust vanbúin sveitarfélög skipulags- og stjórnunarrétt á hálendinu. Þar með opnuðust flóðgáttir. Nú stefnir í kapphlaup um virkjunarkosti. Hyggju- og hugsunarlaus pólitísk heimakoma. Hreggsvöl peningahyggjan hafði náð undirtökum. Öræfin urðu viðfangsefni taumlítils nýtingarkapphlaups. Græðgisbríminn skældi sig framan í þjóðina. Lokaáhlaupið á þær flúðir og fossa sem enn voru ósnortin var hafið. Blekkingarákall Grænnar orku hljómaði mörgum eins og nýtt fagnaðarerindi í skrautskrift. Verndar Ratcliffe ? Þegar breski auðmaðurinn Ratcliffe birtist á stóra sviðinu og hóf landakaup við laxveiðiár einkum fyrir norðan, blöskraði mörgum landanum. Jarðirnar sem hann keypti, áttu sumar hverjar lönd upp á hálendið. Svikabrigsl og útsala landsréttinda voru títt notuð orð. Vissulega er stutt síðan hann hófst handa, og framtíðin óviss, en ýmislegt bendir til þess að jarðnæði í hans höndum sé á betri stað en væri það á ábyrgð íslenskra landeigenda, því hann á þegar nóg af peningum. Kaldranaleiki aðstæðnanna er slíkur. Auðhyggja hans virðist ekki beinast að gjörnýtingu fegurðar og öræfakyrrðar, sem tortímir báðum. Það sem við heyrum og sjáum af hans hálfu er náttúruvernd. Erum við sem þjóð komin í þá vafasömu stöðu, að „umhyggjusamir erlendir auðmenn“ séu traustari vörslumenn íslenskrar náttúru, jafnvel hálendisins en eigið forystufólk ? Þá er í flest skjól fokið. Hefur auðhyggjan náð slíkum tökum á hugsun okkar að allt er falt sé andvirðið ríkuglegt ? Jafnvel öræfin ! Ískyggileg er sú grunsemd að margt forystufólk þjóðarinnar hafi afskrifað friðhelgi öræfanna og líti á þau sem hvert annað viðskiptatækifæri. Þegar svo er komið er fjandinn laus. Við þurfum hálendisþjóðgarð samþykktan á alþingi. Það er enn ekki of seint. Leyfum víðáttutöfrum hálendisins og þögn þess að lifa áfram. Engan þyrludyn, umferðarhávaða og bílastæða vandræði eða ágang mannmergðar um holt og hæðir, króka og kima, því þá munu öræfin líða undir lok. Eftir verður annasöm og athafnarík ferðamennska. Liggur það í eðli þeirra tegundar auðhyggju sem hér dafnar, að gjöfum náttúrunnar og undrum hennar verði að fórna og spenna fyrir gullspengda glæsivagna auð- og athafnamanna?
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun