Fólk er ekki fífl, Framsókn! Davíð Bergmann skrifar 17. október 2024 07:46 Þessi fyrirsögn gæti átt við svo margt og málaflokka og það er nóg fóður af taka eins og hvernig komið er fyrir í öldrunarmálum hér á landi. Ég er ekki alveg ókunnugur þeim málaflokki þar sem ég missti föður minn á árinu og núna er móðir mín, áttatíu og þriggja ára, að fara reglulega vegna heilsubrests á spítala, hún er ein af þessum 100 sem eru fyrir í kerfinu og tekur pláss! Pabbi gamli kvaddi Mannheima á nítugasta og fyrsta aldursári, fætinum styttri með æxli djúpt í lunga og annað æxli við auga, höfuðkúpubrotinn og rifbeinsbrotinn. Hann var einn af þeim sem þurftu að fórna fætinum á altari niðurskurðar í hruninu og móðir mín var í umsjónarhlutverkinu eftir það til dauðadags hans að undanskildum 14 dögum þegar hann var lagður inn á spítala og oftast byrjaði það á göngunum svo var hann færður inn á deild eftir einhverja daga. En það var betra en þegar hann kom hálfmeðvitundarlaus með verk í fæti á þriðja ár og var alltaf sendur heim með þau ráð að hvíla sig og taka íbúfen og panódíl. Þetta endaði þannig að þegar hann kom í síðasta sinn var æxlið farið að skríða upp í kálfa og þurfti að taka fótinn af við hné. Hann var nefnilega líka einn af þessum á þeim tíma sem var að þvælast fyrir í heilbrigðiskerfinu gamall og búinn að skila dagsverkinu. Pabbi gamli lá inni á hjúkrunarheimili síðustu fjórtán dagana sem hann lifði og af þeim var hann rúmliggjandi þrettán. Hann fékk að leggjast inn á hjúkrunarheimili, ekki í sínum heimabæ sem var Kópavogur þar sem hann var búinn að búa síðan árið 1964, en þurfti þess í stað að leggjast inn á hjúkrunarheimili á Akranesi. Hann var meira segja bæjarstarfsmaður í 32 ár, vann sem sundlaugarvörður í gömlu sundlauginni í Vesturbæ Kópavogs og kom meira segja að því að byggja hana. Mig grunar að hann hefði fengið inni ef hann hefði verið pólitíkus en ekki sundlaugarvörður vegna þess að ég held að það skipti máli hvort þú sért „séra Jón eða jón“ hér á landi. En trúið mér, hann átti innistæðu fyrir þjónustu hvort sem hann var að vinna á síðutogurum eða að gróðursetja fánastengur við byggingavinnu eða sprengja fyrir Hótel Sögu því hann fór í gegnum lífið með tveimur jafnsterkum eins og margir aðrir og var ekki í því að naga blýanta alla daga. Hann skilaði svo sannarlega dagsverkinu og hann stakk aldrei undan einni krónu. Frekar að hann vann sjálfboðavinnu eins og að koma að því að byggja skóla fyrir heyrnarlaus börn ásamt fjölda annarra aðstandenda barnanna. Jæja, snúum okkur að kjarnanum sem ég ætlaði að skrifa um. Það voru örugglega margir sem sáu Kveik á þriðjudagskvöldið á RÚV eins og ég um hvernig er komið fyrir meðferðarmálum hér á landi hjá ungmennum sem eiga í vanda. Ég er ekki alveg ókunnugur þessum málaflokki þar sem ég hef unnið með olnbogabörnum samfélagsins í meira en 30 ár og af þeim vann ég frá 2001 þar til í febrúar 2017 á Stuðlum. Þetta er ekkert annað en skandall Það að fimmtánda október 2024 skuli einungis vera tvö meðferðarheimili á landinu og annað þeirra sérhæft fyrir stúlkur norður í Eyjafirði og hitt Stuðlar er skandall. Fyrir 20 árum síðan voru meðferðarheimilin 7 og þá voru íbúar þessa lands 100.000 færri en við erum í dag. Það er engin innistæða fyrir afsökunum því við skulum ekki gleyma því hverjir hafa stjórnað þessum málaflokki síðustu áratugina eða eiginlega frá lýðveldisbyrjun. Jú, það er Framsóknarflokkurinn sem hefur slagorðið „þetta er allt að koma“ hvað þennan málaflokk varðar. Það er ekki að koma neitt, þetta hefur verið að versna eins og Kveiksþátturinn endurspeglaði svo vel. Ég get ekki orða bundist lengur, þetta leikrit fáránleikans verður að taka enda og það gerist fyrr en Framsókn kemur ekki nálægt þessum málaflokki, hann hefur fengið sitt tækifæri en gert upp á þak í því. En það vantar ekki ráðin og nefndirnar og glærusýningar og að fólk sé á innsoginu hvað þetta er nú allt saman hræðilegt eins og eftir atvikið á Menningarnótt. En við skulum ekki gleyma hver stjórnar þessum málaflokki. Hvað hefur gerst? Hnífstungumálum hefur fjölgað og skotárásum líka, ofbeldi ungmenna harðnað og harðari neysla. Síðast en ekki síst talar fráfarandi fangelsismálastjóri, sem mig grunar að hafi verið sendur í leyfi, um að það væru erfiðari ungir hegðunarraskaðir afbrotamenn í fangelsum landsins. Við héldum stærstu réttarhöld landsins í samkomusal í Grafarvogi vegna fjölda ungmenna sem voru gerendur í grófu ofbeldi. Glæpasamtök Svo eru menn að velta fyrir sér af hverju það er hætta á skipulögðum glæpasamtökum hér á landi í anda Svíþjóðar. Horfið ykkur nær og vaknið en þið þurfið ekki að hafa neinar áhyggjur, þið farið bara í drottningarviðtöl til fjölmiðlanna og lendið aldrei í debati við fólk sem er í raunverulegum tengslum við vandann. Guðrún Hafsteins dómsmálaráðherra hefur ekki enn svarað mér um beiðni um viðtal til að ræða um unga afbrotamenn sem ég óskaði eftir í apríl á þessu ári. Ég væri svo sannarlega til í að mæta henni í debati hvar og hvenær sem er en einhverra hluta vegna þorir hún ekki. Að lokum ætla ég að slá út með orðum pabba þegar hann kvaddi í síma: „Við verðum svo í sambandi eftir efnum og ástæðum.“ Höfundur er áhugamaður um betra samfélag og Miðflokksmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Þessi fyrirsögn gæti átt við svo margt og málaflokka og það er nóg fóður af taka eins og hvernig komið er fyrir í öldrunarmálum hér á landi. Ég er ekki alveg ókunnugur þeim málaflokki þar sem ég missti föður minn á árinu og núna er móðir mín, áttatíu og þriggja ára, að fara reglulega vegna heilsubrests á spítala, hún er ein af þessum 100 sem eru fyrir í kerfinu og tekur pláss! Pabbi gamli kvaddi Mannheima á nítugasta og fyrsta aldursári, fætinum styttri með æxli djúpt í lunga og annað æxli við auga, höfuðkúpubrotinn og rifbeinsbrotinn. Hann var einn af þeim sem þurftu að fórna fætinum á altari niðurskurðar í hruninu og móðir mín var í umsjónarhlutverkinu eftir það til dauðadags hans að undanskildum 14 dögum þegar hann var lagður inn á spítala og oftast byrjaði það á göngunum svo var hann færður inn á deild eftir einhverja daga. En það var betra en þegar hann kom hálfmeðvitundarlaus með verk í fæti á þriðja ár og var alltaf sendur heim með þau ráð að hvíla sig og taka íbúfen og panódíl. Þetta endaði þannig að þegar hann kom í síðasta sinn var æxlið farið að skríða upp í kálfa og þurfti að taka fótinn af við hné. Hann var nefnilega líka einn af þessum á þeim tíma sem var að þvælast fyrir í heilbrigðiskerfinu gamall og búinn að skila dagsverkinu. Pabbi gamli lá inni á hjúkrunarheimili síðustu fjórtán dagana sem hann lifði og af þeim var hann rúmliggjandi þrettán. Hann fékk að leggjast inn á hjúkrunarheimili, ekki í sínum heimabæ sem var Kópavogur þar sem hann var búinn að búa síðan árið 1964, en þurfti þess í stað að leggjast inn á hjúkrunarheimili á Akranesi. Hann var meira segja bæjarstarfsmaður í 32 ár, vann sem sundlaugarvörður í gömlu sundlauginni í Vesturbæ Kópavogs og kom meira segja að því að byggja hana. Mig grunar að hann hefði fengið inni ef hann hefði verið pólitíkus en ekki sundlaugarvörður vegna þess að ég held að það skipti máli hvort þú sért „séra Jón eða jón“ hér á landi. En trúið mér, hann átti innistæðu fyrir þjónustu hvort sem hann var að vinna á síðutogurum eða að gróðursetja fánastengur við byggingavinnu eða sprengja fyrir Hótel Sögu því hann fór í gegnum lífið með tveimur jafnsterkum eins og margir aðrir og var ekki í því að naga blýanta alla daga. Hann skilaði svo sannarlega dagsverkinu og hann stakk aldrei undan einni krónu. Frekar að hann vann sjálfboðavinnu eins og að koma að því að byggja skóla fyrir heyrnarlaus börn ásamt fjölda annarra aðstandenda barnanna. Jæja, snúum okkur að kjarnanum sem ég ætlaði að skrifa um. Það voru örugglega margir sem sáu Kveik á þriðjudagskvöldið á RÚV eins og ég um hvernig er komið fyrir meðferðarmálum hér á landi hjá ungmennum sem eiga í vanda. Ég er ekki alveg ókunnugur þessum málaflokki þar sem ég hef unnið með olnbogabörnum samfélagsins í meira en 30 ár og af þeim vann ég frá 2001 þar til í febrúar 2017 á Stuðlum. Þetta er ekkert annað en skandall Það að fimmtánda október 2024 skuli einungis vera tvö meðferðarheimili á landinu og annað þeirra sérhæft fyrir stúlkur norður í Eyjafirði og hitt Stuðlar er skandall. Fyrir 20 árum síðan voru meðferðarheimilin 7 og þá voru íbúar þessa lands 100.000 færri en við erum í dag. Það er engin innistæða fyrir afsökunum því við skulum ekki gleyma því hverjir hafa stjórnað þessum málaflokki síðustu áratugina eða eiginlega frá lýðveldisbyrjun. Jú, það er Framsóknarflokkurinn sem hefur slagorðið „þetta er allt að koma“ hvað þennan málaflokk varðar. Það er ekki að koma neitt, þetta hefur verið að versna eins og Kveiksþátturinn endurspeglaði svo vel. Ég get ekki orða bundist lengur, þetta leikrit fáránleikans verður að taka enda og það gerist fyrr en Framsókn kemur ekki nálægt þessum málaflokki, hann hefur fengið sitt tækifæri en gert upp á þak í því. En það vantar ekki ráðin og nefndirnar og glærusýningar og að fólk sé á innsoginu hvað þetta er nú allt saman hræðilegt eins og eftir atvikið á Menningarnótt. En við skulum ekki gleyma hver stjórnar þessum málaflokki. Hvað hefur gerst? Hnífstungumálum hefur fjölgað og skotárásum líka, ofbeldi ungmenna harðnað og harðari neysla. Síðast en ekki síst talar fráfarandi fangelsismálastjóri, sem mig grunar að hafi verið sendur í leyfi, um að það væru erfiðari ungir hegðunarraskaðir afbrotamenn í fangelsum landsins. Við héldum stærstu réttarhöld landsins í samkomusal í Grafarvogi vegna fjölda ungmenna sem voru gerendur í grófu ofbeldi. Glæpasamtök Svo eru menn að velta fyrir sér af hverju það er hætta á skipulögðum glæpasamtökum hér á landi í anda Svíþjóðar. Horfið ykkur nær og vaknið en þið þurfið ekki að hafa neinar áhyggjur, þið farið bara í drottningarviðtöl til fjölmiðlanna og lendið aldrei í debati við fólk sem er í raunverulegum tengslum við vandann. Guðrún Hafsteins dómsmálaráðherra hefur ekki enn svarað mér um beiðni um viðtal til að ræða um unga afbrotamenn sem ég óskaði eftir í apríl á þessu ári. Ég væri svo sannarlega til í að mæta henni í debati hvar og hvenær sem er en einhverra hluta vegna þorir hún ekki. Að lokum ætla ég að slá út með orðum pabba þegar hann kvaddi í síma: „Við verðum svo í sambandi eftir efnum og ástæðum.“ Höfundur er áhugamaður um betra samfélag og Miðflokksmaður.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun